Birgitta birtir upplýsingar úr skattframtali Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2016 13:14 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/valli Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefur birt upplýsingar úr skattframtali sínu. Gerir hún það svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, muni gera slíkt hið sama. Fer Birgitta nú í hóp með Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Birgitta segir Sigmund Davíð hafa haldið fram að ef allir formenn flokkanna myndu birta þessar upplýsingar þá myndi hún gera slíkt hið sama. „Mér er ljúft og skylt að hjálpa honum við að gera það, þó svo að ég sé ekki eiginlegur forystumaður heldur þingflokksformaður, þá hafa margir fjölmiðlamenn hringt í mig og spurt hvort að ég ætli ekki að bregðast við þessari ósk fyrrum forsætisráðherra og núverandi formanns XB. Ég finn ákveðna smjörklípuaðferð við þessa aðferðarfræði hans SDG, en ekki skal ég verða til þess að hann finni glufu út úr áskorun sinni,“ segir Birgitta á Facebook. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Birgitta gefur upp var hún með 9,7 milljónir króna í tekjur árið 2016. Hún segist eiga tvær eignir, kjallaraíbúð að Sigtúni 59, metin á 27,3 milljónir króna, og Mazda3 bifreið, metin á 3,7 milljónir króna. Samtals eru eignirnar metnar á 31 milljón króna. Hún segist skulda 19,5 milljónir króna, þar af 17,2 milljónir hjá Íbúðalánasjóði og 2,2 milljónir í bifreiðarlán. Hún segist hvorki eiga hlutabréf eða verðbréf og tekur fram að formenn Pírata hafi alltaf afþakkað aukaálag á laun sín frá þinginu út af formennsku stjórnmálaflokks.Skattaframtal 2016Tekjur 2016:9.737.693Eignir 2016Sigtún 59, kjallari: 27.300.000Mazda3, bifreið: 3.760.000Samtals eignir:31.060.000Skuldir 2016ÍLS lán: 17.296.452Bifreiðarlán: 2.244.267Samtals skuldir:19.540.719Skattaframtal 2015Tekjur 2015:9.633.345Eignir 2015Sigtún 59, kjallari: 24.700.000Honda Jazz: 478.296Samtals eignir:25.178.296Skuldir: 2015ÍLS lán: 17.930.799 Panama-skjölin Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefur birt upplýsingar úr skattframtali sínu. Gerir hún það svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, muni gera slíkt hið sama. Fer Birgitta nú í hóp með Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Birgitta segir Sigmund Davíð hafa haldið fram að ef allir formenn flokkanna myndu birta þessar upplýsingar þá myndi hún gera slíkt hið sama. „Mér er ljúft og skylt að hjálpa honum við að gera það, þó svo að ég sé ekki eiginlegur forystumaður heldur þingflokksformaður, þá hafa margir fjölmiðlamenn hringt í mig og spurt hvort að ég ætli ekki að bregðast við þessari ósk fyrrum forsætisráðherra og núverandi formanns XB. Ég finn ákveðna smjörklípuaðferð við þessa aðferðarfræði hans SDG, en ekki skal ég verða til þess að hann finni glufu út úr áskorun sinni,“ segir Birgitta á Facebook. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Birgitta gefur upp var hún með 9,7 milljónir króna í tekjur árið 2016. Hún segist eiga tvær eignir, kjallaraíbúð að Sigtúni 59, metin á 27,3 milljónir króna, og Mazda3 bifreið, metin á 3,7 milljónir króna. Samtals eru eignirnar metnar á 31 milljón króna. Hún segist skulda 19,5 milljónir króna, þar af 17,2 milljónir hjá Íbúðalánasjóði og 2,2 milljónir í bifreiðarlán. Hún segist hvorki eiga hlutabréf eða verðbréf og tekur fram að formenn Pírata hafi alltaf afþakkað aukaálag á laun sín frá þinginu út af formennsku stjórnmálaflokks.Skattaframtal 2016Tekjur 2016:9.737.693Eignir 2016Sigtún 59, kjallari: 27.300.000Mazda3, bifreið: 3.760.000Samtals eignir:31.060.000Skuldir 2016ÍLS lán: 17.296.452Bifreiðarlán: 2.244.267Samtals skuldir:19.540.719Skattaframtal 2015Tekjur 2015:9.633.345Eignir 2015Sigtún 59, kjallari: 24.700.000Honda Jazz: 478.296Samtals eignir:25.178.296Skuldir: 2015ÍLS lán: 17.930.799
Panama-skjölin Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira