Segir mál Davids Cameron líkjast meira máli Bjarna Benediktssonar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. apríl 2016 16:34 Prófessor í stjórnmálafræði telur ólíklegt að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segi af sér vegna upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum um tengsl fjölskyldu hans við aflandsfélög í skattaskjólum. Mál hans líkist máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra meira en máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Cameron hefur verið undir miklum þrýstingi síðan Panama-skjölin voru birt síðastliðinn sunnudag. Þúsundir mótmæltu á götum úti í London í gær og kröfðust þess að hann segði af sér. Auk þess sem fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um tengsl fjölskyldu hans við aflandsfélög.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumEiríkur Bergmann. Vísir/Hörður SveinssonEiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíklegt að breski ráðherrann muni segja af sér. „Ekkert af því sem enn hefur gerst bendir til þess að hann muni segja af sér. Hann er náttúrlega líka í þeirri stöðu að hann hefur lýst því yfir að hann æski ekki endurkjörs. Þannig að hann er ekki í neinni þannig stöðu. Það er heldur ekki þannig að hans eigin flokksfélagar séu að kalla eftir því né stjórnarandstaðan ekkert sérstaklega ákaft heldur. Þetta er miklu frekar það að hann stendur veikari eftir sem forsætisráðherra Bretlands heldur hann hefur gert hingað til. En á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að hann ætli að víkja eða að hann verði neyddur til þess,“ segir Eiríkur. Hann segir mál Camerons töluvert ólíkt máli Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. „Þau eru auðvitað töluvert mikið frábrugðin. Breski forsætisráðherrann er ekki sakaður um að það hafi verið óeðlileg hagsmunatengsl eða neitt því um líkt. Umfangið er líka töluvert mikið minna. Sumpart er þetta kannski miklu svipaðra stöðu fjármálaráðherrans hér hjá okkur. Það er nær hans stöðu heldur en forsætisráðherrans okkar. Þannig að það er auðvitað eðlis ólíkt.“ Cameron hefur nú birt skattframtöl sín til að sýna fram á að hann hafi ekkert að fela og að hann hafi ekki skotið undan skatti. Spurður hvort Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eigi að grípa til svipaðra aðgerða til að endurheimta traust almennings segist Eiríkur ekki ætla að veita honum nein sérstök ráð. „Hann verður að finna út úr því sjálfur. Og auðvitað er það spursmál hversu langt eigi að ganga í upplýsingagjöf um einkamálefni fólks. Það er greinilega komin upp krafa um að stjórnmálamenn opinberi upplýsingar í ríkari mæli heldur en ætlast er til af almenningi og það krefst alveg sérstakrar umræðu hversu langt við eigum að ganga í þeim efnum.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði telur ólíklegt að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segi af sér vegna upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum um tengsl fjölskyldu hans við aflandsfélög í skattaskjólum. Mál hans líkist máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra meira en máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Cameron hefur verið undir miklum þrýstingi síðan Panama-skjölin voru birt síðastliðinn sunnudag. Þúsundir mótmæltu á götum úti í London í gær og kröfðust þess að hann segði af sér. Auk þess sem fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um tengsl fjölskyldu hans við aflandsfélög.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumEiríkur Bergmann. Vísir/Hörður SveinssonEiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíklegt að breski ráðherrann muni segja af sér. „Ekkert af því sem enn hefur gerst bendir til þess að hann muni segja af sér. Hann er náttúrlega líka í þeirri stöðu að hann hefur lýst því yfir að hann æski ekki endurkjörs. Þannig að hann er ekki í neinni þannig stöðu. Það er heldur ekki þannig að hans eigin flokksfélagar séu að kalla eftir því né stjórnarandstaðan ekkert sérstaklega ákaft heldur. Þetta er miklu frekar það að hann stendur veikari eftir sem forsætisráðherra Bretlands heldur hann hefur gert hingað til. En á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að hann ætli að víkja eða að hann verði neyddur til þess,“ segir Eiríkur. Hann segir mál Camerons töluvert ólíkt máli Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. „Þau eru auðvitað töluvert mikið frábrugðin. Breski forsætisráðherrann er ekki sakaður um að það hafi verið óeðlileg hagsmunatengsl eða neitt því um líkt. Umfangið er líka töluvert mikið minna. Sumpart er þetta kannski miklu svipaðra stöðu fjármálaráðherrans hér hjá okkur. Það er nær hans stöðu heldur en forsætisráðherrans okkar. Þannig að það er auðvitað eðlis ólíkt.“ Cameron hefur nú birt skattframtöl sín til að sýna fram á að hann hafi ekkert að fela og að hann hafi ekki skotið undan skatti. Spurður hvort Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eigi að grípa til svipaðra aðgerða til að endurheimta traust almennings segist Eiríkur ekki ætla að veita honum nein sérstök ráð. „Hann verður að finna út úr því sjálfur. Og auðvitað er það spursmál hversu langt eigi að ganga í upplýsingagjöf um einkamálefni fólks. Það er greinilega komin upp krafa um að stjórnmálamenn opinberi upplýsingar í ríkari mæli heldur en ætlast er til af almenningi og það krefst alveg sérstakrar umræðu hversu langt við eigum að ganga í þeim efnum.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24
Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15
Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03