Segir Íslendinga verða að „viðundri á heimsvísu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2016 22:21 "Þetta gæti verið byrjunin. En byrjun verðum við að fá. Svona gengur þetta ekki lengur,“ segir Ögmundur. Vísir/GVA Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, segir tvennt þurfa að gerast í íslensku samfélagi í kjölfar umfjöllunar kvöldsins. Hann vill banna viðskiptabönkum að fást við fjárfestingar. Þetta kemur fram í bloggfærslu Ögmundar í kvöld. „Frægt varð þegar Geir H. Haarde bað almættið að blessa Ísland í þann veginn sem Hrunið var að bresta á. Margt fór vissulega á betri veg en á horfðist þessa haustdaga árið 2008. Íslendingar lögðust á árarnar og saman komumst við á lygnari sjó. Eða það héldum við, ekki vitandi að forsætisráðherrann þáverandi var ekki bænheyrður - alla vega ekki til langs tíma,“ segir Ögmundur. Nú sé komið í ljós, eftir allar rannsóknarskýrslurnar og allar heitstrengingarnar, að 800 aflandsfélög tengist Íslendingum sem fyrir bragðið verði að „viðundri á heimsvísu.“ „Í ljós kemur að forsætisráðherra og fjármálaráðherra tengjast félögum í paradísum peninganna og vafasömum fjármálagerningum sem þaðan er stýrt. Minni fréttir voru að Landsbankinn skuli hafa haft leiðandi hlutverk í gjörningum þessa siðlausa fjármálaheims. Það höfðum við vitað lengi enda yfirlýst stefna hans frá því fyrir hrun að þjóna stóreignafólki til að koma eignum sínum í felur.“ Segir Ögmundur tvennt þurfa að gerast: 1) Skipta þarf um ríkisstjórn í landinu þegar í stað. 2) Stokka þarf upp bankakerfið, stofna samfélagsbanka og banna viðskiptabönkum að fást við fjárfestingastarfsemi. „Þetta gæti verið byrjunin. En byrjun verðum við að fá. Svona gengur þetta ekki lengur.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Stefnir í fjölmenn mótmæli á morgun Þúsundir ætla að mæta á Austurvöll klukkan 17 á morgun. 3. apríl 2016 21:47 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, segir tvennt þurfa að gerast í íslensku samfélagi í kjölfar umfjöllunar kvöldsins. Hann vill banna viðskiptabönkum að fást við fjárfestingar. Þetta kemur fram í bloggfærslu Ögmundar í kvöld. „Frægt varð þegar Geir H. Haarde bað almættið að blessa Ísland í þann veginn sem Hrunið var að bresta á. Margt fór vissulega á betri veg en á horfðist þessa haustdaga árið 2008. Íslendingar lögðust á árarnar og saman komumst við á lygnari sjó. Eða það héldum við, ekki vitandi að forsætisráðherrann þáverandi var ekki bænheyrður - alla vega ekki til langs tíma,“ segir Ögmundur. Nú sé komið í ljós, eftir allar rannsóknarskýrslurnar og allar heitstrengingarnar, að 800 aflandsfélög tengist Íslendingum sem fyrir bragðið verði að „viðundri á heimsvísu.“ „Í ljós kemur að forsætisráðherra og fjármálaráðherra tengjast félögum í paradísum peninganna og vafasömum fjármálagerningum sem þaðan er stýrt. Minni fréttir voru að Landsbankinn skuli hafa haft leiðandi hlutverk í gjörningum þessa siðlausa fjármálaheims. Það höfðum við vitað lengi enda yfirlýst stefna hans frá því fyrir hrun að þjóna stóreignafólki til að koma eignum sínum í felur.“ Segir Ögmundur tvennt þurfa að gerast: 1) Skipta þarf um ríkisstjórn í landinu þegar í stað. 2) Stokka þarf upp bankakerfið, stofna samfélagsbanka og banna viðskiptabönkum að fást við fjárfestingastarfsemi. „Þetta gæti verið byrjunin. En byrjun verðum við að fá. Svona gengur þetta ekki lengur.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Stefnir í fjölmenn mótmæli á morgun Þúsundir ætla að mæta á Austurvöll klukkan 17 á morgun. 3. apríl 2016 21:47 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Sjá meira
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22
Stefnir í fjölmenn mótmæli á morgun Þúsundir ætla að mæta á Austurvöll klukkan 17 á morgun. 3. apríl 2016 21:47