Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og Önnu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. apríl 2016 18:31 BBC fjallaði um Panama-gögnin og félag Sigmundar um leið og gögnin voru birt á netinu. Vísir Íslenskir stjórnmálamenn eru í aðalhlutverki í fjölmiðlum um allan heim eftir að Panama-gögnin svokölluðu voru birt á netinu. Þau afhjúpa tengsl fjölmargra stjórnmálamanna við skattaskjól erlendis. Breski ríkismiðillinn BBC segir frá því að kallað sé eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, en hann átti 50 prósenta hlut í félaginu Wintris en seldi hlut sinn konu sinni átta mánuðum eftir að hann settist á þing. BBC fjallar ítarlegar um málið hér.DR1 birti hluta úr viðtali sem tekið var við Sigmund þar sem hann var spurður út í félagið Wintris.Þá fjallaði DR1 um viðtalið við Sigmund Davíð um sexleytið þar sem hann var spurður út í félagið Wintris. Sigmundi bregður auðsjáanlega við spurninguna og hann verður taugatrekktur. Hann gengur að lokum út úr viðtalinu eftir að neita að svara spurningum um félagið og aðkomu sína að því.Sjá: Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í WintrisGuardian fjallar sérstaklega um viðtalið og útgöngu Sigmundar. Þar er birt klippa úr viðtalinu þar sem Sigmundur lætur eins og hann þekki ekkert til Wintris. „Ég veit ekki hvernig þessir hlutir virka,“ segir Sigmundur þegar hann er spurður út í félagið Wintris.Aftenposten birti mynd af Sigmundi Davíð og Önnu Stellu þar sem þau sitja í Toyota bifreið sinni með afdráttarlausri fyrirsögn.Vísir/SkjáskotAftenposten birti meðfylgjandi mynd á vefsíðu sinni rétt í þessu með fyrirsögninni: „Forsætisráðherra Íslands með félag í skattaparadís“.Indian Express fjölmiðill á Indlandi fjallar ítarlega um Sigmund Davíð og fullyrðingar hans um að hart yrði tekið á skattsvikurum í kjölfar hrunsins en á sama tíma hafi hann falið fé sitt í skattaskjóli. Sænski miðillinn YLE segir frá málinu, allt frá viðtalinu við Sigmund að kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur um afsögn ríkisstjórnarinnar. Þá er Sigmundur Davíð efni fréttar á vefnum Sunday Express sem er fréttamiðill í Trinidad í Suður-Ameríku: „Forsætisráðherra Íslands forðast að svara fyrirspurnum en svarið nær til hans að lokum. Hann komst til valda eftir fjárhagslegt hrun þjóðarinnar á meðan hann faldi milljónirnar sínar frá íslenskum bönkum á aflandseyjum.“Sunday Express í Bretlandi smellir í fyrirsögn sem hefst á orðinu: „Busted“ eða „Gripinn“. Þar er sagt frá því að Sigmundur sé á barmi þess að segja af sér og að hann verði krafinn um þingrof og kosningar. Afhjúpunin sem felst í skjölunum er sögð sjokkerandi.Franski miðillinn Le Monde nefnir sérstaklega smæð Íslands í frétt sinni um málið en 600 af 329 þúsund Íslendingum eru nefndir á nafn í Panama-skjölunum. Um hundrað fjölmiðlar fjalla um málið í dag. Þetta er umfangsmesti gagnaleki síðari tíma. Fjölmargir hafa tíst um Panama-gögnin síðan þau voru birt á netinu fyrir stuttu.#panamapapers Tweets Ljóst er að málið kemur til með að hafa víðtæk áhrif á ímynd Íslands í alþjóðasamfélagi en Kristinn Hrafnsson, sem kunnur er lekamálum, setti færslu á Facebook síðu sína í dag þar sem hann gerir ekki lítið úr áhrifunum sem lekinn kemur til með að hafa fyrir Ísland. „Þjóðin á að draga djúpt andann á næstu klukkustundum og dögum, horfa innst í eigin sál og spyrja sig grundvallarspurninga um hvernig samfélag menn vilja hafa á Íslandi. Í leiðinni má svara því hvort menn vilja vera aðhlátursefni á alþjóðavettvangi fyrir að vera vanþróað skrælingjaafbrigði af lýðræðissamfélagi,“ skrifaði Kristinn.