Fjárframlög vegna skemmda af hálfu náttúrunnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. apríl 2016 14:22 Frá vettvangi Skaftárhlaups síðasta haust. vísir/vilhelm Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita fjórum sveitarfélögum og þremur stofnunum aukin fjárframlög til að mæta ófyrirséðum útgjöldum vegna ágangs náttúrunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisstjórninni. Sveitarfélögin fjögur eru Fjarðarbyggð, Breiðdalshreppur, Borgarfjörður eystri og Djúpavogshreppur. Hæstu upphæðina fær Fjarðarbyggð eða rúmlega 46 milljónir króna. Breiðdalshreppur fær tæpar fjórtán milljónir en síðari tvö sveitarfélögin fá um eina og hálfa milljón hvort. Sveitarfélögin urðu öll fyrir barðinu á óveðri undir lok síðasta árs og eru framlögin til komin vegna þess. „Ljóst er að fjárhagslegt tjón sveitarfélaga var þó nokkurt og erfitt fyrir þau að takast á við það án stuðnings. Hafnarmannvirki, grjótvarnir, veitukerfi, vegir og fleira sem tryggingar ná ekki yfir urðu fyrir skemmdum í sveitarfélögum á Austurlandi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Vegagerðin fékk 181,2 milljónir til að bæta skemmdir sem urðu vegna óveðursins en einnig til að mæta kostnaði sem stofnaðist vegna Skaftárhlaups. Landgræðsla ríkisins fékk fjörutíu milljónir til að hefta sandfok og svifryksmengun vegna hlaupsins. Minjastofnun og Húsafriðunarsjóður fengu svo allt að 35 milljón krónur til að bæta tjón á fornminjum sem sköðuðust í óveðrinu. Í tilkynningunni kemur einnig fram að tjónamat á vátryggðum, tilkynntum og metnum tjónum til Viðlagatryggingar Íslands nema um 70 m.kr. vegna tjónamála hjá einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Örfá tjónamál eru enn í vinnslu, en fjárhæðir þeirra munu að líkindum hafa óveruleg áhrif á heildarkostnað. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Tjónið eftir óveðrið á Austurlandi er gífurlegt. Bryggjur skoluðust burt á Eskifirði og stór verbúð fauk í nærri heilu lagi á Stöðvarfirði. 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita fjórum sveitarfélögum og þremur stofnunum aukin fjárframlög til að mæta ófyrirséðum útgjöldum vegna ágangs náttúrunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisstjórninni. Sveitarfélögin fjögur eru Fjarðarbyggð, Breiðdalshreppur, Borgarfjörður eystri og Djúpavogshreppur. Hæstu upphæðina fær Fjarðarbyggð eða rúmlega 46 milljónir króna. Breiðdalshreppur fær tæpar fjórtán milljónir en síðari tvö sveitarfélögin fá um eina og hálfa milljón hvort. Sveitarfélögin urðu öll fyrir barðinu á óveðri undir lok síðasta árs og eru framlögin til komin vegna þess. „Ljóst er að fjárhagslegt tjón sveitarfélaga var þó nokkurt og erfitt fyrir þau að takast á við það án stuðnings. Hafnarmannvirki, grjótvarnir, veitukerfi, vegir og fleira sem tryggingar ná ekki yfir urðu fyrir skemmdum í sveitarfélögum á Austurlandi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Vegagerðin fékk 181,2 milljónir til að bæta skemmdir sem urðu vegna óveðursins en einnig til að mæta kostnaði sem stofnaðist vegna Skaftárhlaups. Landgræðsla ríkisins fékk fjörutíu milljónir til að hefta sandfok og svifryksmengun vegna hlaupsins. Minjastofnun og Húsafriðunarsjóður fengu svo allt að 35 milljón krónur til að bæta tjón á fornminjum sem sköðuðust í óveðrinu. Í tilkynningunni kemur einnig fram að tjónamat á vátryggðum, tilkynntum og metnum tjónum til Viðlagatryggingar Íslands nema um 70 m.kr. vegna tjónamála hjá einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Örfá tjónamál eru enn í vinnslu, en fjárhæðir þeirra munu að líkindum hafa óveruleg áhrif á heildarkostnað.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Tjónið eftir óveðrið á Austurlandi er gífurlegt. Bryggjur skoluðust burt á Eskifirði og stór verbúð fauk í nærri heilu lagi á Stöðvarfirði. 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07
Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24
Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Tjónið eftir óveðrið á Austurlandi er gífurlegt. Bryggjur skoluðust burt á Eskifirði og stór verbúð fauk í nærri heilu lagi á Stöðvarfirði. 31. desember 2015 07:00