Handbolti

Nordsjælland lagði fram kæru

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þjálfari Nordsjælland reif bolinn sinn og grét í leikslok.
Þjálfari Nordsjælland reif bolinn sinn og grét í leikslok.
Forráðamenn Nordsjælland hafa ákveðið að kæra úrslitin í leik liðsins gegn Tönder sem felldi það úr dönsku úrvalsdeildinni.

Eins og greint hefur verið frá voru lokamínútur leiksins æsilegar en Tönder fékk víti á lokasekúndu leiksins eftir að markvörður Nordsjælland var dæmdur brotlegur fyrir leiktöf.

Markvörðurinn, Kristian Pedersen, gerði síðan þau mistök að kasta boltanum út í bláinn þegar enn voru nokkrar sekúndur eftir. Fyrir það fékk Tönder vítakast sem liðið nýtti.

Sjá einnig: Svona lokasekúndur sérðu ekki á hverjum degi

Ekki eru allir á einu máli um að ákvörðun dómaranna hafi verið rétt og hefur Nordsjælland ákveðið að leggja inn kæru.

„Þegar maður skoðar þetta atvik og viðbrögð fólks við því finnst mér það skylda okkar að grípa til aðgerða. Það skuldum við að minnsta kosti leikmönnum og þjálfurum,“ sagði Jörgen Simonsen, einn forráðamanna Nordsjælland.

Hann vonast til að niðurstaða kærunnar verði að það verði sérstakur aukaleikur um hvort liðið spili í efstu deild á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×