Þjóðin á að draga djúpt andann á næstu klukkustundum og dögum, horfa innst í eigin sál og spyrja sig...Posted by Kristinn Hrafnsson on Sunday, April 3, 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn eru í aðalhlutverki í fjölmiðlum um allan heim eftir að Panama-gögnin svokölluðu voru birt á netinu. Þau afhjúpa tengsl fjölmargra stjórnmálamanna við skattaskjól erlendis. Breski ríkismiðillinn BBC segir frá því að kallað sé eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, en hann átti 50 prósenta hlut í félaginu Wintris en seldi hlut sinn konu sinni átta mánuðum eftir að hann settist á þing. BBC fjallar ítarlegar um málið hér.DR1 birti hluta úr viðtali sem tekið var við Sigmund þar sem hann var spurður út í félagið Wintris.Þá fjallaði DR1 um viðtalið við Sigmund Davíð um sexleytið þar sem hann var spurður út í félagið Wintris. Sigmundi bregður auðsjáanlega við spurninguna og hann verður taugatrekktur. Hann gengur að lokum út úr viðtalinu eftir að neita að svara spurningum um félagið og aðkomu sína að því.Sjá: Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í WintrisGuardian fjallar sérstaklega um viðtalið og útgöngu Sigmundar. Þar er birt klippa úr viðtalinu þar sem Sigmundur lætur eins og hann þekki ekkert til Wintris. „Ég veit ekki hvernig þessir hlutir virka,“ segir Sigmundur þegar hann er spurður út í félagið Wintris.Aftenposten birti mynd af Sigmundi Davíð og Önnu Stellu þar sem þau sitja í Toyota bifreið sinni með afdráttarlausri fyrirsögn.Vísir/SkjáskotAftenposten birti meðfylgjandi mynd á vefsíðu sinni rétt í þessu með fyrirsögninni: „Forsætisráðherra Íslands með félag í skattaparadís“.Indian Express fjölmiðill á Indlandi fjallar ítarlega um Sigmund Davíð og fullyrðingar hans um að hart yrði tekið á skattsvikurum í kjölfar hrunsins en á sama tíma hafi hann falið fé sitt í skattaskjóli. Sænski miðillinn YLE segir frá málinu, allt frá viðtalinu við Sigmund að kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur um afsögn ríkisstjórnarinnar. Þá er Sigmundur Davíð efni fréttar á vefnum Sunday Express sem er fréttamiðill í Trinidad í Suður-Ameríku: „Forsætisráðherra Íslands forðast að svara fyrirspurnum en svarið nær til hans að lokum. Hann komst til valda eftir fjárhagslegt hrun þjóðarinnar á meðan hann faldi milljónirnar sínar frá íslenskum bönkum á aflandseyjum.“Sunday Express í Bretlandi smellir í fyrirsögn sem hefst á orðinu: „Busted“ eða „Gripinn“. Þar er sagt frá því að Sigmundur sé á barmi þess að segja af sér og að hann verði krafinn um þingrof og kosningar. Afhjúpunin sem felst í skjölunum er sögð sjokkerandi.Franski miðillinn Le Monde nefnir sérstaklega smæð Íslands í frétt sinni um málið en 600 af 329 þúsund Íslendingum eru nefndir á nafn í Panama-skjölunum. Um hundrað fjölmiðlar fjalla um málið í dag. Þetta er umfangsmesti gagnaleki síðari tíma. Fjölmargir hafa tíst um Panama-gögnin síðan þau voru birt á netinu fyrir stuttu.#panamapapers Tweets Ljóst er að málið kemur til með að hafa víðtæk áhrif á ímynd Íslands í alþjóðasamfélagi en Kristinn Hrafnsson, sem kunnur er lekamálum, setti færslu á Facebook síðu sína í dag þar sem hann gerir ekki lítið úr áhrifunum sem lekinn kemur til með að hafa fyrir Ísland. „Þjóðin á að draga djúpt andann á næstu klukkustundum og dögum, horfa innst í eigin sál og spyrja sig grundvallarspurninga um hvernig samfélag menn vilja hafa á Íslandi. Í leiðinni má svara því hvort menn vilja vera aðhlátursefni á alþjóðavettvangi fyrir að vera vanþróað skrælingjaafbrigði af lýðræðissamfélagi,“ skrifaði Kristinn.Þjóðin á að draga djúpt andann á næstu klukkustundum og dögum, horfa innst í eigin sál og spyrja sig...Posted by Kristinn Hrafnsson on Sunday, April 3, 2016
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Sjá meira
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22
Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30