Fyrsti dagur æfinga í Stokkhólmi: Sergey hrasaði Laufey Helga Guðmundsdóttir í Stokkhólmi skrifar 3. maí 2016 10:30 Eurovision dagatal grúppíunnar hefur runnið smurt í gegn síðustu mánuði. Síðasta vetur hófust undankeppnir í hverju landinu á fætur öðru og voru þær 25 talsins þar til yfir lauk. Lögin sem valin voru innbyrðis hjá ríkissjónvarpsstöðvunum týndust líka inn en skila þurfti lögunum fullkláruðum til Stokkhólms þann 14. mars. Þau voru ansi mörg vongóðu söngvakeppnislögin sem hófu sig til flugs til þess eins að enda í Eurovision kirkjugarðinum (eða fjöldagröf eins og réttara væri að kalla þau) og verða þar með aldrei flutt á sviði í þessari stærstu söngvakeppni veraldar. Því næst hófst kynningarstarf keppenda sem þustu á milli Moskvu, Tel Aviv, Amsterdam London, Riga og meira segja Möltu til að kynna sig og sitt lag. Nú er svo loksins komið að því – allt er til reiðu í Stokkhólmi og æfingar keppenda í Eurovision 2016 hófust í Globen höllinni í gær. Eurovision 2016 einkennist af þrennu; textaendurtekningum, sjónrænni grafík í þriðja veldi (enda sviðið í Globen sérstaklega hannað til þess arna) og 35 atriði af 42 eru sungin af einsöngvurum. Maðurinn sem skorar í öll þessi box heitir Sergey Lazarev og kemur frá Rússlandi. Honum hefur verið spáð sérlega góðu gengi í ár og hefur leitt veðbandaspár síðustu vikur. Sergey þessi er mjög þekktur leikari, söngvari og þáttastjórnandi í heimalandi sínu (hefur m.a. leikið Figaro í Brúðkaupi Figaros – geri aðrir betur). Sergey mætir til Stokkhólms með skotheldan eyrnaorm úr smiðju helsta Eurovisionlagahöfunds Rússa (Philip Kirkorov) og helsta Eurovisionlagahöfunds Grikkja (Dimitris Kontopoulos). Þetta getur bara ekki klikkað! Ofan á þá bombu bæta þeir við heljarinnar grafík og príli hjá Sergey til að sviðsmynd myndbands hans lifni við. Reyndar voru fimleikarnir svo miklir á fyrstu æfingu í dag að Sergey hrasaði. Hann hlaut þó engin meiðsli af. Eflaust munu einhverjir sjá líkindi við atriði Mans Zelmerlov frá því í fyrra og við atriði Gretu Salóme í ár en Sergey svaraði þessu atriði vel á blaðamannafundi eftir æfingu í dag - þetta væri einfaldlega nýja Eurovision tíska að nota sjónrænar brellur og menn væru stöðugt að reyna að bæta sig skemmtanabransanum. Síðar í dag mátti sjá Rússa taka dýfu í helstu Eurovision veðbönkunum vegna þessa óhapps Sergeys í dag. Það dregur því á milli með vængjaða Rússanum og hjartaknúsaranum frá Frakklandi. Meira um það síðar. Eurovision Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Eurovision dagatal grúppíunnar hefur runnið smurt í gegn síðustu mánuði. Síðasta vetur hófust undankeppnir í hverju landinu á fætur öðru og voru þær 25 talsins þar til yfir lauk. Lögin sem valin voru innbyrðis hjá ríkissjónvarpsstöðvunum týndust líka inn en skila þurfti lögunum fullkláruðum til Stokkhólms þann 14. mars. Þau voru ansi mörg vongóðu söngvakeppnislögin sem hófu sig til flugs til þess eins að enda í Eurovision kirkjugarðinum (eða fjöldagröf eins og réttara væri að kalla þau) og verða þar með aldrei flutt á sviði í þessari stærstu söngvakeppni veraldar. Því næst hófst kynningarstarf keppenda sem þustu á milli Moskvu, Tel Aviv, Amsterdam London, Riga og meira segja Möltu til að kynna sig og sitt lag. Nú er svo loksins komið að því – allt er til reiðu í Stokkhólmi og æfingar keppenda í Eurovision 2016 hófust í Globen höllinni í gær. Eurovision 2016 einkennist af þrennu; textaendurtekningum, sjónrænni grafík í þriðja veldi (enda sviðið í Globen sérstaklega hannað til þess arna) og 35 atriði af 42 eru sungin af einsöngvurum. Maðurinn sem skorar í öll þessi box heitir Sergey Lazarev og kemur frá Rússlandi. Honum hefur verið spáð sérlega góðu gengi í ár og hefur leitt veðbandaspár síðustu vikur. Sergey þessi er mjög þekktur leikari, söngvari og þáttastjórnandi í heimalandi sínu (hefur m.a. leikið Figaro í Brúðkaupi Figaros – geri aðrir betur). Sergey mætir til Stokkhólms með skotheldan eyrnaorm úr smiðju helsta Eurovisionlagahöfunds Rússa (Philip Kirkorov) og helsta Eurovisionlagahöfunds Grikkja (Dimitris Kontopoulos). Þetta getur bara ekki klikkað! Ofan á þá bombu bæta þeir við heljarinnar grafík og príli hjá Sergey til að sviðsmynd myndbands hans lifni við. Reyndar voru fimleikarnir svo miklir á fyrstu æfingu í dag að Sergey hrasaði. Hann hlaut þó engin meiðsli af. Eflaust munu einhverjir sjá líkindi við atriði Mans Zelmerlov frá því í fyrra og við atriði Gretu Salóme í ár en Sergey svaraði þessu atriði vel á blaðamannafundi eftir æfingu í dag - þetta væri einfaldlega nýja Eurovision tíska að nota sjónrænar brellur og menn væru stöðugt að reyna að bæta sig skemmtanabransanum. Síðar í dag mátti sjá Rússa taka dýfu í helstu Eurovision veðbönkunum vegna þessa óhapps Sergeys í dag. Það dregur því á milli með vængjaða Rússanum og hjartaknúsaranum frá Frakklandi. Meira um það síðar.
Eurovision Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira