Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2016 21:09 Júlíus Vífill Ingvarsson tók lagið ásamt Grétu Hergilsdóttur óperusöngkonu við opnun kosningskrifstofu sinnar í prófkjöri Sjálfstæðismanna árið 2013. Systkini Júlíusar Vífils Ingvarssonar bera hann og bróður hans, Guðmund Ágúst Ingvarsson, þungum sökum í Kastljósi í kvöld. Eins og fram hefur komið telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Þau segja Júlíus Vífil hafa hringt í sig eftir Kastljós-þáttinn fyrsta sem fjallaði um Panama-skjölin og sýndur var 4. apríl og viðurkennt þetta. Hann neitar því hvorki né játar í dag. Þetta kom fram í Kastljós þætti kvöldsins og er greint frá málinu á RÚV. Sjá einnig: Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku Júlíus Vífill segir ásakanir systkina sinna illmælgi og að þetta séu algjör ósannindi. Hann segir að um getgátur og dylgjur sé að ræða sem ekki byggi á neinum gögnum. Þetta kom fram í yfirlýsingu hans til Kastljóss en hann hefur ekki svarað símtölum fréttastofu Vísis í kvöld. Eftirlaunasjóður Ingvars hvarf Foreldrar Júlíusar Vífils voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir. Ingvar lést árið 1999 og Sigríður í fyrra en hún sat í óskiptu búi eftir að eiginmaður hennar lést. Hún hóf leit að eftirlaunasjóði sínum og eiginmanns hennar sem sagður er hafa átt að tryggja þeim hjónum ljúfan ævidag sama hvernig færi á Íslandi. Þessi sjóður fannst hvergi. Nú vilja systkini Júlíusar að dánarbúinu verði veitt heimild til að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að sjóðnum. Guðrún Ingvarsdóttir systir Júlíusar Vífils Ingvarssonar ber hann þungum sökum.Skjáskot af RÚV Þegar Ingvar lést var fyrirtæki hans Ingvar Helgason metið á mörg hundruð milljónir en á aðeins fáeinum árum breyttist eignastaða fyrirtækisins og skuldir jukust. Á sama tíma hækkuðu laun stjórnenda. Árið 2001 vildi erlendur fjárfestir kaupa 18 prósenta hlut í fyrirtækinu sem þá hafði sameinast Bílheimum. Það var fyrirtækið Lindos Alliance sem var samkvæmt fundargerðum staðsett í Lúxemborg. Ætlaði fjárfestirinn að kaupa hlutinn á 300 milljónir íslenskra króna sem þótti undarlegt sökum þess að skuldir fyrirtækisins námu 200 milljónum. Eftirgrennslan bresks rannsóknarfyrirtækis leiðir í ljós að félagið Lindos Alliance var aldrei staðsett í Lúxemborg heldur á skattparadísinni Tortóla. Erfitt hefur reynst að finna út um raunverulegt eignarhald þess. Systkinin vilja fá svör. Guðrún Ingvarsdóttir sagði í Kastljósi vilja komast til botns í málinu enda sé verið að sýsla með lífeyrisfé foreldra hennar. „Það er alltaf verið að ljúga að manni að þeir séu ekki til.“ Þá sagði Ágúst Jóhannsson barnabarn hjónanna greinilegt að bræðurnir hefðu eitthvað að fela þegar reikningar föður þeirra komu til tals eftir að Sigríður lést. Hún fékk aldrei vitneskju um hvert peningar eiginmanns hennar hefðu farið eins og áður hefur komið fram. „Henni var haldið utan við þetta af börnunum sínum,“ sagði Ágúst í þætti kvöldsins. Ágúst heldur því einnig fram að Júlíus Vífill hafi hringt í sig og viðurkennt að eftirlaunasjóður foreldra hans sé geymdur í félaginu Silwood Foundation á Panama. Hann hafi ætlað að skila þeim í dánarbúið en það hafi aldrei gefist réttur tími. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira
Systkini Júlíusar Vífils Ingvarssonar bera hann og bróður hans, Guðmund Ágúst Ingvarsson, þungum sökum í Kastljósi í kvöld. Eins og fram hefur komið telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Þau segja Júlíus Vífil hafa hringt í sig eftir Kastljós-þáttinn fyrsta sem fjallaði um Panama-skjölin og sýndur var 4. apríl og viðurkennt þetta. Hann neitar því hvorki né játar í dag. Þetta kom fram í Kastljós þætti kvöldsins og er greint frá málinu á RÚV. Sjá einnig: Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku Júlíus Vífill segir ásakanir systkina sinna illmælgi og að þetta séu algjör ósannindi. Hann segir að um getgátur og dylgjur sé að ræða sem ekki byggi á neinum gögnum. Þetta kom fram í yfirlýsingu hans til Kastljóss en hann hefur ekki svarað símtölum fréttastofu Vísis í kvöld. Eftirlaunasjóður Ingvars hvarf Foreldrar Júlíusar Vífils voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir. Ingvar lést árið 1999 og Sigríður í fyrra en hún sat í óskiptu búi eftir að eiginmaður hennar lést. Hún hóf leit að eftirlaunasjóði sínum og eiginmanns hennar sem sagður er hafa átt að tryggja þeim hjónum ljúfan ævidag sama hvernig færi á Íslandi. Þessi sjóður fannst hvergi. Nú vilja systkini Júlíusar að dánarbúinu verði veitt heimild til að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að sjóðnum. Guðrún Ingvarsdóttir systir Júlíusar Vífils Ingvarssonar ber hann þungum sökum.Skjáskot af RÚV Þegar Ingvar lést var fyrirtæki hans Ingvar Helgason metið á mörg hundruð milljónir en á aðeins fáeinum árum breyttist eignastaða fyrirtækisins og skuldir jukust. Á sama tíma hækkuðu laun stjórnenda. Árið 2001 vildi erlendur fjárfestir kaupa 18 prósenta hlut í fyrirtækinu sem þá hafði sameinast Bílheimum. Það var fyrirtækið Lindos Alliance sem var samkvæmt fundargerðum staðsett í Lúxemborg. Ætlaði fjárfestirinn að kaupa hlutinn á 300 milljónir íslenskra króna sem þótti undarlegt sökum þess að skuldir fyrirtækisins námu 200 milljónum. Eftirgrennslan bresks rannsóknarfyrirtækis leiðir í ljós að félagið Lindos Alliance var aldrei staðsett í Lúxemborg heldur á skattparadísinni Tortóla. Erfitt hefur reynst að finna út um raunverulegt eignarhald þess. Systkinin vilja fá svör. Guðrún Ingvarsdóttir sagði í Kastljósi vilja komast til botns í málinu enda sé verið að sýsla með lífeyrisfé foreldra hennar. „Það er alltaf verið að ljúga að manni að þeir séu ekki til.“ Þá sagði Ágúst Jóhannsson barnabarn hjónanna greinilegt að bræðurnir hefðu eitthvað að fela þegar reikningar föður þeirra komu til tals eftir að Sigríður lést. Hún fékk aldrei vitneskju um hvert peningar eiginmanns hennar hefðu farið eins og áður hefur komið fram. „Henni var haldið utan við þetta af börnunum sínum,“ sagði Ágúst í þætti kvöldsins. Ágúst heldur því einnig fram að Júlíus Vífill hafi hringt í sig og viðurkennt að eftirlaunasjóður foreldra hans sé geymdur í félaginu Silwood Foundation á Panama. Hann hafi ætlað að skila þeim í dánarbúið en það hafi aldrei gefist réttur tími.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira