Er ég vakna, ó Nína, þú ert ekki lengur hér Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 5. maí 2016 13:30 Stefán og Eyfi smellpassa en í Nínu-fötin 25 árum eftir en þeir fluttu lagið Draumur um Nínu í Eurovision-söngvakeppninni í Róm. Fréttablaðið/Vilhelm „Tónleikarnir í kvöld eru nokkurs konar heiðurstónleikar, ekki bara vegna 25 ára afmælis Nínu heldur líka vegna þeirra fjölmörgu Eurovision-laga sem við elskum. Með okkur á sviðinu verður hörku band auk þeirra Jóhönnu Guðrúnar og Bjarna Ara, þau koma til með að hjálpa okkur að gera tónleikana að glæsilegri afmælisveislu,“ segir Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður spurður út í afmælistónleikana sem hann og Stefán Hilmarsson halda í Salnum í Kópavogi í kvöld í tilefni af því að tuttugu og fimm ár eru liðin frá því að þeir félagar stigu á sviðið í Róm og fluttu lagið Draumur um Nínu. „Við erum náttúrulega að halda upp á 25 ára afmæli Nínu, af því að hún hefur fylgt okkur öll þessi ár og er okkar einkennislag. Það kom mér allavega verulega á óvart hvað þetta lag hefur lifað góðu lífi og stimplað sig inn, ekki bara sem eitt vinsælasta íslenska Eurovision-lagið, heldur líka sem eitt vinsælasta dægurlag fyrr og síðar á Íslandi,“ segir Eyfi glaður í bragði og bætir við að fjólubláu og myntugrænu jakkafötin verði til staðar, en þau voru hönnuð af versluninni Gallerí 17 á sínum tíma, og hafði Svava Johansen, eigandi NTC, sem yfirumsjón með því.Stebbi og Eyfi voru flottir á sviðinu árið 1991.Margt hefur breyst á þessum tíma og hafa þeir félagar verið farsælir í tónlistarbransanum. Þegar Eyjólfur lítur til baka hugsar hann með jákvæðni til þess ævintýris sem Draumur um Nínu var. „Þegar ég hugsa til baka koma ekkert annað en frábærar minningar upp í hugann, við vorum mjög sáttir við lagið og ekki síður hópinn sem við tókum með okkur,“ segir Eyfi og bætir við að því miður muni hópurinn ekki vera með á tónleikunum í kvöld, en hann er viss um að þau verða með þeim í anda. Það er óhætt að segja að hver og einn einasti Íslendingur hafi heyrt og sönglað með laginu Draumur um Nínu, enda hefur líklega ekki verið haldin veisla eða óskalagatími í útvarpi án þess að eitt alvinsælasta dægurlag landsins sé sett á fóninn. „Vinsældir lagsins hafa ekki síst komið okkur á óvart, þar sem textinn er frekar dapurlegur. Texti lagsins fjallar um söknuð manns sem hefur misst unnustu sína, þannig það er ekki hægt að segja að það sé mikið stuð í því, en ég held að lagið og samsöngur okkar Stefáns sé nú aðalmálið þegar kemur að velgengni og vinsældum lagsins, þetta er kraftmikið og grípandi og menn syngja hástöfum með við hvert tækifæri.“ „Við ætlum svo í framhaldi að fara í smá víking og heimsækja nokkra staði úti á landi. Vestmannaeyjar, Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir, Norðfjörður og fleiri staðir eru komnir á kortið og svo ætlum við pottþétt á Borgarfjörð eystri, en þar hefur Stefán aldrei troðið upp, enda aldrei komið þangað, hann er virkilega spenntur fyrir því,“ segir Eyfi. Eurovision Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
„Tónleikarnir í kvöld eru nokkurs konar heiðurstónleikar, ekki bara vegna 25 ára afmælis Nínu heldur líka vegna þeirra fjölmörgu Eurovision-laga sem við elskum. Með okkur á sviðinu verður hörku band auk þeirra Jóhönnu Guðrúnar og Bjarna Ara, þau koma til með að hjálpa okkur að gera tónleikana að glæsilegri afmælisveislu,“ segir Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður spurður út í afmælistónleikana sem hann og Stefán Hilmarsson halda í Salnum í Kópavogi í kvöld í tilefni af því að tuttugu og fimm ár eru liðin frá því að þeir félagar stigu á sviðið í Róm og fluttu lagið Draumur um Nínu. „Við erum náttúrulega að halda upp á 25 ára afmæli Nínu, af því að hún hefur fylgt okkur öll þessi ár og er okkar einkennislag. Það kom mér allavega verulega á óvart hvað þetta lag hefur lifað góðu lífi og stimplað sig inn, ekki bara sem eitt vinsælasta íslenska Eurovision-lagið, heldur líka sem eitt vinsælasta dægurlag fyrr og síðar á Íslandi,“ segir Eyfi glaður í bragði og bætir við að fjólubláu og myntugrænu jakkafötin verði til staðar, en þau voru hönnuð af versluninni Gallerí 17 á sínum tíma, og hafði Svava Johansen, eigandi NTC, sem yfirumsjón með því.Stebbi og Eyfi voru flottir á sviðinu árið 1991.Margt hefur breyst á þessum tíma og hafa þeir félagar verið farsælir í tónlistarbransanum. Þegar Eyjólfur lítur til baka hugsar hann með jákvæðni til þess ævintýris sem Draumur um Nínu var. „Þegar ég hugsa til baka koma ekkert annað en frábærar minningar upp í hugann, við vorum mjög sáttir við lagið og ekki síður hópinn sem við tókum með okkur,“ segir Eyfi og bætir við að því miður muni hópurinn ekki vera með á tónleikunum í kvöld, en hann er viss um að þau verða með þeim í anda. Það er óhætt að segja að hver og einn einasti Íslendingur hafi heyrt og sönglað með laginu Draumur um Nínu, enda hefur líklega ekki verið haldin veisla eða óskalagatími í útvarpi án þess að eitt alvinsælasta dægurlag landsins sé sett á fóninn. „Vinsældir lagsins hafa ekki síst komið okkur á óvart, þar sem textinn er frekar dapurlegur. Texti lagsins fjallar um söknuð manns sem hefur misst unnustu sína, þannig það er ekki hægt að segja að það sé mikið stuð í því, en ég held að lagið og samsöngur okkar Stefáns sé nú aðalmálið þegar kemur að velgengni og vinsældum lagsins, þetta er kraftmikið og grípandi og menn syngja hástöfum með við hvert tækifæri.“ „Við ætlum svo í framhaldi að fara í smá víking og heimsækja nokkra staði úti á landi. Vestmannaeyjar, Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir, Norðfjörður og fleiri staðir eru komnir á kortið og svo ætlum við pottþétt á Borgarfjörð eystri, en þar hefur Stefán aldrei troðið upp, enda aldrei komið þangað, hann er virkilega spenntur fyrir því,“ segir Eyfi.
Eurovision Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira