Íslenski boltinn

1. deild karla ber nafn Inkasso

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Hauka og Þórs í 1. deild karla síðastliðið sumar.
Úr leik Hauka og Þórs í 1. deild karla síðastliðið sumar. Vísir/Anton
Í dag var var undirritaður samstarfssamningur 365 og Inkasso um útsendingar frá leikjum 1. deildar karla.

Samningurinn er til næstu þriggja ára og mun nafn 1. deildar karla bera nafn Inkasso.

Jafnframt verður sýnt frá leik í Inkasso-deildinni á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í hverri umferð í allt sumar.

Þá munu liðin í Inkasso-deildinni spila um verðlaunafé auk þess sem að tvö efstu liðin fá að venju þátttökurétt í úrvalsdeildinni, Pepsi-deild karla.

Keppni í Inkasso-deildinni hefst með tveimur leikjum föstudaginn 6. maí en umferðinni lýkur svo með fjórum leikjum degi síðar.

Fyrsti leikurinn sem verður í beinni útsendingu verður leikur HK og Keflavíkur þann 6. maí.

Það lið sem vinnur deildina mun fá eina milljón króna í verðlaunaféð. Liðið í öðru sæti fær 700 þúsund og liðið í neðsta sæti 200 þúsund.

Verðlaunaféð er alls 4,5 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×