Dolph Lundgren á 123 hestafla hjólabretti Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2016 12:49 Ford fékk sænska kraftatröllið og leikarann Dolph Lundgren til liðs við sig í einni fáránlegustu samsetningu farartækis sem sést hefur. Ford setti bílvél á fremur stórvaxið hjólabretti til að sjá hversu hratt það getur farið. Dolph Lundgren tók að sér að aka gripnum í þessu grínaktuga myndskeiði sem hér fylgir. Vélin á brettinu er 1,0 lítra EcoBoost verðlaunavél Ford og eðlilega knýr hún fremur létt áfram brettið, enda 123 hestöfl. Að aftanverðu er búið að koma fyrir öllu stærri hjólum á brettið svo aflið skili sér nú í undirlagið. Þessi magnaða litla vél Ford má einnig fá í 140 hestafla útgáfu í Ford Fiesta Black- og Red-útgáfum og þá er hana einnig að finna í smáum keppnisbíl Ford í 205 hestafla útfærslu. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Ford fékk sænska kraftatröllið og leikarann Dolph Lundgren til liðs við sig í einni fáránlegustu samsetningu farartækis sem sést hefur. Ford setti bílvél á fremur stórvaxið hjólabretti til að sjá hversu hratt það getur farið. Dolph Lundgren tók að sér að aka gripnum í þessu grínaktuga myndskeiði sem hér fylgir. Vélin á brettinu er 1,0 lítra EcoBoost verðlaunavél Ford og eðlilega knýr hún fremur létt áfram brettið, enda 123 hestöfl. Að aftanverðu er búið að koma fyrir öllu stærri hjólum á brettið svo aflið skili sér nú í undirlagið. Þessi magnaða litla vél Ford má einnig fá í 140 hestafla útgáfu í Ford Fiesta Black- og Red-útgáfum og þá er hana einnig að finna í smáum keppnisbíl Ford í 205 hestafla útfærslu.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent