Innlent

RÚV greiðir Jóhannesi 1,5 milljónir króna vegna þáttarins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jóhannes Kr. Kristjánsson
Jóhannes Kr. Kristjánsson vísir/anton brink
RÚV greiðir Jóhannesi Kr. Kristjánssyni 1,5 milljónir króna fyrir Kastljósþátt sem sýndur verður nú klukkan 18 en í honum er fjallað um aflandsfélög íslenskra stjórnmálamanna í skattaskjólum.

Í samtali við fréttastofu RÚV segir Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri, að Jóhannes hafi fengið greitt sem samsvarar 2-3 mánaðarlaunum fyrir undirbúningsvinnu, myndefni og vinnu Reykjavík Media, fyrirtæki Jóhannesar, við þáttinn. Segir Rakel að greiðslan sé sambærileg við greiðslu á sýningarrétti heimildarmynda.

Þá segir Rakel jafnframt að hvorki fréttamenn RÚV, vaktstjórar á fréttastofu né fréttastjórar hafi haft aðgang að þeim gögnum sem þátturinn í kvöld er byggður á þar sem ICIJ, Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, hafi aðeins heimild til að gera gögnin opinber.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×