Ford innkallar Mustang, F-150, Expedition og Navigator af árgerðum 2011 og 2012 Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2016 09:52 Ford F-150 er einn þeirra bíla sem gallinn er í. Ford hefur tilkynnt um innköllun á bílgerðunum Mustang, F-150, Expedition og Lincoln Navigator vegna galla í 6R80 skiptingum í bílunum sem eiga til að skipta af ósekju í fyrsta gír. Fyrir vikið hægja bílarnir mikið á sér og getur það valdið mikilli hættu á mikilli ferð. Dekk bílsins geta læst með þessu og bílarnir skrikað til með tilheyrandi hættu. Ekki kemur fram heildartala innkallaðra bíla en 84.000 þeirra eru í Bandaríkjunum og 17.900 í Kanada. Þessi galli hefur ekki ennþá valdið dauðsföllum eða meiðslum á fólki en Ford veit um 3 slys völdum þessa með skaða á bílum en ekki fólki. Ford mun laga þessa bíla með breyttum hugbúnaði sem stjórnar skiptingum bílanna. Ford ætlar að tilkynna eigendum þeirra hvenær bílarnir eiga að koma til viðgerð með bréfi þann 23. maí. Ekki er ljóst hvort einhverjir þessara bíla eru á íslenskum vegum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Ford hefur tilkynnt um innköllun á bílgerðunum Mustang, F-150, Expedition og Lincoln Navigator vegna galla í 6R80 skiptingum í bílunum sem eiga til að skipta af ósekju í fyrsta gír. Fyrir vikið hægja bílarnir mikið á sér og getur það valdið mikilli hættu á mikilli ferð. Dekk bílsins geta læst með þessu og bílarnir skrikað til með tilheyrandi hættu. Ekki kemur fram heildartala innkallaðra bíla en 84.000 þeirra eru í Bandaríkjunum og 17.900 í Kanada. Þessi galli hefur ekki ennþá valdið dauðsföllum eða meiðslum á fólki en Ford veit um 3 slys völdum þessa með skaða á bílum en ekki fólki. Ford mun laga þessa bíla með breyttum hugbúnaði sem stjórnar skiptingum bílanna. Ford ætlar að tilkynna eigendum þeirra hvenær bílarnir eiga að koma til viðgerð með bréfi þann 23. maí. Ekki er ljóst hvort einhverjir þessara bíla eru á íslenskum vegum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent