Körfubolti

Kínverskur risi á leið í NBA-deildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Qi í leik með kínverska landsliðinu.
Qi í leik með kínverska landsliðinu. vísir/afp
Kínverjar hafa ekki átt leikmann í NBA-nýliðavalinu síðan Yao Ming gaf kost á sér.

Nú hefur hinn 218 sentimetra hái Zhou Qi ákveðið að gefa kost á sér í NBA-nýliðavalinu í júní.

Hann er kallaður Stóri djöflakóngurinn í heimalandinu og hefur leikið með Xinjiang Flying Tigers síðustu tvö ár.

Zhou var með 15,8 stig, 9,8 fráköst og 3,2 varin skot að meðaltali í leik með tígrunum fljúgandi.

Ming lagði skóna á hilluna árið 2011 og síðasti Kínverjinn til að spila í deildinni var Yi Jianlian en hann hætti árið 2012.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×