Flott opnun í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 2. apríl 2016 14:33 Halldór með flotta bleikju úr Varmá í gær Varmá er ein af vinsælli vorveiðiám landsins og það er sífellt stækkandi hópur manna sem tekur ásfóstri við hana. Það var vaskur hópur manna sem opnaði Varmá í gær og þrátt fyrir oft rysjóttar aðstæður verður ekki annað sagt en að veiðin hafi verið góð. Eins og venjulega eru straumflugur mest notaðar svona í upphafi tímabils þegar fiskurinn er nokkuð sotlinn og tökuglaður og var engin breyting þar á í gær. Hvítar flugur eru oft mjög góðar í vorveiðinni og gaf Hvítur Dýrbítur nokkuð af fiski í gær. Halldór Gunnarsson var við Varmá og landaði hópurinn sem hann fór fyrir 30-40 fiskum og það var víst töluvert sem slapp líka. Eins og er orðið þekkt í Varmá voru bleikjurnar risavaxnar en þær voru allar um 8-10 pund og eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni er þetta engin smá bleikja. Ekki veiddust stórir birtingar þrátt fyrir að einhverjir hafi sést en birtingurinn var yfirleitt um 45-55 sm að lengd. Fiskurinn var mjög vel dreifður um ánna og voru fiskar teknir frá golfvelli og niður að bakka að sögn Halldórs. Mest lesið Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði
Varmá er ein af vinsælli vorveiðiám landsins og það er sífellt stækkandi hópur manna sem tekur ásfóstri við hana. Það var vaskur hópur manna sem opnaði Varmá í gær og þrátt fyrir oft rysjóttar aðstæður verður ekki annað sagt en að veiðin hafi verið góð. Eins og venjulega eru straumflugur mest notaðar svona í upphafi tímabils þegar fiskurinn er nokkuð sotlinn og tökuglaður og var engin breyting þar á í gær. Hvítar flugur eru oft mjög góðar í vorveiðinni og gaf Hvítur Dýrbítur nokkuð af fiski í gær. Halldór Gunnarsson var við Varmá og landaði hópurinn sem hann fór fyrir 30-40 fiskum og það var víst töluvert sem slapp líka. Eins og er orðið þekkt í Varmá voru bleikjurnar risavaxnar en þær voru allar um 8-10 pund og eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni er þetta engin smá bleikja. Ekki veiddust stórir birtingar þrátt fyrir að einhverjir hafi sést en birtingurinn var yfirleitt um 45-55 sm að lengd. Fiskurinn var mjög vel dreifður um ánna og voru fiskar teknir frá golfvelli og niður að bakka að sögn Halldórs.
Mest lesið Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði