Betra líf Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. apríl 2016 07:00 Maður og vél hafa lengi markað átakalínur í pólitík. Verkalýðsbarátta snýst gjarnan um tilvik þar sem vinnuveitendur hafa sagt upp starfsfólki vegna þess að vélar hafa leyst mannshöndina af hólmi. Gott dæmi frá Bretlandi á níunda áratug síðustu aldar var þegar Rupert Murdoch, eigandi News International nú Sky, sem á þeim tíma rak meðal annars dagblöðin Times og The Sun, flutti prentun blaðanna í skjóli nætur í nýja verksmiðju í Austur-Lundúnum. Þar með fækkaði starfsmönnum sem unnu við prentun blaðanna í einni svipan. Einn maður kom í stað fjögurra. Aðgerðin var umdeild og breskt samfélag stóð í ljósum logum. Það jafnaði sig með tímanum – nú heldur varla nokkur málsmetandi manneskja því fram að í prentiðn skuli horfið til fyrri vinnubragða. Leigubílstjórum dagsins í dag stendur ekki einungis ógn af snjallforritinu Uber, heldur einnig ökumannslausum bifreiðum, sem koma á markað innan tíðar. Óumdeilt er að Uber hafi umbylt bæði upplifun farþega og snarminnkað kostnað við leigubílaferðir. Því er erfitt að sjá rök fyrir því að leigubílarekstur eigi að njóta sérstakrar ríkisverndar eða fá vernd fyrir tækninýjungum. Nýjustu fiskiskip afkasta margfalt miðað við það sem áður var. Þeim má líkja við fljótandi tækniundur. Burðargeta fullkomnustu loðnuskipa er fjórföld á við það sem hún var fyrir aldarfjórðungi. Þegar vel veiðist eru þau jafnfljót að fylla sig. Mun færri eru í áhöfninni. Afköstin á hvern fiskimann hafa í sumum tilfellum tífaldast. Sama þróun á sér stað á botnfiskveiðum. Afköst togaranna eru miklu meiri en áður var og skipverjar færri. Á síðutogara voru 30 kallar um borð en á nýjustu glæsifleyjunum, sem eru margfalt stærri, er gjarnan sex til átta manna áhöfn, karlar og konur. Aflinn er stundum fullunninn úti á sjó. Fyrir vikið fækkar störfum við vinnslu í landi. Fiskveiðar eru orðnar hátæknigrein sem æ færri hendur koma að. Alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefur rannsakað áhrif tækninýjunga á vinnumarkaðinn. Niðurstaðan var afgerandi. Tækninýjungar verða ekki til þess að störfum fækki, heldur skapast ný störf sem vega upp á móti þeim sem úreldast. Stórkostlega hefur dregið úr hefðbundinni erfiðisvinnu, en í staðinn hafa skapast störf við þjónustu, umönnun, menntun og listir. Svokölluðum afþreyingarstörfum fjölgar mest. Þau tengjast gjarnan skemmtistöðum, veitingahúsum eða knæpum. Skýrsluhöfundar, sem hafa verið tilnefndir til fjölda alþjóðlegra verðlauna, skýra þróunina með því að fólk hafi meiri frítíma en áður og meira laust fé til að eyða í þjónustu sem ef til vill telst ekki lífsnauðsynleg. Með öðrum orðum, eftir því sem tækninni fleygir fram hafa lífsgæði batnað stórkostlega. Störfin eru manneskjulegri en áður og fólk finnur sér farveg þótt breytingar til skamms tíma geti verið sárar. Í grófum dráttum fer daglegt líf batnandi, þótt vissulega geti stundum verið erfitt að skynja það í umræðu hversdagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Maður og vél hafa lengi markað átakalínur í pólitík. Verkalýðsbarátta snýst gjarnan um tilvik þar sem vinnuveitendur hafa sagt upp starfsfólki vegna þess að vélar hafa leyst mannshöndina af hólmi. Gott dæmi frá Bretlandi á níunda áratug síðustu aldar var þegar Rupert Murdoch, eigandi News International nú Sky, sem á þeim tíma rak meðal annars dagblöðin Times og The Sun, flutti prentun blaðanna í skjóli nætur í nýja verksmiðju í Austur-Lundúnum. Þar með fækkaði starfsmönnum sem unnu við prentun blaðanna í einni svipan. Einn maður kom í stað fjögurra. Aðgerðin var umdeild og breskt samfélag stóð í ljósum logum. Það jafnaði sig með tímanum – nú heldur varla nokkur málsmetandi manneskja því fram að í prentiðn skuli horfið til fyrri vinnubragða. Leigubílstjórum dagsins í dag stendur ekki einungis ógn af snjallforritinu Uber, heldur einnig ökumannslausum bifreiðum, sem koma á markað innan tíðar. Óumdeilt er að Uber hafi umbylt bæði upplifun farþega og snarminnkað kostnað við leigubílaferðir. Því er erfitt að sjá rök fyrir því að leigubílarekstur eigi að njóta sérstakrar ríkisverndar eða fá vernd fyrir tækninýjungum. Nýjustu fiskiskip afkasta margfalt miðað við það sem áður var. Þeim má líkja við fljótandi tækniundur. Burðargeta fullkomnustu loðnuskipa er fjórföld á við það sem hún var fyrir aldarfjórðungi. Þegar vel veiðist eru þau jafnfljót að fylla sig. Mun færri eru í áhöfninni. Afköstin á hvern fiskimann hafa í sumum tilfellum tífaldast. Sama þróun á sér stað á botnfiskveiðum. Afköst togaranna eru miklu meiri en áður var og skipverjar færri. Á síðutogara voru 30 kallar um borð en á nýjustu glæsifleyjunum, sem eru margfalt stærri, er gjarnan sex til átta manna áhöfn, karlar og konur. Aflinn er stundum fullunninn úti á sjó. Fyrir vikið fækkar störfum við vinnslu í landi. Fiskveiðar eru orðnar hátæknigrein sem æ færri hendur koma að. Alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefur rannsakað áhrif tækninýjunga á vinnumarkaðinn. Niðurstaðan var afgerandi. Tækninýjungar verða ekki til þess að störfum fækki, heldur skapast ný störf sem vega upp á móti þeim sem úreldast. Stórkostlega hefur dregið úr hefðbundinni erfiðisvinnu, en í staðinn hafa skapast störf við þjónustu, umönnun, menntun og listir. Svokölluðum afþreyingarstörfum fjölgar mest. Þau tengjast gjarnan skemmtistöðum, veitingahúsum eða knæpum. Skýrsluhöfundar, sem hafa verið tilnefndir til fjölda alþjóðlegra verðlauna, skýra þróunina með því að fólk hafi meiri frítíma en áður og meira laust fé til að eyða í þjónustu sem ef til vill telst ekki lífsnauðsynleg. Með öðrum orðum, eftir því sem tækninni fleygir fram hafa lífsgæði batnað stórkostlega. Störfin eru manneskjulegri en áður og fólk finnur sér farveg þótt breytingar til skamms tíma geti verið sárar. Í grófum dráttum fer daglegt líf batnandi, þótt vissulega geti stundum verið erfitt að skynja það í umræðu hversdagsins.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun