EVE Fanfest er hafið Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2016 10:29 Frá Fanfest 2014. Vísir/Rósa EVE Fanfest hátíð og ráðstefna tölvuleikjaframleiðandans CCP hófst nú í morgun. Þetta er í tólfta sinn sem Fanfest er haldið og fer hún fram í Hörpu. CCP mun kynna nýja leiki sína iog verkefni á sviði sýndarveruleika á hátíðinni og búist er við um 1.500 erlendum gestum og blaðamönnum. Allt í allt er búist við að um 3.000 manns sæki hátíðina. EVE Fanfest í ár samanstendur af 87 dagskrárliðum og má sjá dagskránna hér. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Fanfest hér að neðan og á Twitch. Dagskrá útsendingarinnar má sjá hér. Samkvæmt tilkynningu frá CCP horfa tugir þúsunda á útsendinguna á ári hverju. „EVE Fanfest er nú haldin tólfta sinn og hefur stækkað mikið síðan hún var fyrst haldin árið 2004, ári eftir útgáfu leiksins EVE Online, á efri hæð Kaffi Sólon. Áskrifendur leiksins skipta í dag hundruðum þúsunda og eru eins og áður sagði stærstur hluti hátíðargesta Fanfest. Auk fyrirlestra, pallborðsumræðna, umræðufunda, leikjamóta og prufanir á nýjum leikjum og verkefnum verður sett upp sérstök EVE verslun á 2. hæð Hörpu þar sem kaupa má varning tengdum leikjum CCP, m.a. bækur og teiknimyndasögur. Gestir munu jafnramt geta fengið sér tattú með merkjum þjóða og fylkinga í EVE Online yfir hátíðina, látið mála sig í takt við þjóðarbrot leiksins, farið í EVEokí karókí, tekið þátt í uppboði með munum sem tengjast leiknum til stuðnings góðu málefni og fleira,“ segir í tilkynningunni. EVE Fanfest lýkur á laugardagskvöldið með tónleikum í Hörpu.Watch live video from CCP on www.twitch.tv Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
EVE Fanfest hátíð og ráðstefna tölvuleikjaframleiðandans CCP hófst nú í morgun. Þetta er í tólfta sinn sem Fanfest er haldið og fer hún fram í Hörpu. CCP mun kynna nýja leiki sína iog verkefni á sviði sýndarveruleika á hátíðinni og búist er við um 1.500 erlendum gestum og blaðamönnum. Allt í allt er búist við að um 3.000 manns sæki hátíðina. EVE Fanfest í ár samanstendur af 87 dagskrárliðum og má sjá dagskránna hér. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Fanfest hér að neðan og á Twitch. Dagskrá útsendingarinnar má sjá hér. Samkvæmt tilkynningu frá CCP horfa tugir þúsunda á útsendinguna á ári hverju. „EVE Fanfest er nú haldin tólfta sinn og hefur stækkað mikið síðan hún var fyrst haldin árið 2004, ári eftir útgáfu leiksins EVE Online, á efri hæð Kaffi Sólon. Áskrifendur leiksins skipta í dag hundruðum þúsunda og eru eins og áður sagði stærstur hluti hátíðargesta Fanfest. Auk fyrirlestra, pallborðsumræðna, umræðufunda, leikjamóta og prufanir á nýjum leikjum og verkefnum verður sett upp sérstök EVE verslun á 2. hæð Hörpu þar sem kaupa má varning tengdum leikjum CCP, m.a. bækur og teiknimyndasögur. Gestir munu jafnramt geta fengið sér tattú með merkjum þjóða og fylkinga í EVE Online yfir hátíðina, látið mála sig í takt við þjóðarbrot leiksins, farið í EVEokí karókí, tekið þátt í uppboði með munum sem tengjast leiknum til stuðnings góðu málefni og fleira,“ segir í tilkynningunni. EVE Fanfest lýkur á laugardagskvöldið með tónleikum í Hörpu.Watch live video from CCP on www.twitch.tv
Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira