EVE Fanfest er hafið Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2016 10:29 Frá Fanfest 2014. Vísir/Rósa EVE Fanfest hátíð og ráðstefna tölvuleikjaframleiðandans CCP hófst nú í morgun. Þetta er í tólfta sinn sem Fanfest er haldið og fer hún fram í Hörpu. CCP mun kynna nýja leiki sína iog verkefni á sviði sýndarveruleika á hátíðinni og búist er við um 1.500 erlendum gestum og blaðamönnum. Allt í allt er búist við að um 3.000 manns sæki hátíðina. EVE Fanfest í ár samanstendur af 87 dagskrárliðum og má sjá dagskránna hér. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Fanfest hér að neðan og á Twitch. Dagskrá útsendingarinnar má sjá hér. Samkvæmt tilkynningu frá CCP horfa tugir þúsunda á útsendinguna á ári hverju. „EVE Fanfest er nú haldin tólfta sinn og hefur stækkað mikið síðan hún var fyrst haldin árið 2004, ári eftir útgáfu leiksins EVE Online, á efri hæð Kaffi Sólon. Áskrifendur leiksins skipta í dag hundruðum þúsunda og eru eins og áður sagði stærstur hluti hátíðargesta Fanfest. Auk fyrirlestra, pallborðsumræðna, umræðufunda, leikjamóta og prufanir á nýjum leikjum og verkefnum verður sett upp sérstök EVE verslun á 2. hæð Hörpu þar sem kaupa má varning tengdum leikjum CCP, m.a. bækur og teiknimyndasögur. Gestir munu jafnramt geta fengið sér tattú með merkjum þjóða og fylkinga í EVE Online yfir hátíðina, látið mála sig í takt við þjóðarbrot leiksins, farið í EVEokí karókí, tekið þátt í uppboði með munum sem tengjast leiknum til stuðnings góðu málefni og fleira,“ segir í tilkynningunni. EVE Fanfest lýkur á laugardagskvöldið með tónleikum í Hörpu.Watch live video from CCP on www.twitch.tv Leikjavísir Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
EVE Fanfest hátíð og ráðstefna tölvuleikjaframleiðandans CCP hófst nú í morgun. Þetta er í tólfta sinn sem Fanfest er haldið og fer hún fram í Hörpu. CCP mun kynna nýja leiki sína iog verkefni á sviði sýndarveruleika á hátíðinni og búist er við um 1.500 erlendum gestum og blaðamönnum. Allt í allt er búist við að um 3.000 manns sæki hátíðina. EVE Fanfest í ár samanstendur af 87 dagskrárliðum og má sjá dagskránna hér. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá Fanfest hér að neðan og á Twitch. Dagskrá útsendingarinnar má sjá hér. Samkvæmt tilkynningu frá CCP horfa tugir þúsunda á útsendinguna á ári hverju. „EVE Fanfest er nú haldin tólfta sinn og hefur stækkað mikið síðan hún var fyrst haldin árið 2004, ári eftir útgáfu leiksins EVE Online, á efri hæð Kaffi Sólon. Áskrifendur leiksins skipta í dag hundruðum þúsunda og eru eins og áður sagði stærstur hluti hátíðargesta Fanfest. Auk fyrirlestra, pallborðsumræðna, umræðufunda, leikjamóta og prufanir á nýjum leikjum og verkefnum verður sett upp sérstök EVE verslun á 2. hæð Hörpu þar sem kaupa má varning tengdum leikjum CCP, m.a. bækur og teiknimyndasögur. Gestir munu jafnramt geta fengið sér tattú með merkjum þjóða og fylkinga í EVE Online yfir hátíðina, látið mála sig í takt við þjóðarbrot leiksins, farið í EVEokí karókí, tekið þátt í uppboði með munum sem tengjast leiknum til stuðnings góðu málefni og fleira,“ segir í tilkynningunni. EVE Fanfest lýkur á laugardagskvöldið með tónleikum í Hörpu.Watch live video from CCP on www.twitch.tv
Leikjavísir Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira