Fjórir nýir bílar sýndir hjá BL á laugardag Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2016 11:22 BMW X5 xDrive40e tengitvinnbíllinn er fyrsti jeppinn frá BMW sem búinn er bensínvél og rafmótor. Bílasýning verður haldin hjá BL við Sævarhöfða næstkomandi laugardag milli 12 og 16. Þá verða fjórir nýir bílar kynntir, Nissan Leaf með nýrri 250 km rafhlöðu, nýr og breyttur Nissan Navara pallbíll, gjörbreyttur Renault Megane og loks BMW X5 xDrive40e tengitvinnbíll, sem er fyrsti fjöldaframleiddi sportjeppinn frá BMW sem búinn er bensínvél og rafmótor sem stinga má í samband við 16 ampera heimilisinnstungu. Tengitvinnbíllinn BMW X5 xDrive40e sameinar nýjustu rafbílatækni við það besta sem völ er á í hefðbundinni vélartækni. Orkan fyrir rafmótorinn, sem er innbyggður í 8 þrepa sjálfskiptinguna, kemur frá háspenntri lithium-ion rafhlöðu sem staðsett er undir farangursrýminu. Rafhlöðuna er hægt að hlaða í öllum venjulegum heimilisinnstungum sem eru 230V/16A og tekur aðeins 3,8 klst. að ná fullrei hleðslu. Rafmótorinn er 83 kW og 113 hestöfl og bensínvélin tveggja lítra, 180 kW og 245 hestöfl. Saman skipa vélarnar nýjum BMW X5 xDrive40e í hóp sparneytnustu jeppa í sínum stærðarflokki enda er eldsneytisnotkunin einungis 3,3 l/100 km í blönduðum akstri miðað við uppgefnar tölur framleiðanda. Samanlagt afl vélanna er 230 kW og 313 hestöfl. Þess má geta að bensínvélin hefur þrisvar sinnum hlotið titilinn „Vél ársins“. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent
Bílasýning verður haldin hjá BL við Sævarhöfða næstkomandi laugardag milli 12 og 16. Þá verða fjórir nýir bílar kynntir, Nissan Leaf með nýrri 250 km rafhlöðu, nýr og breyttur Nissan Navara pallbíll, gjörbreyttur Renault Megane og loks BMW X5 xDrive40e tengitvinnbíll, sem er fyrsti fjöldaframleiddi sportjeppinn frá BMW sem búinn er bensínvél og rafmótor sem stinga má í samband við 16 ampera heimilisinnstungu. Tengitvinnbíllinn BMW X5 xDrive40e sameinar nýjustu rafbílatækni við það besta sem völ er á í hefðbundinni vélartækni. Orkan fyrir rafmótorinn, sem er innbyggður í 8 þrepa sjálfskiptinguna, kemur frá háspenntri lithium-ion rafhlöðu sem staðsett er undir farangursrýminu. Rafhlöðuna er hægt að hlaða í öllum venjulegum heimilisinnstungum sem eru 230V/16A og tekur aðeins 3,8 klst. að ná fullrei hleðslu. Rafmótorinn er 83 kW og 113 hestöfl og bensínvélin tveggja lítra, 180 kW og 245 hestöfl. Saman skipa vélarnar nýjum BMW X5 xDrive40e í hóp sparneytnustu jeppa í sínum stærðarflokki enda er eldsneytisnotkunin einungis 3,3 l/100 km í blönduðum akstri miðað við uppgefnar tölur framleiðanda. Samanlagt afl vélanna er 230 kW og 313 hestöfl. Þess má geta að bensínvélin hefur þrisvar sinnum hlotið titilinn „Vél ársins“.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent