Heldur rólegt á fyrsta veiðideginum í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 21. apríl 2016 16:40 Elliðavatn opnaði fyrir veiðimönnum í dag og að venju var fjölmennt við vatnið enda skilyrðin til veiða fín. Það var mun betra veður til að standa við vatnið og veiða í dag heldur en á fyrsta veiðidegi í fyrra en þótt ótrúlegt megi virðast var veiðin betri í fyrra en hún var í dag. Það voru nokkrir veiðimenn sem fengu fisk í soðið þegar vatnið opnaði í fyrra en í hádeginu í dag þegar við ræddum við veiðimenn sem voru að taka saman veiðidót eftir að hafa staðið við vatnið frá því í morgun var lítið í pokanum. Eina staðfesta veiðin sem við höfum séð voru þrír fallegir urriðar sem veiddust á Þingnesinu en þeir tóku eiginlega bara í beit að sögn veiðimanns en það var fámennt við Þingnesið, flestir voru að venju í Helluvatni og við brúnna. Nokkuð fjölmenni var þar þegar mest var en veiðin var ekki nein. Þetta er svo sem ekkert óvenjulegt en vatnið tekur yfirleitt vel við sér þegar lofthitinn hækkar aðeins og svo var þetta nú einu sinni bara fyrsti dagurinn í veiði svo það er nóg eftir. Mest lesið Fín veiði í Affallinu Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fín veiði í Langá þrátt fyrir mikið vatn Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Trollað fyrir lax í Lake Ontario Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Erlendum veiðimönnum mun fjölga Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Breyttar reglur á viðisvæðum Strengja Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Elliðavatn opnaði fyrir veiðimönnum í dag og að venju var fjölmennt við vatnið enda skilyrðin til veiða fín. Það var mun betra veður til að standa við vatnið og veiða í dag heldur en á fyrsta veiðidegi í fyrra en þótt ótrúlegt megi virðast var veiðin betri í fyrra en hún var í dag. Það voru nokkrir veiðimenn sem fengu fisk í soðið þegar vatnið opnaði í fyrra en í hádeginu í dag þegar við ræddum við veiðimenn sem voru að taka saman veiðidót eftir að hafa staðið við vatnið frá því í morgun var lítið í pokanum. Eina staðfesta veiðin sem við höfum séð voru þrír fallegir urriðar sem veiddust á Þingnesinu en þeir tóku eiginlega bara í beit að sögn veiðimanns en það var fámennt við Þingnesið, flestir voru að venju í Helluvatni og við brúnna. Nokkuð fjölmenni var þar þegar mest var en veiðin var ekki nein. Þetta er svo sem ekkert óvenjulegt en vatnið tekur yfirleitt vel við sér þegar lofthitinn hækkar aðeins og svo var þetta nú einu sinni bara fyrsti dagurinn í veiði svo það er nóg eftir.
Mest lesið Fín veiði í Affallinu Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Fín veiði í Langá þrátt fyrir mikið vatn Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Trollað fyrir lax í Lake Ontario Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Erlendum veiðimönnum mun fjölga Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Breyttar reglur á viðisvæðum Strengja Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði