Niðurstaðan er ekki gefin Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. maí 2016 07:00 Aukinn þungi er að færast í umræðu um komandi forsetakosningar, sem fram fara undir júnílok næstkomandi, og línur heldur að skerpast, jafnvel þótt ekki liggi enn fyrir hverjir á endanum verði í kjöri. Svigrúm þeirra sem enn kunna að eiga eftir að stíga fram er þó heldur að minnka því frestur til að skila til innanríkisráðuneytisins tilkynningu um framboð, ásamt tilskildum gögnum, rennur út 20. maí. Líkt og kunnugt er töldu margir frambjóðendur forsendur breyttar þegar sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, tilkynnti fyrir um hálfum mánuði að sér hefði snúist hugur og að hann ætlaði, eftir allt saman, að bjóða sig fram aftur til embættisins. Ólafur sagðist bregðast við ákalli fjölda fólks um að hann gæfi kost á sér áfram og vitnaði til þess á kynningarfundi um eigið framboð á Bessastöðum að fram undan væru óvissutímar og styrka hönd kynni að þurfa í embættinu þegar kæmi til þess næst að mynda hér ríkisstjórn. Og þótt einhverjir hafi haft á orði að með þessum orðum vantreysti Ólafur Ragnar bersýnilega öllum öðrum en sjálfum sér til verka þá virtist stórum hluta fólks létt við tilhugsunina um að vanur maður ætlaði að gegna starfi sínu áfram. Fyrstu kannanir sýndu vel yfir helmingsfylgi við framboð hans. Lítil skoðanakönnun sem Frjáls verslun lét gera núna frá fimmtudegi til sunnudagsins 1. maí leiðir hins vegar óvænt í ljós að óvarlegt væri að gefa sér fyrirfram nokkuð um niðurstöðuna í kosningunum 25. júní. Á vef útgáfufélagsins var í gær frá því greint að ekki væri marktækur munur á fylgi við Ólaf Ragnar og Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing. Í könnuninni, þar sem gild svör fengust frá 445, var Guðni meira að segja með örlitla forystu þegar fólk var beðið um að velja á milli þeirra tveggja eingöngu, 51,1 prósents fylgi á móti 48,9 prósentum. Sitjandi forseti nýtur mests fylgis hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Athygli vekur að ekki reyndist marktækur munur á fylgi frambjóðenda eftir aldri kjósenda, utan að Ólafur nýtur mun meira fylgis hjá fólki yfir sjötugu, 63 prósent á móti 32 prósentum Guðna. Þegar fólk er beðið að nefna hvern sem er þá verður dreifingin eðlilega meiri, Ólafur Ragnar með 32,3 prósenta fylgi, Guðni með 27,0 prósent, Andri Snær Magnason rithöfundur með 5,8 prósent og aðrir með minna (en samanlagt 34,5 prósent). Enn er tími til stefnu og margt getur breyst. Þó er ljóst að strax í lok þessarar viku skýrist val kjósenda enn frekar þegar Guðni Th. greinir frá því á uppstigningardag hvort hann gefi kost á sér í embættið. Í það minnsta virðist orðið óhætt að spá spennandi kosningum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími fyrir sögu Hafþór Sævarsson Skoðun
Aukinn þungi er að færast í umræðu um komandi forsetakosningar, sem fram fara undir júnílok næstkomandi, og línur heldur að skerpast, jafnvel þótt ekki liggi enn fyrir hverjir á endanum verði í kjöri. Svigrúm þeirra sem enn kunna að eiga eftir að stíga fram er þó heldur að minnka því frestur til að skila til innanríkisráðuneytisins tilkynningu um framboð, ásamt tilskildum gögnum, rennur út 20. maí. Líkt og kunnugt er töldu margir frambjóðendur forsendur breyttar þegar sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, tilkynnti fyrir um hálfum mánuði að sér hefði snúist hugur og að hann ætlaði, eftir allt saman, að bjóða sig fram aftur til embættisins. Ólafur sagðist bregðast við ákalli fjölda fólks um að hann gæfi kost á sér áfram og vitnaði til þess á kynningarfundi um eigið framboð á Bessastöðum að fram undan væru óvissutímar og styrka hönd kynni að þurfa í embættinu þegar kæmi til þess næst að mynda hér ríkisstjórn. Og þótt einhverjir hafi haft á orði að með þessum orðum vantreysti Ólafur Ragnar bersýnilega öllum öðrum en sjálfum sér til verka þá virtist stórum hluta fólks létt við tilhugsunina um að vanur maður ætlaði að gegna starfi sínu áfram. Fyrstu kannanir sýndu vel yfir helmingsfylgi við framboð hans. Lítil skoðanakönnun sem Frjáls verslun lét gera núna frá fimmtudegi til sunnudagsins 1. maí leiðir hins vegar óvænt í ljós að óvarlegt væri að gefa sér fyrirfram nokkuð um niðurstöðuna í kosningunum 25. júní. Á vef útgáfufélagsins var í gær frá því greint að ekki væri marktækur munur á fylgi við Ólaf Ragnar og Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing. Í könnuninni, þar sem gild svör fengust frá 445, var Guðni meira að segja með örlitla forystu þegar fólk var beðið um að velja á milli þeirra tveggja eingöngu, 51,1 prósents fylgi á móti 48,9 prósentum. Sitjandi forseti nýtur mests fylgis hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Athygli vekur að ekki reyndist marktækur munur á fylgi frambjóðenda eftir aldri kjósenda, utan að Ólafur nýtur mun meira fylgis hjá fólki yfir sjötugu, 63 prósent á móti 32 prósentum Guðna. Þegar fólk er beðið að nefna hvern sem er þá verður dreifingin eðlilega meiri, Ólafur Ragnar með 32,3 prósenta fylgi, Guðni með 27,0 prósent, Andri Snær Magnason rithöfundur með 5,8 prósent og aðrir með minna (en samanlagt 34,5 prósent). Enn er tími til stefnu og margt getur breyst. Þó er ljóst að strax í lok þessarar viku skýrist val kjósenda enn frekar þegar Guðni Th. greinir frá því á uppstigningardag hvort hann gefi kost á sér í embættið. Í það minnsta virðist orðið óhætt að spá spennandi kosningum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun