Norðmenn og Danir kenna sjálfum sér um dapurt gengi í Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2016 14:29 Hér má sjá hina norsku Agnetu Johansen þerra tár af vanga eftir að ljóst var að hún færi ekki upp úr undariðli. Örlög hennar voru þau sömu og fulltrúa Dana, Finna og Íslendinga sem komust ekki heldur upp úr sínum undanriðlum í Eurovision í ár. Vísir/EPA Engin Norðurlandaþjóð komst upp úr undanriðlum í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þetta árið og verða gestgjafarnir, Svíþjóð, eina Norðurlandaþjóðin sem mun keppa til úrslita á laugardag. Af umfjöllun að dæma ytra er ekki að sjá að Finnar, Danir né Norðmenn kenni nokkru um nema sjálfum sér þegar kemur að döprum árangri í keppninni í ár.Sjá einnig: Greta Salóme gengur hnarreist og stolt frá Eurovision ævintýrinu Oftast hafa heyrst raddir um kosningabandalög þjóða í Austur Evrópu þegar Norðurlandaþjóðunum gengur illa í Eurovision og eru fræg ummæli Eiríks Haukssonar þegar hann hélt því fram fullum fetum að Austur Evrópa hefði lýst yfir stríði þegar engin þjóð úr Vestur Evrópu komst upp úr undanriðli árið 2007 þegar hann söng framlag Íslands það árið, Valentine´s Lost. Fyrirkomulaginu var breytt árið eftir, þar sem myndaðir voru tveir undariðlar í stað eins og var þannig reynt að koma í veg fyrir þessi svokölluðu kosningabandalög. Það var einmitt árið 2008 sem Ísland komst í fyrsta skiptið upp úr undariðli þegar Eurobandið flaug í úrslitin með lagið This Is My Life. Á árunum á undan höfðu hvorki Eiríkur, Silvía Nótt né Selma Björnsdóttir náð því. Í kjölfar Eurobandsins fylgdu Jóhanna Guðrún, Hera Björk, Vinir Sjonna, Greta Salóme og Jónsi, Eyþór Ingi og Pollapönk í úrslit, sem sagt Ísland í úrslit Eurovision sjö ár í röð, en árið í fyrra komst María Ólafs ekki í úrslit og náði Greta Salóme því ekki heldur í ár.Sjá einnig: Dapur árangur í Eurovision vekur upp minningar frá mögru árunum okkarAtriðið litlaust og nafnið truflaði En við Íslendingar erum ekki einir að standa frammi fyrir því að ná ekki í úrslit tvö ár í röð. Danska tríóið, Lighthouse X, komst ekki upp úr seinni undanriðlinum í gærkvöldi með lagið Soldiers of Love. Árið áður hafði sveitinni Anti Social Media einnig mistekist það með lagið The Way You Are. Það er ekki að heyra á Dönum að þeir kenni neinu öðru um nema laginu sjálfu að hafa ekki komist í úrslitin ár.Formaður danska Eurovision-aðdáendaklúbbsins Johann Sorensen segir í samtali við BT.DK að atriðið hafi verið litlaust og lagið ekkert sérstakt. Þá segir hann það ekki hafa hjálpað til að flest viðtölin við blaðamenn snerust um að útskýra fyrir þeim hvernig ætti að bera fram nafn bandsins. Var ávallt spurt hvort ætti að bera það fram sem Lighthouse X eða Lightohouse 10. „Þetta hefði þurft að snúast um lagið,“ segir Sorensen.Þá segir hann drengjaböndum oftast nær farnast illa í Eurovision, fyrir utan sænsku drengina í Herreys sem unnu árið 1984 með lagið Diggiloo Diggiley. Hann sagði sviðsframkomu drengjanna hafa verið litlausa. Þegar þeir hreyfðu sig hafi það verið samhengislaust og hefði þeim þurft að samhæfa dansinn að mati Sorensen.Evrópa skildi ekki norska atriðið Hin norska Agnete Johansen komst heldur ekki áfram úr undanriðlinum í gærkvöldi með lagið sitt Icebreaker. Ólíkt danska atriðinu höfðu veðbankar spáð henni í úrslitin en svo fór að hún náði ekki að heilla Evrópu með sér. Þeir sem fara fyrir norska Eurovision-hópnum eru þeir Jan Fredrik Karlsen og Stig Karlsen en þeir sögðu skýringuna einfalda: „Lagið virkaði ekki nógu vel til að komast í úrslit. Það er svo einfalt.“Þurfa velja framlag með Evrópu í hugaStig Karlsen segir í samtali við Kjendis.No að lagið sé nútímalegt og ögrandi og þar að auki með taktbreytingar og aðra hluti sem fólk er ekki vant að heyra. „Og ég held að Evrópa hafi ekki skilið það,“ segir Stig. Norðmenn fóru í Eurovision fullir sjálfstrausts. 1,3 milljónir áhorfenda horfðu á undankeppnina í Noregi og töldu keppnina í eina þá glæsilegustu sem hefur verið haldin. Niðurstaðan varð þó önnur og telja þeir Jan Fredrik og Stig að Norðmenn verði að líta til Evrópu þegar þeir velja sitt framlag ef þeir ætli að ná árangri í Eurovision.Ætla að vinna á næsta ári Spurðir hvort þeir hefðu viljað breyta einhverju svarar Stig: „Við vorum ánægðir með margt en viljum meira. Við munum fara yfir atriðið á ný og í framhaldinu leggja fram nýja áætlun. Við munum vinna og það gerist á næsta ári.“ Það sem gerist á að gerastFinnski flytjandinn Sandhja var allt annað en ósátt að eigin sögn eftir að það var ljóst að hún færi ekki upp úr fyrri undanriðlinum á þriðjudagskvöld. „Það sem á að gerast gerist. Það er hægt að draga lærdóm af öllu og fátt er svo með öllu illt að eigi boði nokkuð gott.“ Bretar uppteknir af kosningabandalögum Bretar hafa lengi verið uppteknir af kosningabandalögum í Eurovision og er eftirminnilegt þegar Sir Terry Wogan ákvað að hætta sem lýsandi eftir keppnina árið 2008 sem hann sagði ekki hafa snúist um tónlist, heldur landamæri.Bonnie Tyler keppti fyrir hönd Breta í Eurovision árið 2013.Vísir/EPABonnie Tyler sagði kosninguna ótrúlega eftir að hún hafnaði í 19. sæti af 26 árið 2013 og sagði Simon Webbe, úr drengjasveitinni Blue, að keppnin snúist ekki um lögin heldur nágranna hverrar þjóðar. Bretum hefur gengið verulega illa í Eurovision undanfarin ár. Síðastliðin þrettán ár hafa Bretar hafnað í neðsta sæti og aðeins tveir af síðustu fimmtán keppendum hafa náð í topp tíu. Í ítarlegri greiningu The Telegraph eru stærstu kosningabandalögin sögð: Balkanlöndin – löndin sem áður tilheyrðu Júgóslavíu ásamt Rúmeníu og Albaníu.Sovétríkin fyrrverandi og leppríki þeirra í Austur Evrópu. Skandinavía – En þar telur Telegraph upp Svíþjóð, Danmörk, Noreg, Finnland, Ísland ásamt Litháen og Lettlandi. Noregur oftast verið neðst Í greiningu Telegraph er tekið fram að Bretlandi hafi oft á tíðum notið góðs af nágrannaríkjum og vinaþjóðum en bent er á kosningabandalög komi ekki öllum til góðs. Er Noregur nefnt þar sem dæmi um land sem hefur ellefu sinnum hafnaði í neðsta sæti og fjórum sinnum fengið engin stig. Segir í grein Telegraph að aðeins séu sex þjóðir í Eurovision sem geti talist utan allra kosningabandalaga: Mónakó, Frakkland, Ísrael, Sviss, Portúgal og Þýskaland. „Kosningabandalögin er óneitanlega stór hluti af Eurovision, en það er ekki eina ástæðan fyrir því að okkur gengur illa,“ segir í niðurlagi greinar Telegraph.Virðist ekki hafa verið kosið eftir landamærum í fyrri undanriðlinumÁ vef breska dagblaðsins Metro er dregin sú ályktun eftir fyrri undanriðilinn að kosningabandalögin hafi ekki skilað miklu. Rússland fór áfram ásamt Aserbaídsjan og Armeníu á meðan Eistland og Moldavía sátu eftir. Þá fór Kýpur áfram en Grikkland sat eftir og Finnar og Íslendingar sátu eftirminnilega eftir.Hér fyrir neðan má svo sjá framlag Breta í ár. Eurovision Tengdar fréttir Svíþjóð eina Norðurlandaþjóðin sem keppir til úrslita í Eurovision Seinni undankeppni Eurovision var að ljúka. Tíu þjóðir tryggðu sér þátttöku í úrslitunum á laugardag. 12. maí 2016 20:46 Måns mætti nakinn á svið Þegar hann heyrði að nekt væri gegn reglunum sneri hann vonsvikinn við. 12. maí 2016 20:21 Felix Bergsson: „Rússar vinna Eurovision" Stjórnandi sjónvarpsþáttarins Alla leið var með 9 af 10 réttum hvað sigurvegara kvöldsins varðar. 12. maí 2016 22:27 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Engin Norðurlandaþjóð komst upp úr undanriðlum í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þetta árið og verða gestgjafarnir, Svíþjóð, eina Norðurlandaþjóðin sem mun keppa til úrslita á laugardag. Af umfjöllun að dæma ytra er ekki að sjá að Finnar, Danir né Norðmenn kenni nokkru um nema sjálfum sér þegar kemur að döprum árangri í keppninni í ár.Sjá einnig: Greta Salóme gengur hnarreist og stolt frá Eurovision ævintýrinu Oftast hafa heyrst raddir um kosningabandalög þjóða í Austur Evrópu þegar Norðurlandaþjóðunum gengur illa í Eurovision og eru fræg ummæli Eiríks Haukssonar þegar hann hélt því fram fullum fetum að Austur Evrópa hefði lýst yfir stríði þegar engin þjóð úr Vestur Evrópu komst upp úr undanriðli árið 2007 þegar hann söng framlag Íslands það árið, Valentine´s Lost. Fyrirkomulaginu var breytt árið eftir, þar sem myndaðir voru tveir undariðlar í stað eins og var þannig reynt að koma í veg fyrir þessi svokölluðu kosningabandalög. Það var einmitt árið 2008 sem Ísland komst í fyrsta skiptið upp úr undariðli þegar Eurobandið flaug í úrslitin með lagið This Is My Life. Á árunum á undan höfðu hvorki Eiríkur, Silvía Nótt né Selma Björnsdóttir náð því. Í kjölfar Eurobandsins fylgdu Jóhanna Guðrún, Hera Björk, Vinir Sjonna, Greta Salóme og Jónsi, Eyþór Ingi og Pollapönk í úrslit, sem sagt Ísland í úrslit Eurovision sjö ár í röð, en árið í fyrra komst María Ólafs ekki í úrslit og náði Greta Salóme því ekki heldur í ár.Sjá einnig: Dapur árangur í Eurovision vekur upp minningar frá mögru árunum okkarAtriðið litlaust og nafnið truflaði En við Íslendingar erum ekki einir að standa frammi fyrir því að ná ekki í úrslit tvö ár í röð. Danska tríóið, Lighthouse X, komst ekki upp úr seinni undanriðlinum í gærkvöldi með lagið Soldiers of Love. Árið áður hafði sveitinni Anti Social Media einnig mistekist það með lagið The Way You Are. Það er ekki að heyra á Dönum að þeir kenni neinu öðru um nema laginu sjálfu að hafa ekki komist í úrslitin ár.Formaður danska Eurovision-aðdáendaklúbbsins Johann Sorensen segir í samtali við BT.DK að atriðið hafi verið litlaust og lagið ekkert sérstakt. Þá segir hann það ekki hafa hjálpað til að flest viðtölin við blaðamenn snerust um að útskýra fyrir þeim hvernig ætti að bera fram nafn bandsins. Var ávallt spurt hvort ætti að bera það fram sem Lighthouse X eða Lightohouse 10. „Þetta hefði þurft að snúast um lagið,“ segir Sorensen.Þá segir hann drengjaböndum oftast nær farnast illa í Eurovision, fyrir utan sænsku drengina í Herreys sem unnu árið 1984 með lagið Diggiloo Diggiley. Hann sagði sviðsframkomu drengjanna hafa verið litlausa. Þegar þeir hreyfðu sig hafi það verið samhengislaust og hefði þeim þurft að samhæfa dansinn að mati Sorensen.Evrópa skildi ekki norska atriðið Hin norska Agnete Johansen komst heldur ekki áfram úr undanriðlinum í gærkvöldi með lagið sitt Icebreaker. Ólíkt danska atriðinu höfðu veðbankar spáð henni í úrslitin en svo fór að hún náði ekki að heilla Evrópu með sér. Þeir sem fara fyrir norska Eurovision-hópnum eru þeir Jan Fredrik Karlsen og Stig Karlsen en þeir sögðu skýringuna einfalda: „Lagið virkaði ekki nógu vel til að komast í úrslit. Það er svo einfalt.“Þurfa velja framlag með Evrópu í hugaStig Karlsen segir í samtali við Kjendis.No að lagið sé nútímalegt og ögrandi og þar að auki með taktbreytingar og aðra hluti sem fólk er ekki vant að heyra. „Og ég held að Evrópa hafi ekki skilið það,“ segir Stig. Norðmenn fóru í Eurovision fullir sjálfstrausts. 1,3 milljónir áhorfenda horfðu á undankeppnina í Noregi og töldu keppnina í eina þá glæsilegustu sem hefur verið haldin. Niðurstaðan varð þó önnur og telja þeir Jan Fredrik og Stig að Norðmenn verði að líta til Evrópu þegar þeir velja sitt framlag ef þeir ætli að ná árangri í Eurovision.Ætla að vinna á næsta ári Spurðir hvort þeir hefðu viljað breyta einhverju svarar Stig: „Við vorum ánægðir með margt en viljum meira. Við munum fara yfir atriðið á ný og í framhaldinu leggja fram nýja áætlun. Við munum vinna og það gerist á næsta ári.“ Það sem gerist á að gerastFinnski flytjandinn Sandhja var allt annað en ósátt að eigin sögn eftir að það var ljóst að hún færi ekki upp úr fyrri undanriðlinum á þriðjudagskvöld. „Það sem á að gerast gerist. Það er hægt að draga lærdóm af öllu og fátt er svo með öllu illt að eigi boði nokkuð gott.“ Bretar uppteknir af kosningabandalögum Bretar hafa lengi verið uppteknir af kosningabandalögum í Eurovision og er eftirminnilegt þegar Sir Terry Wogan ákvað að hætta sem lýsandi eftir keppnina árið 2008 sem hann sagði ekki hafa snúist um tónlist, heldur landamæri.Bonnie Tyler keppti fyrir hönd Breta í Eurovision árið 2013.Vísir/EPABonnie Tyler sagði kosninguna ótrúlega eftir að hún hafnaði í 19. sæti af 26 árið 2013 og sagði Simon Webbe, úr drengjasveitinni Blue, að keppnin snúist ekki um lögin heldur nágranna hverrar þjóðar. Bretum hefur gengið verulega illa í Eurovision undanfarin ár. Síðastliðin þrettán ár hafa Bretar hafnað í neðsta sæti og aðeins tveir af síðustu fimmtán keppendum hafa náð í topp tíu. Í ítarlegri greiningu The Telegraph eru stærstu kosningabandalögin sögð: Balkanlöndin – löndin sem áður tilheyrðu Júgóslavíu ásamt Rúmeníu og Albaníu.Sovétríkin fyrrverandi og leppríki þeirra í Austur Evrópu. Skandinavía – En þar telur Telegraph upp Svíþjóð, Danmörk, Noreg, Finnland, Ísland ásamt Litháen og Lettlandi. Noregur oftast verið neðst Í greiningu Telegraph er tekið fram að Bretlandi hafi oft á tíðum notið góðs af nágrannaríkjum og vinaþjóðum en bent er á kosningabandalög komi ekki öllum til góðs. Er Noregur nefnt þar sem dæmi um land sem hefur ellefu sinnum hafnaði í neðsta sæti og fjórum sinnum fengið engin stig. Segir í grein Telegraph að aðeins séu sex þjóðir í Eurovision sem geti talist utan allra kosningabandalaga: Mónakó, Frakkland, Ísrael, Sviss, Portúgal og Þýskaland. „Kosningabandalögin er óneitanlega stór hluti af Eurovision, en það er ekki eina ástæðan fyrir því að okkur gengur illa,“ segir í niðurlagi greinar Telegraph.Virðist ekki hafa verið kosið eftir landamærum í fyrri undanriðlinumÁ vef breska dagblaðsins Metro er dregin sú ályktun eftir fyrri undanriðilinn að kosningabandalögin hafi ekki skilað miklu. Rússland fór áfram ásamt Aserbaídsjan og Armeníu á meðan Eistland og Moldavía sátu eftir. Þá fór Kýpur áfram en Grikkland sat eftir og Finnar og Íslendingar sátu eftirminnilega eftir.Hér fyrir neðan má svo sjá framlag Breta í ár.
Eurovision Tengdar fréttir Svíþjóð eina Norðurlandaþjóðin sem keppir til úrslita í Eurovision Seinni undankeppni Eurovision var að ljúka. Tíu þjóðir tryggðu sér þátttöku í úrslitunum á laugardag. 12. maí 2016 20:46 Måns mætti nakinn á svið Þegar hann heyrði að nekt væri gegn reglunum sneri hann vonsvikinn við. 12. maí 2016 20:21 Felix Bergsson: „Rússar vinna Eurovision" Stjórnandi sjónvarpsþáttarins Alla leið var með 9 af 10 réttum hvað sigurvegara kvöldsins varðar. 12. maí 2016 22:27 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Svíþjóð eina Norðurlandaþjóðin sem keppir til úrslita í Eurovision Seinni undankeppni Eurovision var að ljúka. Tíu þjóðir tryggðu sér þátttöku í úrslitunum á laugardag. 12. maí 2016 20:46
Måns mætti nakinn á svið Þegar hann heyrði að nekt væri gegn reglunum sneri hann vonsvikinn við. 12. maí 2016 20:21
Felix Bergsson: „Rússar vinna Eurovision" Stjórnandi sjónvarpsþáttarins Alla leið var með 9 af 10 réttum hvað sigurvegara kvöldsins varðar. 12. maí 2016 22:27