Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Birgir Olgeirsson skrifar 25. apríl 2016 20:03 Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. Vísir/EPA Spjótin standa á Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, eftir að það var uppljóstrað í dag að fjölskylda eiginkonu hans, Dorrit Moussaieff, átti aflandsfélagið Lasca Finance Limited sem er að finna í Panama-skjölunum.Kjarninn og Reykjavík Grapevine sögðu fyrst frá málinu. Síðar í dag boðaði Reykjavík Media frekari umfjöllun um tengsl forsetahjónanna við Panama-skjölin.Andrés Jónsson.VísirAlmannatengillinn Andrés Jónsson, sem er sérfræðingur í krísustjórnun, segir augljóst að það sé afar óþægilegt fyrir einhvern sem sækist eftir frekari trúnaðarstörfum fyrir almenning að vera tengdur Panama-skjölunum. „Það sýnir sig hér á Íslandi og víða annars staðar,“ segir Andrés um þá þá stjórnmálamenn sem hafa sagt af sér eftir að nöfn þeirra komu upp í lekanum á Panama-gögnunum. Ólafur Ragnar tilkynnti í síðustu viku að hann ætlar að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Andrés segir Ólaf Ragnar mögulega þurfa að stíga það skref að opna bókhaldið líkt og nokkrir stjórnmálamenn hafa nú þegar gert. „Það sem hann ætti mögulega að skoða væri að upplýsa um öll fjármál þeirra hjóna, leggja allt á borðið. Það var það sem David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, þurfti að gera til að lifa af þá miklu gagnrýni sem hann varð fyrir nú á dögunum. Hann neyddist til að leggja spilin á borðin þannig að almenningur gæti lagt mat á málið,“ segir Andrés. Ólafur Ragnar hefur ítrekað neitað því að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt. Andrés segir sérkennilegt að hafa heyrt forsetann taka svo afdráttarlaust til orða. Það gæti einfaldlega bent til þess að Ólafur hafi ekkert vitað um tilveru þessara aflandsfélags fjölskyldu Dorritar en engu að síður segir hann stjórnmálamenn yfirleitt reyna að passa sig á því að lenda ekki í því að hafa neitað einhverju sem síðar kom á daginn. Þess vegna hafi verið sérkennilegt að sjá Ólaf Ragnar taka svo afdráttarlaust til orða, í ljósi þess að hann er kvæntur inn í fjölskyldu Dorritar sem er afar auðug. Ólafur Ragnar hefur sjálfur svarað þessu máli á þann veg að hvorki hann né Dorrit hafi vitað af þessu félagi né heyrt af því áður. „Faðir Dorritar er látinn og móðir hennar, sem er 86 ára, man ekki eftir neinu slíku félagi." Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49 Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur sent utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis. 25. apríl 2016 18:00 Kári vill að Ólafur Ragnar upplýsi þjóðina um fjármál hans og Dorritar „Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar?“ 25. apríl 2016 09:47 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Spjótin standa á Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, eftir að það var uppljóstrað í dag að fjölskylda eiginkonu hans, Dorrit Moussaieff, átti aflandsfélagið Lasca Finance Limited sem er að finna í Panama-skjölunum.Kjarninn og Reykjavík Grapevine sögðu fyrst frá málinu. Síðar í dag boðaði Reykjavík Media frekari umfjöllun um tengsl forsetahjónanna við Panama-skjölin.Andrés Jónsson.VísirAlmannatengillinn Andrés Jónsson, sem er sérfræðingur í krísustjórnun, segir augljóst að það sé afar óþægilegt fyrir einhvern sem sækist eftir frekari trúnaðarstörfum fyrir almenning að vera tengdur Panama-skjölunum. „Það sýnir sig hér á Íslandi og víða annars staðar,“ segir Andrés um þá þá stjórnmálamenn sem hafa sagt af sér eftir að nöfn þeirra komu upp í lekanum á Panama-gögnunum. Ólafur Ragnar tilkynnti í síðustu viku að hann ætlar að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum í sumar. Andrés segir Ólaf Ragnar mögulega þurfa að stíga það skref að opna bókhaldið líkt og nokkrir stjórnmálamenn hafa nú þegar gert. „Það sem hann ætti mögulega að skoða væri að upplýsa um öll fjármál þeirra hjóna, leggja allt á borðið. Það var það sem David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, þurfti að gera til að lifa af þá miklu gagnrýni sem hann varð fyrir nú á dögunum. Hann neyddist til að leggja spilin á borðin þannig að almenningur gæti lagt mat á málið,“ segir Andrés. Ólafur Ragnar hefur ítrekað neitað því að hann eða Dorrit eigi félög á aflandseyjum. Í nýlegu viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN þvertók hann fyrir að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum félögum á nokkurn hátt. Andrés segir sérkennilegt að hafa heyrt forsetann taka svo afdráttarlaust til orða. Það gæti einfaldlega bent til þess að Ólafur hafi ekkert vitað um tilveru þessara aflandsfélags fjölskyldu Dorritar en engu að síður segir hann stjórnmálamenn yfirleitt reyna að passa sig á því að lenda ekki í því að hafa neitað einhverju sem síðar kom á daginn. Þess vegna hafi verið sérkennilegt að sjá Ólaf Ragnar taka svo afdráttarlaust til orða, í ljósi þess að hann er kvæntur inn í fjölskyldu Dorritar sem er afar auðug. Ólafur Ragnar hefur sjálfur svarað þessu máli á þann veg að hvorki hann né Dorrit hafi vitað af þessu félagi né heyrt af því áður. „Faðir Dorritar er látinn og móðir hennar, sem er 86 ára, man ekki eftir neinu slíku félagi."
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49 Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur sent utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis. 25. apríl 2016 18:00 Kári vill að Ólafur Ragnar upplýsi þjóðina um fjármál hans og Dorritar „Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar?“ 25. apríl 2016 09:47 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03 Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49
Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur sent utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis. 25. apríl 2016 18:00
Kári vill að Ólafur Ragnar upplýsi þjóðina um fjármál hans og Dorritar „Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar?“ 25. apríl 2016 09:47
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00
Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03
Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49