Körfubolti

Brynjar fjórtándi maðurinn sem kemst í hópinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson.
Brynjar Þór Björnsson. Vísir/Ernir
Brynjar Þór Björnsson var stigahæsti maður KR-liðsins í sigri á Haukum í gærkvöldi í fyrsta leik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn 2016.

Brynjar Þór skoraði 20 stig á tæpum 29 mínútum í leiknum og þetta var í fimmta sinn sem Brynjar nær því að skora tuttugu stig í einum leik í lokaúrslitum karla.

Brynjar er aðeins fjórtándi leikmaðurinn sem nær fimm tuttugu stiga leikjum í úrslitaeinvígi um titilinn.

Brenton Birmingham er í nokkrum sérflokki á þessum listi því hann náði sautján sinnum að skora 20 stig eða meira í leik í lokaúrslitum.

Brynjar er einn af sex íslenskum leikmönnum á listanum en þar eru ekki taldir með þeir Brenton, Damon Johnson, Jónatan J Bow og Darrel Keith Lewis sem fengu allir íslenskt ríkisfang í viðbót við það bandaríska.

Guðjón Skúlason og Teitur Örlygsson eru einu íslensku leikmennirnir sem hafa náð yfir tíu tuttugu stiga leikjum en báðir skoruðu þeir 11 sinnum 20 stig eða meira í leik um Íslandsmeistaratitilinn.

Brynjar náði hinum tuttugu stiga leikjum sínum 2011 (2) og 2015 (2). Hann skoraði 22 stig í fyrsta leiknum á móti Tindastól í fyrra og var síðan með 26 stig í leik þrjú.

Brynjar skoraði 28 og 32 stig í fyrstu tveimur leikjunum á móti Stjörnunni í lokaúrslitunum 2011 en hann skoraði 22,5 stig að meðaltali í úrslitaeinvíginu fyrir fimm árum.



Flestir tuttugu stiga leikir í lokaúrslitum

17 - Brenton Birmingham, Njarðvík og Grindavík

11 - Damon Johnson, Keflavík

11 - Guðjón Skúlason, Keflavík

11 - Rondey Robinson, Njarðvík

11 - Teitur Örlygsson, Njarðvík

10 - Nick Braford, Keflavík og Grindavík

8 - Valur Ingimundarson, Njarðvík

7 - Falur Harðarson, Keflavík

6 - Jeb Ivey, Njarðvík og Snæfell

6 - Jónatan J Bow, Keflavík

5 - Aaron Broussard, Grindavík

5 - Brynjar Þór Björnsson, KR

5 - Darrel Keith Lewis, Grindavík

5 - Hlynur Bæringsson, Snæfell


Tengdar fréttir

Enn von um oddaleik þrátt fyrir risasigur í fyrsta leik

KR-ingar unnu 30 stiga sigur á Haukum í gærkvöldi í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Domino´s deild karla í körfubolta. Þetta er ekki fyrsta úrslitaeinvígið sem byrjar á skelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×