22 stefnt dragi þau ummæli sín ekki til baka Jakob Bjarnar skrifar 30. apríl 2016 13:25 Vísir Alls 22 einstaklingum hefur borist bréf frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni þar sem hann gefur viðkomandi kost á að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða skaðabætur til handa skjólstæðingum hans auk lögfræðikostnaðar. Málið tengist hinu svokallaða Hlíðarmáli, en í nóvember í fyrra greindi Fréttablaðið frá meintri nauðgun í íbúð í Hlíðunum sem sögð var útbúin til nauðgana. Tveir menn voru sakaðir um verknaðinn en seinna var öllum kærum á hendur þeim vísað frá. Mikil reiði braust út í kjölfar fréttanna og var meðal annars mótmælt fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu.Sjá einnig: Íbúð í hlíðunum var útbúin til nauðganaMótmælt var við lögreglustöðina á HverfisgötuVísir/VilhelmÞekktir fjölmiðlamenn og femínistar Skipuleggjendur mótmælanna og þekktar baráttukonur meðal femínista, þær Oddný Arnarsdóttir, Hildur Lilliendahl og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem Vilhjálmur kallar „eigendur umræðunnar“ hafa nú fengið téð bréf frá lögmanninum en hann byggir kröfu sína á staðhæfingum sem fram hafa komið þar sem fjölyrt er án fyrirvara um sekt mannanna tveggja. Þá eru fjölmiðlamenn í hópnum, þeir Sigmundur Ernir Rúnarsson vegna ómerktra skrifa á Hringbraut hvar Sigmundur Ernir var fréttastjóri, Jóhann Skúli Björnsson á DV auk fréttamanna á fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, sem eru þau Nadine Guðrún Yaghi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir Már Pétursson. Frestur til að svara bréfinu rennur út 2. maí sem er á mánudag.Sjá einnig: Hiti í mótmælendum: Púað og kallað að lögreglustjóraÞriðja konan sögð hafa sloppið naumlega Sem dæmi um skrif sem Vilhjálmur setur út á eru eftirfarandi sem finna má á Hringbraut. Líkast til er það sá blaðamaður sem virkastur var á vefnum á þeim tíma, Björn Þorláksson sem skrifar, en af því að fréttin er ómerkt ber Sigmundur Ernir ábyrgð á þeim: „Sú saga gengur meðal nemenda Háskólans í Reykjavík að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tveimur konum hafi haft fleiri fólskuverk í hyggju. Naumlega hafi verið komið í veg fyrir þriðju nauðgunina. Í báðum tilvikum séu fórnarlömbin nemar við HR. Samkvæmt upplýsingum Hringbrautar úr nemendahópi Háskólans í Reykjavík eru bæði nauðgunarfórnarlömbin í sama bekk. Annar meintra nauðgara er einnig í bekknum en vinur hans hefur starfað á Reykjavík Marína hótelinu. Nemendur gagnrýna bæði lögreglu og skólann fyrir að taka ekki af meiri alvöru á málinu en raun beri vitni. Haldið er fram að sambýlismaður ungrar konu sem talið er að hafi verið fórmarlömb númer tvö hafi ætlað að sækja hana niður í bæ en ekki verið hleypt inn á skemmtistaðinn þar sem annar meintu nauðgaranna tengist staðnum. Þriðja unga konan hafi sloppið naumlega þegar hennar kærasti hafi náð að sækja hana.“Fréttina má sjá hér: Komið í veg fyrir þriðju nauðgunina Lögmaðurinn telur að þarna sé um fullyrðingasaman texta að ræða þar þar sem gengið er út frá sekt mannanna.Gísli Marteinn til athugunarÍ samtali við Vísi segir Vilhjálmur að þetta sé í „fyrsta fasa“, fleiri mega jafnvel búast við bréfi frá honum í tengslum við þetta mál og þar má til að mynda nefna Gísla Martein Baldursson sjónvarpsmann sem vildi gantast með málið á Twitter, í athugsemd á Twitter-reikningi LRH, þar sem tilkynnt var um að lögreglan verði með ómerktan bíl við hraðaeftirlit í Kópavogi og Mosfellsbæ 9. nóvember 2015:@logreglan Einhver séns að hann kippi þessum nauðgurum sem þið slepptuð uppí ef þið rekist á þá?— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 9, 2015 Vilhjálmur telur þetta vítaverð ummæli.Býst við öðrum viðbrögðum frá dómurum nú en í Gillz-málinuOg fleiri eru til athugunar. Lögmaðurinn segir skjólstæðinga sína hafa borið margvíslegan skaða af. Vilhjálmur hefur farið með hliðstæð mál, sem snúa að ummælum þar sem fjölyrt er um sekt manna sem hafa verð sakaðir um verknað sem slíkan, fyrir dómsstóla. En hann hefur ekki riðið feitum hesti frá því, dómsstólar hafa tekið erindinu fálega og má nefna mál Egils Einarssonar, Gillz-dómurinn, í því sambandi. Hvað er það í þessu máli sem gefur honum tilefni til að ætla að því verði öðruvísi farið nú, komi til stefnu? Vilhjálmur segir að orðið „nauðgari“ hafi verið ómerkt fyrir dómi í því máli. En, engar bætur hafi komið til með vísan til fortíðar Gillzeneggers, að hann hafi að einhverju leyti boðið uppá óvægna umræðu. „Þessir menn eru algjörlega óþekktir,“ segir Vilhjálmur og vísar til þess sem hann segir ósannindi, fullyrðingar um „raðnauðgara“, „sérútbúna íbúð“ „hrottaleg ofbeldisverk“, „byrlað ólyfjan“, og svo framvegis. Hlíðamálið Tengdar fréttir Grunur um nauðgun á bekkjarskemmtun HR Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rannsakar lögreglan kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjarskemmtun nemenda HR. Nemandi er sagður hafa nauðgað tveimur samnemendum sínum. Skólinn hefur gripið til aðgerða. 4. nóvember 2015 07:00 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira
Alls 22 einstaklingum hefur borist bréf frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni þar sem hann gefur viðkomandi kost á að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða skaðabætur til handa skjólstæðingum hans auk lögfræðikostnaðar. Málið tengist hinu svokallaða Hlíðarmáli, en í nóvember í fyrra greindi Fréttablaðið frá meintri nauðgun í íbúð í Hlíðunum sem sögð var útbúin til nauðgana. Tveir menn voru sakaðir um verknaðinn en seinna var öllum kærum á hendur þeim vísað frá. Mikil reiði braust út í kjölfar fréttanna og var meðal annars mótmælt fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu.Sjá einnig: Íbúð í hlíðunum var útbúin til nauðganaMótmælt var við lögreglustöðina á HverfisgötuVísir/VilhelmÞekktir fjölmiðlamenn og femínistar Skipuleggjendur mótmælanna og þekktar baráttukonur meðal femínista, þær Oddný Arnarsdóttir, Hildur Lilliendahl og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem Vilhjálmur kallar „eigendur umræðunnar“ hafa nú fengið téð bréf frá lögmanninum en hann byggir kröfu sína á staðhæfingum sem fram hafa komið þar sem fjölyrt er án fyrirvara um sekt mannanna tveggja. Þá eru fjölmiðlamenn í hópnum, þeir Sigmundur Ernir Rúnarsson vegna ómerktra skrifa á Hringbraut hvar Sigmundur Ernir var fréttastjóri, Jóhann Skúli Björnsson á DV auk fréttamanna á fréttastofu 365, sem Vísir tilheyrir, sem eru þau Nadine Guðrún Yaghi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir Már Pétursson. Frestur til að svara bréfinu rennur út 2. maí sem er á mánudag.Sjá einnig: Hiti í mótmælendum: Púað og kallað að lögreglustjóraÞriðja konan sögð hafa sloppið naumlega Sem dæmi um skrif sem Vilhjálmur setur út á eru eftirfarandi sem finna má á Hringbraut. Líkast til er það sá blaðamaður sem virkastur var á vefnum á þeim tíma, Björn Þorláksson sem skrifar, en af því að fréttin er ómerkt ber Sigmundur Ernir ábyrgð á þeim: „Sú saga gengur meðal nemenda Háskólans í Reykjavík að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tveimur konum hafi haft fleiri fólskuverk í hyggju. Naumlega hafi verið komið í veg fyrir þriðju nauðgunina. Í báðum tilvikum séu fórnarlömbin nemar við HR. Samkvæmt upplýsingum Hringbrautar úr nemendahópi Háskólans í Reykjavík eru bæði nauðgunarfórnarlömbin í sama bekk. Annar meintra nauðgara er einnig í bekknum en vinur hans hefur starfað á Reykjavík Marína hótelinu. Nemendur gagnrýna bæði lögreglu og skólann fyrir að taka ekki af meiri alvöru á málinu en raun beri vitni. Haldið er fram að sambýlismaður ungrar konu sem talið er að hafi verið fórmarlömb númer tvö hafi ætlað að sækja hana niður í bæ en ekki verið hleypt inn á skemmtistaðinn þar sem annar meintu nauðgaranna tengist staðnum. Þriðja unga konan hafi sloppið naumlega þegar hennar kærasti hafi náð að sækja hana.“Fréttina má sjá hér: Komið í veg fyrir þriðju nauðgunina Lögmaðurinn telur að þarna sé um fullyrðingasaman texta að ræða þar þar sem gengið er út frá sekt mannanna.Gísli Marteinn til athugunarÍ samtali við Vísi segir Vilhjálmur að þetta sé í „fyrsta fasa“, fleiri mega jafnvel búast við bréfi frá honum í tengslum við þetta mál og þar má til að mynda nefna Gísla Martein Baldursson sjónvarpsmann sem vildi gantast með málið á Twitter, í athugsemd á Twitter-reikningi LRH, þar sem tilkynnt var um að lögreglan verði með ómerktan bíl við hraðaeftirlit í Kópavogi og Mosfellsbæ 9. nóvember 2015:@logreglan Einhver séns að hann kippi þessum nauðgurum sem þið slepptuð uppí ef þið rekist á þá?— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 9, 2015 Vilhjálmur telur þetta vítaverð ummæli.Býst við öðrum viðbrögðum frá dómurum nú en í Gillz-málinuOg fleiri eru til athugunar. Lögmaðurinn segir skjólstæðinga sína hafa borið margvíslegan skaða af. Vilhjálmur hefur farið með hliðstæð mál, sem snúa að ummælum þar sem fjölyrt er um sekt manna sem hafa verð sakaðir um verknað sem slíkan, fyrir dómsstóla. En hann hefur ekki riðið feitum hesti frá því, dómsstólar hafa tekið erindinu fálega og má nefna mál Egils Einarssonar, Gillz-dómurinn, í því sambandi. Hvað er það í þessu máli sem gefur honum tilefni til að ætla að því verði öðruvísi farið nú, komi til stefnu? Vilhjálmur segir að orðið „nauðgari“ hafi verið ómerkt fyrir dómi í því máli. En, engar bætur hafi komið til með vísan til fortíðar Gillzeneggers, að hann hafi að einhverju leyti boðið uppá óvægna umræðu. „Þessir menn eru algjörlega óþekktir,“ segir Vilhjálmur og vísar til þess sem hann segir ósannindi, fullyrðingar um „raðnauðgara“, „sérútbúna íbúð“ „hrottaleg ofbeldisverk“, „byrlað ólyfjan“, og svo framvegis.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Grunur um nauðgun á bekkjarskemmtun HR Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rannsakar lögreglan kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjarskemmtun nemenda HR. Nemandi er sagður hafa nauðgað tveimur samnemendum sínum. Skólinn hefur gripið til aðgerða. 4. nóvember 2015 07:00 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira
Grunur um nauðgun á bekkjarskemmtun HR Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rannsakar lögreglan kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjarskemmtun nemenda HR. Nemandi er sagður hafa nauðgað tveimur samnemendum sínum. Skólinn hefur gripið til aðgerða. 4. nóvember 2015 07:00
Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17
Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00