Kári vill að Ólafur Ragnar upplýsi þjóðina um fjármál hans og Dorritar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2016 09:47 Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff vísir/anton brink Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erðagreiningar, kallar eftir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, geri grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum, og þar með töldum eignum eiginkonu hans, Dorritar Moussaieff og fjölskyldu hennar. Segir Kári þetta nauðsynlegt í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur enn á ný boðið sig fram í embætti forseta Íslands en í viðtali við CNN í liðinni viku sagði Ólafur að þau Dorrit tengist ekki aflandsfélögum á nokkurn hátt. Dorrit er hins vegar skráð með lögheimili í Bretlandi sem hefur áhrif á hvernig eignir hennar eru skattlagðar. Að mati Kára virka ekki þær röksemdir að eignir Dorritar séu hennar en ekki Ólafs: „Hún virkaði ekki fyrir Sigmund Davíð og hún mun ekki virka fyrir Ólaf Ragnar. Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar? Eiga þau til dæmis kröfur í föllnu bankanna eða hafa þau tekið stöðu gegn krónunni? Ég er handviss um að svarið við þessum spurningum er nei og að Ólafur Ragnar myndi fullyrða að svo sé en það er hvorki mitt að giska né Ólafs Ragnars að staðhæfa heldur þjóðarinnar að ákvarða eftir að henni hefur verið veittur eðlilegur aðgangur að upplýsingum um fjármál þeirra hjóna,“ segir Kári í grein sinni. Þá segir Kári það jafnframt mikilvægt að Ólafur Ragnar útskýri fyrir þjóðinni hvers vegna „sú ákvörðun var tekin að greið ekki opinber gjöld á Íslandi af þeim eignum sem þau hjón eiga í útlöndum. Þær raddir eru nefnilega háværar sem halda því fram að hún hafi ekki verið tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga heldur hagsmuni Ólafs Ragnars og konu hans.“ Kári telur að samfélagið muni krefjast þess að fá nákvæmar upplýsingar um eigur Ólafs og Dorritar og hvernig þau hafa fjárfest. Þá telur hann einnig að þess verði krafist að þau greiði opinber gjöld af „heila gúmmelaðinu“ hér á landi í staðinn fyrir að borga af eignunum annars staðar. „Ég vona að Ólafur Ragnar sjái hag sinn í því að fara að þessu, vegna þess að annars mun það reynast ómögulegt fyrir okkur aðdáendur hans, fjölmarga, að hjálpa honum að breyta Bessastöðum í elliheimili,“ segir Kári að lokum í greininni. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Þau sótt um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erðagreiningar, kallar eftir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, geri grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum, og þar með töldum eignum eiginkonu hans, Dorritar Moussaieff og fjölskyldu hennar. Segir Kári þetta nauðsynlegt í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur enn á ný boðið sig fram í embætti forseta Íslands en í viðtali við CNN í liðinni viku sagði Ólafur að þau Dorrit tengist ekki aflandsfélögum á nokkurn hátt. Dorrit er hins vegar skráð með lögheimili í Bretlandi sem hefur áhrif á hvernig eignir hennar eru skattlagðar. Að mati Kára virka ekki þær röksemdir að eignir Dorritar séu hennar en ekki Ólafs: „Hún virkaði ekki fyrir Sigmund Davíð og hún mun ekki virka fyrir Ólaf Ragnar. Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar? Eiga þau til dæmis kröfur í föllnu bankanna eða hafa þau tekið stöðu gegn krónunni? Ég er handviss um að svarið við þessum spurningum er nei og að Ólafur Ragnar myndi fullyrða að svo sé en það er hvorki mitt að giska né Ólafs Ragnars að staðhæfa heldur þjóðarinnar að ákvarða eftir að henni hefur verið veittur eðlilegur aðgangur að upplýsingum um fjármál þeirra hjóna,“ segir Kári í grein sinni. Þá segir Kári það jafnframt mikilvægt að Ólafur Ragnar útskýri fyrir þjóðinni hvers vegna „sú ákvörðun var tekin að greið ekki opinber gjöld á Íslandi af þeim eignum sem þau hjón eiga í útlöndum. Þær raddir eru nefnilega háværar sem halda því fram að hún hafi ekki verið tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga heldur hagsmuni Ólafs Ragnars og konu hans.“ Kári telur að samfélagið muni krefjast þess að fá nákvæmar upplýsingar um eigur Ólafs og Dorritar og hvernig þau hafa fjárfest. Þá telur hann einnig að þess verði krafist að þau greiði opinber gjöld af „heila gúmmelaðinu“ hér á landi í staðinn fyrir að borga af eignunum annars staðar. „Ég vona að Ólafur Ragnar sjái hag sinn í því að fara að þessu, vegna þess að annars mun það reynast ómögulegt fyrir okkur aðdáendur hans, fjölmarga, að hjálpa honum að breyta Bessastöðum í elliheimili,“ segir Kári að lokum í greininni.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Þau sótt um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Sjá meira