Bílasala í Evrópu jókst um 9% í apríl Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2016 10:13 Bílaumferð í Frakklandi. Það er ekki bara hér á landi sem bílasala er með ágætum en 9% aukning í sölu bíla var í Evrópu í síðasta mánuði. Alls seldust þar 1,3 milljón bílar og á fyrstu 4 mánuðum ársins hafa selst 5,25 milljón bílar og vöxturinn 8,3%. Apríl var því framhald á góðri sölu ársins og bætti frekar í en hitt. Markaði apríl þrítugasta og annan mánuðinn í röð þar sem vöxtur er á bílasölu í Evrópu og því bjartir tímar hjá bílaframleiðendum álfunnar. Í apríl hefur ekki selst meira af bílum síðan í apríl árið 2008, rétt áður en að efnahagslægðinni kom. Svo til allir bílaframleiðendur juku sölu sína og Volkswagen, sem hefur verið í vanda undanfarið vegna dísilvélasvindlsins jók t.d. söluna um 5,3%. Það er minni vöxtur en hjá heildinni og því féll markaðshlutdeild Volkswagen úr 26,2% í 25,4% á milli ára. Vöxtur annarra bílafyrirfyrirtækja í eigu Volkswagen varð meiri, 9,7% hjá Audi, 13% hjá Porsche og 7,9% hjá Skoda. Hins vegar var vöxturinn aðeins 2,2% hjá Seat. Peugeot Citroën jók söluna um 5,6%, Renault um 8,2% en sala Dacia féll um 1,4%. Fiat Chrysler jók söluna um 14% og hjálpaði 22% aukning Jeep þar vel til. Hjá Opel nam söluaukningin 6,8% og 4% hjá Ford. Asískir bílaframleiðendur mega una glaðir við sitt því vöxturinn hjá Hyundai var 15%, hjá Kia 14% og 13% hjá Toyota. Enn betur gekk hjá Honda en þar varð 56% vöxtur og á góð sala á Honda Civic þar mestan þátt. Mazda seldi 29% fleiri bíla, en vöxturinn hjá Nissan nam aðeins 1,2%. Hjá lúxusbílaframleiðendunum gekk vel og Mercedes Benz jók söluna um 24%, hjá BMW varð 11% vöxtur, 9,1% hjá Volvo og Jaguar Land Rover seldi 19% meira. Sala í einstökum löndum varð víða mikill, eða 21,2% á Spáni, 11,5% á Ítalíu, 8,4% í Þýskalandi, 7,1 í Frakklandi, en aðeins 2% í Bretlandi, en þar hefur verið mikill vöxtur á undanförnum árum. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent
Það er ekki bara hér á landi sem bílasala er með ágætum en 9% aukning í sölu bíla var í Evrópu í síðasta mánuði. Alls seldust þar 1,3 milljón bílar og á fyrstu 4 mánuðum ársins hafa selst 5,25 milljón bílar og vöxturinn 8,3%. Apríl var því framhald á góðri sölu ársins og bætti frekar í en hitt. Markaði apríl þrítugasta og annan mánuðinn í röð þar sem vöxtur er á bílasölu í Evrópu og því bjartir tímar hjá bílaframleiðendum álfunnar. Í apríl hefur ekki selst meira af bílum síðan í apríl árið 2008, rétt áður en að efnahagslægðinni kom. Svo til allir bílaframleiðendur juku sölu sína og Volkswagen, sem hefur verið í vanda undanfarið vegna dísilvélasvindlsins jók t.d. söluna um 5,3%. Það er minni vöxtur en hjá heildinni og því féll markaðshlutdeild Volkswagen úr 26,2% í 25,4% á milli ára. Vöxtur annarra bílafyrirfyrirtækja í eigu Volkswagen varð meiri, 9,7% hjá Audi, 13% hjá Porsche og 7,9% hjá Skoda. Hins vegar var vöxturinn aðeins 2,2% hjá Seat. Peugeot Citroën jók söluna um 5,6%, Renault um 8,2% en sala Dacia féll um 1,4%. Fiat Chrysler jók söluna um 14% og hjálpaði 22% aukning Jeep þar vel til. Hjá Opel nam söluaukningin 6,8% og 4% hjá Ford. Asískir bílaframleiðendur mega una glaðir við sitt því vöxturinn hjá Hyundai var 15%, hjá Kia 14% og 13% hjá Toyota. Enn betur gekk hjá Honda en þar varð 56% vöxtur og á góð sala á Honda Civic þar mestan þátt. Mazda seldi 29% fleiri bíla, en vöxturinn hjá Nissan nam aðeins 1,2%. Hjá lúxusbílaframleiðendunum gekk vel og Mercedes Benz jók söluna um 24%, hjá BMW varð 11% vöxtur, 9,1% hjá Volvo og Jaguar Land Rover seldi 19% meira. Sala í einstökum löndum varð víða mikill, eða 21,2% á Spáni, 11,5% á Ítalíu, 8,4% í Þýskalandi, 7,1 í Frakklandi, en aðeins 2% í Bretlandi, en þar hefur verið mikill vöxtur á undanförnum árum.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent