Lögreglan misreiknaði fjölda mótmælenda Birgir Örn Steinarsson skrifar 11. apríl 2016 13:26 Lögreglan og skipuleggjendur styðjast við ólíkar aðferðir við fjöldamat á mótmælum. Vísir Margir hafa tekið eftir því síðustu daga hversu miklu skeikar á tölum lögreglunnar og skipuleggjanda um fjölda þess fólks sem hefur mætt á Austurvöll að mótmæla. Munurinn hefur verið svo mikill að margir hafa kastað fram þeim kenningum að lögreglan hljóti viljandi að vera gefa rangar tölur. Sú fullyrðing stenst enga skoðun en þó má velta því fyrir sér hvor þær aðferðir sem lögreglan hefur nýtt til þessa geti gefið réttar tölur. Vandamálið virðist liggja í því hvaða fermetrafjöldi er notaður við útreikninga en svo virðist sem lögreglan styðjist við of lága tölu. Að sama skapi eru talningaaðferðir skipuleggjenda þess eðlis að sami einstaklingur gæti hæglega verið talinn oftar en einu sinni, fari hann t.d. út af Austurvelli og komi inn aftur. Líklegt er því að þar sé um ofmat að ræða. Sem dæmi um misræmi má nefna að fyrstu tölur lögreglunnar á mótmælunum á mánudaginn fyrir viku voru um 9 þúsund manns á meðan Jæja-hópurinn, sem skipulagði mótmælin, taldi um 22 þúsund manns. Síðastliðinn laugardag gaf lögreglan fjölmiðlum það mat að um 6000 manns væru á mótmælunum á meðan talningar skipuleggjenda náðu rúmlega 14 þúsund. „Við lítum á myndavélarnar okkar þegar um það bil 30 mínútur eru liðnar af mótmælunum og þá erum við að skoða þéttnina,“ útskýrir Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri í Hverfisgötu. „Sumstaðar er þétt og annars staðar ekki og við reynum að skipta þessu svolítið niður og áætla fjöldann þannig.“ Samkvæmt Borgarvefsjá er Austurvöllur um 4800 fermetrar. Lögreglan hefur miðað við að hann sé 3500 fermetrar.Vísir/BorgarvefsjáHvað er Austurvöllur eiginlega stór? Samkvæmt þeim upplýsingum sem lögreglan hefur nýtt sér til þess að mæla mannfjöldann á Austurvelli er svæðið um 3500 fermetrar. Til þess að meta fjöldann er stuðst við útreikninga með aðferð Herbert Jacobs þar sem mat á þéttleika gefur vissa einingu sem svo er margfölduð með fermetrafjölda svæðis. Sé Austurvöllur skoðaður á vef Borgarvefsjá og flatarmál hans reiknað út (þar sem Thorvaldsensstræti, Vallarstræti, Pósthússtræti og Kirkjustræti er sleppt) kemur fram að flatarmálið er um 4860 fermetrar. Þar eru blómabeðin við Vallarstræti ekki talin með en ekki er tekið mið af trjám, styttunni af Jóni Sigurðssyni eða bekkjum þar í kring sem ættu að lækka fermetrafjöldann eitthvað. Það er þó varla hægt að færa rök fyrir því að það séu 1360 fermetrar. Það er því allt útlit fyrir að lögreglan hafi verið að styðjast við of lágan fermetrafjölda þegar komið hefur að þessum útreikningum. „Við viljum helst ekki telja sjálfir. Við eigum engra hagsmuna að gæta. Við gerum það vegna þrýstings frá fjölmiðlum sem vilja fá fjöldamat. Ég held samt að við séum nærri því en oft áður. En þetta er allt áætlun og okkur getur skjátlast.“ Þegar Arnar var spurður um hugsanlegt vanmat á stærð Austurvallar sagði hann að stuðst væri við vef Borgarvefsjá. „Mér skilst að ef þú tekur hann horn í horn sé hann um 7200 fermetrar. Ef þú tekur hann með gangstéttum og öllu þá er hann 4200 fermetrar. Þeir draga svo frá 700-800 fermetra þegar kemur að því að reikna út nýtarlegt svæði. Þannig höfum við reiknað þetta út." Arnar viðurkennir að lögreglan hafi líklegast vanmetið stöðuna. Sérstaklega þegar kom að matinu á mánudaginn fyrir viku og núna á laugardag. Hann bendir á að mótmælendur vilji skiljanlega fá sem hæsta tölu á meðan þeir sem mótmælin beinast að vilji hafa þær sem lægstar. „Báðir hafa verið að kvarta í okkur, þannig að við hljótum þá að vera nærri lagi,“ segir Arnar Rúnar í gamni en bendir einnig á að mælingar mótmælenda og lögreglunnar séu það ólíkar að rökræða megi hvort það sé yfir höfuð verið að mæla sama hlutinn. Mat lögreglunnar sé bundið við vissan tímapunkt og taki t.d. ekki mið af því hversu margir fari eða mæti á svæðið eftir það.Svona virkar Herbert Jacobs aðferðin sem gefur fljótt mat á fjölda stórra hópa.Vísir/GarðarÓlíkar mælingar Daði Ingólfsson meðlimur Jæja hópsins hefur staðið fyrir talningu fólks inn á Austurvöll undanfarna mótmælafundi. „Það er alveg satt. Við erum að mæla hvor sinn hlutinn,“ segir hann. „Við stöndum með teljara á hverju horni. Við teljum hvern einasta mann sem kemur inn á torgið á ákveðnum tíma. Á mánudaginn þegar stærstu mótmælin voru töldum við í einn klukkutíma. Þá byrjuðum við að telja korteri áður en mótmælin áttu að hefjast. Það er því alveg möguleiki að sami einstaklingurinn sé talinn tvisvar.“ Taka skal fram að á milli lögreglunnar og skipuleggjanda hafa verið góð samskipti og hvorugur hefur sakað hinn um græsku hvað mat eða talningar varðar. Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmælendur mættir á Austurvöll Mótmælin fara friðsamlega fram. 7. apríl 2016 17:29 Jæja-hópurinn fundaði með forseta Íslands "Hópurinn reyndi að túlka vilja mótmælenda eftir bestu getu og miðla honum til forseta eins milliliðalaust og hægt er,“ segir í færslu á Facebook-síðu hópsins. 7. apríl 2016 15:17 Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Margir hafa tekið eftir því síðustu daga hversu miklu skeikar á tölum lögreglunnar og skipuleggjanda um fjölda þess fólks sem hefur mætt á Austurvöll að mótmæla. Munurinn hefur verið svo mikill að margir hafa kastað fram þeim kenningum að lögreglan hljóti viljandi að vera gefa rangar tölur. Sú fullyrðing stenst enga skoðun en þó má velta því fyrir sér hvor þær aðferðir sem lögreglan hefur nýtt til þessa geti gefið réttar tölur. Vandamálið virðist liggja í því hvaða fermetrafjöldi er notaður við útreikninga en svo virðist sem lögreglan styðjist við of lága tölu. Að sama skapi eru talningaaðferðir skipuleggjenda þess eðlis að sami einstaklingur gæti hæglega verið talinn oftar en einu sinni, fari hann t.d. út af Austurvelli og komi inn aftur. Líklegt er því að þar sé um ofmat að ræða. Sem dæmi um misræmi má nefna að fyrstu tölur lögreglunnar á mótmælunum á mánudaginn fyrir viku voru um 9 þúsund manns á meðan Jæja-hópurinn, sem skipulagði mótmælin, taldi um 22 þúsund manns. Síðastliðinn laugardag gaf lögreglan fjölmiðlum það mat að um 6000 manns væru á mótmælunum á meðan talningar skipuleggjenda náðu rúmlega 14 þúsund. „Við lítum á myndavélarnar okkar þegar um það bil 30 mínútur eru liðnar af mótmælunum og þá erum við að skoða þéttnina,“ útskýrir Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri í Hverfisgötu. „Sumstaðar er þétt og annars staðar ekki og við reynum að skipta þessu svolítið niður og áætla fjöldann þannig.“ Samkvæmt Borgarvefsjá er Austurvöllur um 4800 fermetrar. Lögreglan hefur miðað við að hann sé 3500 fermetrar.Vísir/BorgarvefsjáHvað er Austurvöllur eiginlega stór? Samkvæmt þeim upplýsingum sem lögreglan hefur nýtt sér til þess að mæla mannfjöldann á Austurvelli er svæðið um 3500 fermetrar. Til þess að meta fjöldann er stuðst við útreikninga með aðferð Herbert Jacobs þar sem mat á þéttleika gefur vissa einingu sem svo er margfölduð með fermetrafjölda svæðis. Sé Austurvöllur skoðaður á vef Borgarvefsjá og flatarmál hans reiknað út (þar sem Thorvaldsensstræti, Vallarstræti, Pósthússtræti og Kirkjustræti er sleppt) kemur fram að flatarmálið er um 4860 fermetrar. Þar eru blómabeðin við Vallarstræti ekki talin með en ekki er tekið mið af trjám, styttunni af Jóni Sigurðssyni eða bekkjum þar í kring sem ættu að lækka fermetrafjöldann eitthvað. Það er þó varla hægt að færa rök fyrir því að það séu 1360 fermetrar. Það er því allt útlit fyrir að lögreglan hafi verið að styðjast við of lágan fermetrafjölda þegar komið hefur að þessum útreikningum. „Við viljum helst ekki telja sjálfir. Við eigum engra hagsmuna að gæta. Við gerum það vegna þrýstings frá fjölmiðlum sem vilja fá fjöldamat. Ég held samt að við séum nærri því en oft áður. En þetta er allt áætlun og okkur getur skjátlast.“ Þegar Arnar var spurður um hugsanlegt vanmat á stærð Austurvallar sagði hann að stuðst væri við vef Borgarvefsjá. „Mér skilst að ef þú tekur hann horn í horn sé hann um 7200 fermetrar. Ef þú tekur hann með gangstéttum og öllu þá er hann 4200 fermetrar. Þeir draga svo frá 700-800 fermetra þegar kemur að því að reikna út nýtarlegt svæði. Þannig höfum við reiknað þetta út." Arnar viðurkennir að lögreglan hafi líklegast vanmetið stöðuna. Sérstaklega þegar kom að matinu á mánudaginn fyrir viku og núna á laugardag. Hann bendir á að mótmælendur vilji skiljanlega fá sem hæsta tölu á meðan þeir sem mótmælin beinast að vilji hafa þær sem lægstar. „Báðir hafa verið að kvarta í okkur, þannig að við hljótum þá að vera nærri lagi,“ segir Arnar Rúnar í gamni en bendir einnig á að mælingar mótmælenda og lögreglunnar séu það ólíkar að rökræða megi hvort það sé yfir höfuð verið að mæla sama hlutinn. Mat lögreglunnar sé bundið við vissan tímapunkt og taki t.d. ekki mið af því hversu margir fari eða mæti á svæðið eftir það.Svona virkar Herbert Jacobs aðferðin sem gefur fljótt mat á fjölda stórra hópa.Vísir/GarðarÓlíkar mælingar Daði Ingólfsson meðlimur Jæja hópsins hefur staðið fyrir talningu fólks inn á Austurvöll undanfarna mótmælafundi. „Það er alveg satt. Við erum að mæla hvor sinn hlutinn,“ segir hann. „Við stöndum með teljara á hverju horni. Við teljum hvern einasta mann sem kemur inn á torgið á ákveðnum tíma. Á mánudaginn þegar stærstu mótmælin voru töldum við í einn klukkutíma. Þá byrjuðum við að telja korteri áður en mótmælin áttu að hefjast. Það er því alveg möguleiki að sami einstaklingurinn sé talinn tvisvar.“ Taka skal fram að á milli lögreglunnar og skipuleggjanda hafa verið góð samskipti og hvorugur hefur sakað hinn um græsku hvað mat eða talningar varðar.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmælendur mættir á Austurvöll Mótmælin fara friðsamlega fram. 7. apríl 2016 17:29 Jæja-hópurinn fundaði með forseta Íslands "Hópurinn reyndi að túlka vilja mótmælenda eftir bestu getu og miðla honum til forseta eins milliliðalaust og hægt er,“ segir í færslu á Facebook-síðu hópsins. 7. apríl 2016 15:17 Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Jæja-hópurinn fundaði með forseta Íslands "Hópurinn reyndi að túlka vilja mótmælenda eftir bestu getu og miðla honum til forseta eins milliliðalaust og hægt er,“ segir í færslu á Facebook-síðu hópsins. 7. apríl 2016 15:17
Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent