Ég skil ekki peninga Hugleikur Dagsson skrifar 14. apríl 2016 00:00 Einu sinni var ég að horfa á 70 mínútur með vinkonum mínum. Já, þetta var sumsé fyrir það löngu síðan. Þegar 70 mínútur var til. Fyrir hrun. Vinkonur mínar voru frekar spenntar fyrir þættinum því Sveppi og Auddi voru að taka viðtal við Jón Ásgeir. Þeim fannst hann sexý. „Hann?“ sagði ég þegar hann birtist á skjánum. Þær höfðu nú vanalega betri smekk. Johnny Depp og Nathan Fillion og svona. Þessi gaur var bara einhver svipbrigðalaus tappi með úrelta hárgreiðslu sem samkvæmt þessu viðtali fannst Friends það fyndnasta í sjónvarpinu. Ég er enginn Friends-hater, en ég meina kommon. Þá kom í ljós að hann var bara svona sexý því hann átti pening. Ég skil það ekki. Það er nákvæmlega ekkert merkilegt við það að eiga pening. Ef eitthvað finnst mér það ómerkilegt. Ríkt fólk er vanalega mjög leiðinlegt. Ég er ekki að tala um skemmtilega ríka fólkið sem ég þekki og er að lesa þetta núna. Heldur hin sem eru ekki að lesa þetta. Það sem ég er að reyna að segja er að ég skil ekki af hverju það er svona svakalega mikilvægt að vera moldríkur. Hver nennir að eiga skrilljón í banka? Og af hverju í ósköpunum tímir svoleiðis fólk ekki að borga skatt? Jafnvel þótt að það væri 50% skattur myndirðu samt eiga hálfa skrilljón. Sem er miklu meira en þú þarft til að lifa eins og kóngur alla ævi. Af hverju að sitja á þessu eins og einhver aðalönd?… Nei. Of vinaleg myndlíking. Af hverju að sitja á þessu eins og einhver slímugur ormur? Af hverju ekki að eyða þessu í eitthvað skemmtilegt eins og Doctor Who Lego eða Star Trek á Bluray? Eða, ef þú ert betri manneskja en ég, af hverju ekki að nota þessa peninga til að hjálpa fólki? Að eiga pening bara til að eiga þá er eins og að vera með ofurkrafta og nota þá bara til að rúnka sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugleikur Dagsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Einu sinni var ég að horfa á 70 mínútur með vinkonum mínum. Já, þetta var sumsé fyrir það löngu síðan. Þegar 70 mínútur var til. Fyrir hrun. Vinkonur mínar voru frekar spenntar fyrir þættinum því Sveppi og Auddi voru að taka viðtal við Jón Ásgeir. Þeim fannst hann sexý. „Hann?“ sagði ég þegar hann birtist á skjánum. Þær höfðu nú vanalega betri smekk. Johnny Depp og Nathan Fillion og svona. Þessi gaur var bara einhver svipbrigðalaus tappi með úrelta hárgreiðslu sem samkvæmt þessu viðtali fannst Friends það fyndnasta í sjónvarpinu. Ég er enginn Friends-hater, en ég meina kommon. Þá kom í ljós að hann var bara svona sexý því hann átti pening. Ég skil það ekki. Það er nákvæmlega ekkert merkilegt við það að eiga pening. Ef eitthvað finnst mér það ómerkilegt. Ríkt fólk er vanalega mjög leiðinlegt. Ég er ekki að tala um skemmtilega ríka fólkið sem ég þekki og er að lesa þetta núna. Heldur hin sem eru ekki að lesa þetta. Það sem ég er að reyna að segja er að ég skil ekki af hverju það er svona svakalega mikilvægt að vera moldríkur. Hver nennir að eiga skrilljón í banka? Og af hverju í ósköpunum tímir svoleiðis fólk ekki að borga skatt? Jafnvel þótt að það væri 50% skattur myndirðu samt eiga hálfa skrilljón. Sem er miklu meira en þú þarft til að lifa eins og kóngur alla ævi. Af hverju að sitja á þessu eins og einhver aðalönd?… Nei. Of vinaleg myndlíking. Af hverju að sitja á þessu eins og einhver slímugur ormur? Af hverju ekki að eyða þessu í eitthvað skemmtilegt eins og Doctor Who Lego eða Star Trek á Bluray? Eða, ef þú ert betri manneskja en ég, af hverju ekki að nota þessa peninga til að hjálpa fólki? Að eiga pening bara til að eiga þá er eins og að vera með ofurkrafta og nota þá bara til að rúnka sér.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun