Mitsubishi viðurkennir að hafa falsað eyðslutölur síðan 1991 Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2016 09:39 Mitsubishi Lancer Evolution. worldcarfans Þær halda áfram játningar bílaframleiðenda um falsaðar eyðslutölur og lítið lát virðist vera á slíkum fréttum þessa dagana. Í síðustu viku viðurkenndi Mitsubishi bílaframleiðandinn að hafa falsað eyðslutölur fjögurra bíltegunda fyrir Japansmarkað, en tveir af þessum bílum voru einnig seldir undir merkjum Nissan. Í fyrradag viðurkenndi svo Mitsubishi að hafa síðan 1991 notast við eigið eyðslumælingarpróf sem að skilaði hagstæðari tölum en það sem var viðurkennt af japanska ríkinu. Mitsubishi hefur einnig viðurkennt að innanhúspróf frá 2001 hafi leitt í ljós 2,3% mun á prófunum þeirra og japanska ríkisins og að þrátt fyrir að í handbók fyrirtækisins frá 2007 segi að notast eigi við viðurkennda prófið, hafi það ekki verið gert. Mitsubishi hefur sett á fót sérstaka nefnd til að skoða betur málið, og þá einnig bíla fyrir markaði utan Japan með sérstaka áherslu á Bandaríkjamarkað. Það er bílavefurinn billinn.is sem greinir frá þessu. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Þær halda áfram játningar bílaframleiðenda um falsaðar eyðslutölur og lítið lát virðist vera á slíkum fréttum þessa dagana. Í síðustu viku viðurkenndi Mitsubishi bílaframleiðandinn að hafa falsað eyðslutölur fjögurra bíltegunda fyrir Japansmarkað, en tveir af þessum bílum voru einnig seldir undir merkjum Nissan. Í fyrradag viðurkenndi svo Mitsubishi að hafa síðan 1991 notast við eigið eyðslumælingarpróf sem að skilaði hagstæðari tölum en það sem var viðurkennt af japanska ríkinu. Mitsubishi hefur einnig viðurkennt að innanhúspróf frá 2001 hafi leitt í ljós 2,3% mun á prófunum þeirra og japanska ríkisins og að þrátt fyrir að í handbók fyrirtækisins frá 2007 segi að notast eigi við viðurkennda prófið, hafi það ekki verið gert. Mitsubishi hefur sett á fót sérstaka nefnd til að skoða betur málið, og þá einnig bíla fyrir markaði utan Japan með sérstaka áherslu á Bandaríkjamarkað. Það er bílavefurinn billinn.is sem greinir frá þessu.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent