Handbolti

Gunnar Steinn aftur til Svíþjóðar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar Steinn í leik með Gummersbach.
Gunnar Steinn í leik með Gummersbach. vísir/getty
Sænska félagið IFK Kristianstad tilkynnti í dag að það væri búið að semja við íslenska landsliðsmanninn Gunnar Stein Jónsson.

Gunnar Steinn er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við sænska félagið en hann kemur til félagsins frá þýska félaginu Gummersbach.

Þar áður var Gunnar Steinn hjá Nantes í Frakklandi. Hann kannast þó vel við sænska boltann eftir að hafa leikið með Drott í þrjú ár áður en hann fór til Frakklands.

Hann hittir fyrir hjá félaginu annan landsliðsmann, Ólaf Andrés Guðmundsson.

„Mér fannst Kristianstad vera mest spennandi liðið á Norðurlöndunum. Ég er að velja góða þjálfara og aðstæður frekar en peninga. Okkur fjölskyldunni leið vel í Svíþjóð á sínum tíma og það er ein ástæðan fyrir því að við ákveðum að koma,“ sagði Gunnar Steinn við heimasíðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×