Handbolti

Þjálfara Arons hrint í bikarúrslitaleiknum | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Xavi Sabate, þjálfari Veszprém, eftir flugferðina frá Pastor.
Xavi Sabate, þjálfari Veszprém, eftir flugferðina frá Pastor.
Það sauð upp úr í lok venjulegs leiktíma í bikarúrslitaleik Veszprém og Pick Szeged um síðustu helgi.

Þjálfarar beggja liða eru spænskir og blóðheitir. Það varð allt vitlaust í lokin er Juan Carlos Pastor, þjálfari Szeged, gerði sér lítið fyrir og hrinti Xavi Sabate, þjálfara Veszprém.

Fyrir tveim árum síðan lenti spænskum þjálfurum líka saman. Þá kýldi Talant Dujshebaev landa sinn Manolo Cadenas í punginn. Það var reyndar alvanalegt á þeim tíma hjá Dujshebaev því hann kýldi Guðmundu Guðmundsson líka í punginn á svipuðum tíma.

Bikarúrslitaleikurinn fór svo á endanum að Sabate stóð upp og stóð uppi sem sigurvegari ásamt Aroni Pálmarssyni og félögum.

Hrindinguna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×