Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2016 22:02 Júlíus Vífill og Guðmundur Ágúst eru bornir þungum sökum af systkinum sínum. Vísir/Valli/Pjetur Guðmundur Ágúst Ingvarsson, fyrrverandi formaður HSÍ, segir margt undarlegt sem fram kom í Kastljós-þætti kvöldsins en þar var hann borinn þungum sökum af systkinum sínum sem segja hann og bróður hans Júlíus Vífil hafa falið fé úr eftirlaunasjóði foreldra sinna í aflandsfélögum. Foreldrar þeirra voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir en þau áttu bílaumboðið Ingvar Helgason. Ingvar Helgason var um tíma talinn ríkasti maður landsins. Eftir að Ingvar lést árið 1999 tók Sigríður að leita að eftirlaunasjóði sem hann hafði tjáð henni að myndi tryggja þeim hjónum áhyggjulaust ævikvöld. „Bull og vitleysa“ Lögmaður systkinanna segir að umbjóðendur sínir telji að um digran sjóð sé að ræða sem hlaupi á mörg hundruð milljónum íslenskra króna. Guðmundur Ágúst fylgdist með þætti kvöldsins en þar var hann meðal annars sakaður um að hafa verið á bakvið kaup erlends fjárfestis, Lindos Alliance, á 18 prósenta hlut í fyrirtækinu Ingvar Helgason sem þá hafði sameinast Bílheimum fyrir 300 milljónir. Fulltrúi Lindos Alliance kom aldrei til Íslands og stjórnarmeðlimir hittu aldrei neinn nema umboðsmann félagsins sem var Júlíus Vífill. Eftir að Ingvar Helgason var selt nýjum kaupendum fyrir 25 milljónir króna átti eftir að greiða 100 milljón króna skuld til Lindos Alliance en aðrar skuldir fyrirtækisins fengust felldar niður. Guðmundur Ágúst segir að von sé á yfirlýsingu frá sér og að raunar hafi hann sent Kastljósi svör við spurningum sem beint var til hans en að viðbrögð hans hafi ekki verið lesin upp í þættinum. „Það er margt undarlegt sem fram kom í þessum þætti sem þarfnast nánari athugunar,“ segir Guðmundur Ágúst í samtali við fréttastofu. Hann segir að mestallt sem fram komi í þættingum sé „bull og vitleysa“. Hann hyggst ná andanum í kvöld eins og hann orðar það og ráðfæra sig þvínæst við lögfræðing og aðra aðila. Hann vildi ekki bregðast við þeim orðum Júlíusar Vífils að margt sem fram kæmi væri mannorðsmeiðandi og hvort hann hygðist leita réttar síns vegna slíks. Eftirlaunasjóðurinn fyrrnefndi hefur aldrei komið í leitirnar en ekkja Ingvars leitaði að sjóðnum um tíma. Systkini þeirra Júlíusar Vífils og Guðmundar vilja nú setja breskt rannsóknarfyrirtæki í málið. Þau vilja svör. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Guðmundur Ágúst Ingvarsson, fyrrverandi formaður HSÍ, segir margt undarlegt sem fram kom í Kastljós-þætti kvöldsins en þar var hann borinn þungum sökum af systkinum sínum sem segja hann og bróður hans Júlíus Vífil hafa falið fé úr eftirlaunasjóði foreldra sinna í aflandsfélögum. Foreldrar þeirra voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir en þau áttu bílaumboðið Ingvar Helgason. Ingvar Helgason var um tíma talinn ríkasti maður landsins. Eftir að Ingvar lést árið 1999 tók Sigríður að leita að eftirlaunasjóði sem hann hafði tjáð henni að myndi tryggja þeim hjónum áhyggjulaust ævikvöld. „Bull og vitleysa“ Lögmaður systkinanna segir að umbjóðendur sínir telji að um digran sjóð sé að ræða sem hlaupi á mörg hundruð milljónum íslenskra króna. Guðmundur Ágúst fylgdist með þætti kvöldsins en þar var hann meðal annars sakaður um að hafa verið á bakvið kaup erlends fjárfestis, Lindos Alliance, á 18 prósenta hlut í fyrirtækinu Ingvar Helgason sem þá hafði sameinast Bílheimum fyrir 300 milljónir. Fulltrúi Lindos Alliance kom aldrei til Íslands og stjórnarmeðlimir hittu aldrei neinn nema umboðsmann félagsins sem var Júlíus Vífill. Eftir að Ingvar Helgason var selt nýjum kaupendum fyrir 25 milljónir króna átti eftir að greiða 100 milljón króna skuld til Lindos Alliance en aðrar skuldir fyrirtækisins fengust felldar niður. Guðmundur Ágúst segir að von sé á yfirlýsingu frá sér og að raunar hafi hann sent Kastljósi svör við spurningum sem beint var til hans en að viðbrögð hans hafi ekki verið lesin upp í þættinum. „Það er margt undarlegt sem fram kom í þessum þætti sem þarfnast nánari athugunar,“ segir Guðmundur Ágúst í samtali við fréttastofu. Hann segir að mestallt sem fram komi í þættingum sé „bull og vitleysa“. Hann hyggst ná andanum í kvöld eins og hann orðar það og ráðfæra sig þvínæst við lögfræðing og aðra aðila. Hann vildi ekki bregðast við þeim orðum Júlíusar Vífils að margt sem fram kæmi væri mannorðsmeiðandi og hvort hann hygðist leita réttar síns vegna slíks. Eftirlaunasjóðurinn fyrrnefndi hefur aldrei komið í leitirnar en ekkja Ingvars leitaði að sjóðnum um tíma. Systkini þeirra Júlíusar Vífils og Guðmundar vilja nú setja breskt rannsóknarfyrirtæki í málið. Þau vilja svör.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira