Fordæma boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. apríl 2016 12:41 Efsta myndin fylgir viðburðinum á Facebook þar sem boðað er til grills fyrir utan heimili Bjarna. Fjölmargir hafa fordæmt boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Facebook í dag. Mótmælin eiga að vera sunnudagskvöldið 1. maí og eru í boði hóps sem kallar sig „Beinar aðgerðir“ og segja þau yfirskrift mótmælanna vera „Grillum á kvöldin – sækjum þau heim.“ „Hópurinn hvetur alla landsmenn til að mæta í grillið með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Einnig er gott að æfa raddböndin aðeins og slagorð til þess að syngja. Í kjölfarið verða heimili ráðherra ríkisstjórnarinnar þrædd, eitt heimili á kvöldi. Látum þá ekki sitja eina að grilli og gróða á kostnað okkar hinna! Ef gleðskapurinn hentar ekki Bjarna Benediktssyni og hans félögum í ríkisstjórn þá er lítið mál að kippa því í liðinn. Það eina sem hann þarf að gera er að samþykkja kröfur hópsins fyrir 1. maí: Ríkisstjórn Íslands segi af sér og mynduð verði utanþingsstjórn. Sett verði dagsetning á kosningar, ekki seinna en 10. september. Ef ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur ekki aðhafst fyrir 1. maí þá hittumst við, kæru landsmenn, stundvíslega við heimili Bjarna klukkan 19:00 þann 1. maí,“ segir í viðburðinum og er heimilisfang fjármálaráðherra tilgreint skilmerkilega.Guðmundur Andri telur augljóslega að mótmælin þjóni ekki tilgangi sínumFjölmargir hafa lýst vanþóknun sinni á framtakinu á Facebook. Á viðburðinn sjálfan setur rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson eftirfarandi ummæli: „Er þessi hópur á vegum Framsóknarflokksins? Og markmiðið að gera andstöðu við ríkisstjórnina að viðhorfi eins fárra og mögulegt er?“ Þá kemur leikkonan og ritstjórinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir því skilmerkilega á framfæri að hún styðji ekki svona framtak: „Ég styð ekki mótmæli af þessu tagi. Vanhugsað.“ Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar mætir ekki á morgun.Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar, sem sagði af sér eftir að í ljós kom að hann á talsvert fé í félagi í Lúxemborg hyggst ekki mæta. „Ég mun ekki mæta þarna. Þetta er of langt gengið og ekki málstaðnum til framdráttar,“ skrifar Vilhjálmur á viðburðinn. Blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal telur ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks en hann færir þó fram rök fyrir því að vandlæting fólks sé til þess fallin að gera mótmæli að einhverju sóðalegu, sem þau séu ekki. „Almennt tel ég ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks. Ég tel hins vegar ömurlegt að gera mótmæli alltaf að einhverju svo sóðalegu að það verði þráhyggja að enginn móðgist. Bjarni er gerandinn hér ekki fórnalamb. Hrokinn, frekjan, svindlið, lygarnar, valdagræðgðin, vanvirðingin og fyrirlitning hans á almenningi er ástæða þess að fólk finnur sig knúið til að mótmæla fyrir utan hans heimili.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er á öðru máli og telur mótmælin afskaplega ógeðfelld. „Fólk getur mótmælt við opinberar byggingar, en heimili fólks eiga að njóta friðhelgi.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, hvetur fólk til þess að „reporta“ eða leggja inn kvörtun vegna viðburða sem þessara. „Þetta er ekki í lagi,“ skrifar hún í ummæli við eftirfarandi færslu frá Ísaki Rúnarssyni, fyrrum formanni Stúdentaráðs. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Fjölmargir hafa fordæmt boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Facebook í dag. Mótmælin eiga að vera sunnudagskvöldið 1. maí og eru í boði hóps sem kallar sig „Beinar aðgerðir“ og segja þau yfirskrift mótmælanna vera „Grillum á kvöldin – sækjum þau heim.“ „Hópurinn hvetur alla landsmenn til að mæta í grillið með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Einnig er gott að æfa raddböndin aðeins og slagorð til þess að syngja. Í kjölfarið verða heimili ráðherra ríkisstjórnarinnar þrædd, eitt heimili á kvöldi. Látum þá ekki sitja eina að grilli og gróða á kostnað okkar hinna! Ef gleðskapurinn hentar ekki Bjarna Benediktssyni og hans félögum í ríkisstjórn þá er lítið mál að kippa því í liðinn. Það eina sem hann þarf að gera er að samþykkja kröfur hópsins fyrir 1. maí: Ríkisstjórn Íslands segi af sér og mynduð verði utanþingsstjórn. Sett verði dagsetning á kosningar, ekki seinna en 10. september. Ef ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur ekki aðhafst fyrir 1. maí þá hittumst við, kæru landsmenn, stundvíslega við heimili Bjarna klukkan 19:00 þann 1. maí,“ segir í viðburðinum og er heimilisfang fjármálaráðherra tilgreint skilmerkilega.Guðmundur Andri telur augljóslega að mótmælin þjóni ekki tilgangi sínumFjölmargir hafa lýst vanþóknun sinni á framtakinu á Facebook. Á viðburðinn sjálfan setur rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson eftirfarandi ummæli: „Er þessi hópur á vegum Framsóknarflokksins? Og markmiðið að gera andstöðu við ríkisstjórnina að viðhorfi eins fárra og mögulegt er?“ Þá kemur leikkonan og ritstjórinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir því skilmerkilega á framfæri að hún styðji ekki svona framtak: „Ég styð ekki mótmæli af þessu tagi. Vanhugsað.“ Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar mætir ekki á morgun.Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar, sem sagði af sér eftir að í ljós kom að hann á talsvert fé í félagi í Lúxemborg hyggst ekki mæta. „Ég mun ekki mæta þarna. Þetta er of langt gengið og ekki málstaðnum til framdráttar,“ skrifar Vilhjálmur á viðburðinn. Blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal telur ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks en hann færir þó fram rök fyrir því að vandlæting fólks sé til þess fallin að gera mótmæli að einhverju sóðalegu, sem þau séu ekki. „Almennt tel ég ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks. Ég tel hins vegar ömurlegt að gera mótmæli alltaf að einhverju svo sóðalegu að það verði þráhyggja að enginn móðgist. Bjarni er gerandinn hér ekki fórnalamb. Hrokinn, frekjan, svindlið, lygarnar, valdagræðgðin, vanvirðingin og fyrirlitning hans á almenningi er ástæða þess að fólk finnur sig knúið til að mótmæla fyrir utan hans heimili.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er á öðru máli og telur mótmælin afskaplega ógeðfelld. „Fólk getur mótmælt við opinberar byggingar, en heimili fólks eiga að njóta friðhelgi.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, hvetur fólk til þess að „reporta“ eða leggja inn kvörtun vegna viðburða sem þessara. „Þetta er ekki í lagi,“ skrifar hún í ummæli við eftirfarandi færslu frá Ísaki Rúnarssyni, fyrrum formanni Stúdentaráðs.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent