BMW M760i í tilefni 100 ára afmælis BMW Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2016 12:15 BMW M760i afmælisútgáfa. Þýski bílframleiðandinn BMW fagnar 100 ára afmæli sínu í ár og ætlar að framleiða þessa afmælisútgáfu 7-línunnar í glæsilegri og afara aflmikilli útgáfu í tilefni þess. BMW ætlar þó aðeins að framleiða 100 eintök af þessum bíl. Hann verður með 12 strokka 6,6 lítra vél sem skilar 610 hestöflum til allra hjóla bílsins. BMW hefur ekki enn gefið upp hvað þessi glæsilega bíll mun kosta, en víst er að tilvonandi eigendur þurfa að grafa djúpt í veski sín til að tryggja sér eintak. Bíllinn mun aðeins fást í einum lit, Centennial Blue með metallic lakki. Hann stendur á tveggja tóna 20 tommu álfelgum og innrétting bílsins er klædd ljóslituðu leðri sem handsaumað er með breiðum þræði. Bíllinn verður merktur í bak og fyrir sem afmælisútgáfa. Alcantara efni verður í rjáfri bílsins og mælaborðið einkennist af píanó-svartri áferð. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Þýski bílframleiðandinn BMW fagnar 100 ára afmæli sínu í ár og ætlar að framleiða þessa afmælisútgáfu 7-línunnar í glæsilegri og afara aflmikilli útgáfu í tilefni þess. BMW ætlar þó aðeins að framleiða 100 eintök af þessum bíl. Hann verður með 12 strokka 6,6 lítra vél sem skilar 610 hestöflum til allra hjóla bílsins. BMW hefur ekki enn gefið upp hvað þessi glæsilega bíll mun kosta, en víst er að tilvonandi eigendur þurfa að grafa djúpt í veski sín til að tryggja sér eintak. Bíllinn mun aðeins fást í einum lit, Centennial Blue með metallic lakki. Hann stendur á tveggja tóna 20 tommu álfelgum og innrétting bílsins er klædd ljóslituðu leðri sem handsaumað er með breiðum þræði. Bíllinn verður merktur í bak og fyrir sem afmælisútgáfa. Alcantara efni verður í rjáfri bílsins og mælaborðið einkennist af píanó-svartri áferð.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent