Selma leysir Jóhönnu Vigdísi af í Mamma Mia! Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2016 15:00 Selma skellir sér í hlutverk Donnu í fjarveru Jóhönnu Vigdísar og segir það bæði vera stressandi og spennandi. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er náttúrulega bara klikkun,“ segir Selma Björnsdóttir hlæjandi þegar hún er spurð að því hvernig það sé að hoppa inn í sýningu þar sem blandað er saman leiklist, dansi og söng. Selma mun leika aðalhlutverkið í sýningunni Mamma Mia! í Borgarleikhúsinu í vikutíma. Aðalleikkona sýningarinnar, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, heldur utan og hleypur Selma því í skarðið. „Ég hef nú hoppað inn í sýningar áður þannig að ég ákvað bara að gera þetta. Ég er náttúrulega líka gamall ABBA-aðdáandi og er mikið að syngja lögin með Regínu vinkonu minni á árshátíðum og svona. Þannig að ég er ekki ókunnug þessum lögum en það var vissulega áskorun að læra þetta allt á íslensku.“ Jóhanna Vigdís leikur aðalhlutverk sýningarinnar, Donnu, sem flestir ættu að hafa séð stórleikonuna Meryl Streep túlka í samnefndri kvikmynd sem kom út árið 2008. Sjálf var Selma hrifin af kvikmyndinni og tekur fram að Streep hafi verið í miklu uppáhaldi hjá henni og á Selma að sjálfsögðu nokkur uppáhalds ABBA-lög. „Winner Takes It All og svo My Love, My Life sem er kannski ekki þeirra þekktasta lag en það er eitt af mínum uppáhalds. Síðan finnst mér Gimmie! Gimmie! Gimmie! alveg hrikalega flott.“ Þó að Selma ætti að teljast þaulvön því að syngja hina ýmsu smelli sveitarinnar og með allar laglínurnar á kristaltæru þá er sýningin á íslensku og textar laganna þýddir yfir á hið ástkæra og ylhýra. „Ég setti mér það markmið fyrir mánuði að læra einn lagatexta á dag. Það er nú ekki vanþörf á því þar sem Hansa er með einhver níu sólónúmer og dúetta,“ segir hún létt í bragði og segir að fyrir sér liggi það beinast við að byrja þar. „Mér fannst gáfulegast að byrja á lögunum því svo þarf að bæta hreyfingunum ofan í þau og þá þarf maður að kunna lögin ofsalega vel. Þannig ég byrjaði á því að fókusera á þessa íslensku lagatexta, svo hreyfingarnar og svo tók ég senurnar. Ég fékk bara upptöku af sýningunni og er búin að liggja við tölvuskjáinn heima og með handritið. Svo er ég búin að vera dugleg við það að koma á sýningar og bæði horfa út í sal og svo elta Hönsu baksviðs til þess að læra á ferðalagið hennar þar.“ Hún segir bæði spennu og stress fylgja því að stíga á svið og tækla Donnu en Selma mun leysa Jóhönnu af í næstu viku á meðan sú síðarnefnda er stödd erlendis. Annað kvöld er fyrsta kvöldið sem hún stígur á svið í sýningunni. „Það er eins og ég segi, þetta er pínu klikkun en svo er þetta líka gaman og það er spenna í þessu öllu saman. Það er eitthvert svona adrenalínkikk sem er skemmtilegt,“ segir hún rétt áður en hún hleypur inn á æfingu. gydaloa@frettabladid.is Leikhús Tengdar fréttir Hlustaðu á Helga Björns og Hönsu taka lagið úr heitasta söngleiknum á Íslandi Negla SOS með ABBA. 11. mars 2016 15:27 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
„Það er náttúrulega bara klikkun,“ segir Selma Björnsdóttir hlæjandi þegar hún er spurð að því hvernig það sé að hoppa inn í sýningu þar sem blandað er saman leiklist, dansi og söng. Selma mun leika aðalhlutverkið í sýningunni Mamma Mia! í Borgarleikhúsinu í vikutíma. Aðalleikkona sýningarinnar, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, heldur utan og hleypur Selma því í skarðið. „Ég hef nú hoppað inn í sýningar áður þannig að ég ákvað bara að gera þetta. Ég er náttúrulega líka gamall ABBA-aðdáandi og er mikið að syngja lögin með Regínu vinkonu minni á árshátíðum og svona. Þannig að ég er ekki ókunnug þessum lögum en það var vissulega áskorun að læra þetta allt á íslensku.“ Jóhanna Vigdís leikur aðalhlutverk sýningarinnar, Donnu, sem flestir ættu að hafa séð stórleikonuna Meryl Streep túlka í samnefndri kvikmynd sem kom út árið 2008. Sjálf var Selma hrifin af kvikmyndinni og tekur fram að Streep hafi verið í miklu uppáhaldi hjá henni og á Selma að sjálfsögðu nokkur uppáhalds ABBA-lög. „Winner Takes It All og svo My Love, My Life sem er kannski ekki þeirra þekktasta lag en það er eitt af mínum uppáhalds. Síðan finnst mér Gimmie! Gimmie! Gimmie! alveg hrikalega flott.“ Þó að Selma ætti að teljast þaulvön því að syngja hina ýmsu smelli sveitarinnar og með allar laglínurnar á kristaltæru þá er sýningin á íslensku og textar laganna þýddir yfir á hið ástkæra og ylhýra. „Ég setti mér það markmið fyrir mánuði að læra einn lagatexta á dag. Það er nú ekki vanþörf á því þar sem Hansa er með einhver níu sólónúmer og dúetta,“ segir hún létt í bragði og segir að fyrir sér liggi það beinast við að byrja þar. „Mér fannst gáfulegast að byrja á lögunum því svo þarf að bæta hreyfingunum ofan í þau og þá þarf maður að kunna lögin ofsalega vel. Þannig ég byrjaði á því að fókusera á þessa íslensku lagatexta, svo hreyfingarnar og svo tók ég senurnar. Ég fékk bara upptöku af sýningunni og er búin að liggja við tölvuskjáinn heima og með handritið. Svo er ég búin að vera dugleg við það að koma á sýningar og bæði horfa út í sal og svo elta Hönsu baksviðs til þess að læra á ferðalagið hennar þar.“ Hún segir bæði spennu og stress fylgja því að stíga á svið og tækla Donnu en Selma mun leysa Jóhönnu af í næstu viku á meðan sú síðarnefnda er stödd erlendis. Annað kvöld er fyrsta kvöldið sem hún stígur á svið í sýningunni. „Það er eins og ég segi, þetta er pínu klikkun en svo er þetta líka gaman og það er spenna í þessu öllu saman. Það er eitthvert svona adrenalínkikk sem er skemmtilegt,“ segir hún rétt áður en hún hleypur inn á æfingu. gydaloa@frettabladid.is
Leikhús Tengdar fréttir Hlustaðu á Helga Björns og Hönsu taka lagið úr heitasta söngleiknum á Íslandi Negla SOS með ABBA. 11. mars 2016 15:27 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Hlustaðu á Helga Björns og Hönsu taka lagið úr heitasta söngleiknum á Íslandi Negla SOS með ABBA. 11. mars 2016 15:27