Felix Bergsson: „Rússar vinna Eurovision" Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. maí 2016 22:27 Felix Bergsson er úti í Stokkhólmi á vegum RÚV. Vísir/Getty „Mér leist bara vel á þetta. Ég var með 9 rétta af 10,“ segir Felix Bergsson aðspurður um hvernig honum hafi litist á úrslit seinni undankeppni Eurovision sem fór fram í Stokkhólmi í kvöld. Það kom stjórnanda Alla leið á RÚV því ekki á óvart að hvorki Danmörk né Noregur hafi verið á meðal þeirra tíu þjóða sem komust áfram í kvöld. „Það er vissulega austurlandasveifla yfir keppninni í ár. En þegar allt kemur til alls eru það bara gæði laganna og hvernig keppendur standa sig á sviðinu sem ræður úrslitum.“Sergey Lazarev flytur lagið You are the Only One í keppninni í ár og styðst við töluverðar myndbrellur.Vísir/GettyGæti hjálpað Svíum að sitja einir í úrslitum Felix segist ekki muna eftir því að sú staða hafi komið upp áður að engin Norðurlandaþjóð hafi verið kosin inn í úrslitin. „Svíarnir eru þarna náttúrulega af því að þeir unnu í fyrra og sitja því einir eftir. Það gæti vel gerst að það hjálpi þeim við að fá fleiri 12 stig frá nágrannaþjóðum sínum en það má ekki gleyma því að lagið þeirra hefur verið mjög vinsælt á útvarpsstöðvum í Skandinavíu. Það telur auðvitað líka.“ Hann bendir þó á að sænskir lagahöfundar og upptökustjórar komi mikið við sögu í keppninni í ár. Til dæmis séu rokklögin tvö, sem koma frá Georgíu og Kýpur, bæði unnin af sænska upptökustjóranum Thomas G:son.Spáir rússum sigriFelix hefur fylgst vel með æfingum síðustu daga og hefur mótað upplýsta skoðun á því hver muni fara með sigur á hólmi í ár. „Ég segi þetta án allrar ábyrgðar en ég held að Rússarnir séu að fara vinna þetta í ár.“ Hluti íslenska hópsins fer frá Stokkhólmi í fyrramálið. Felix verður þá á úrslitakeppninni á laugardag sem og Gréta Salóme sem flýgur svo beint í frí til Ítalíu á sunnudag. Eurovision Tengdar fréttir Svíþjóð eina Norðurlandaþjóðin sem keppir til úrslita í Eurovision Seinni undankeppni Eurovision var að ljúka. Tíu þjóðir tryggðu sér þátttöku í úrslitunum á laugardag. 12. maí 2016 20:46 Íslendingur syngur bakrödd með Austurríki „Maður segir ekki nei við Eurovision.“ 10. maí 2016 20:03 Eurovision í beinni á Twitter: Tístarar leita að annarri þjóð til að halda með Gallharðir Eurovision-aðdáendur láta ekki deigan síga þó Ísland sé ekki lengur með. 12. maí 2016 18:15 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira
„Mér leist bara vel á þetta. Ég var með 9 rétta af 10,“ segir Felix Bergsson aðspurður um hvernig honum hafi litist á úrslit seinni undankeppni Eurovision sem fór fram í Stokkhólmi í kvöld. Það kom stjórnanda Alla leið á RÚV því ekki á óvart að hvorki Danmörk né Noregur hafi verið á meðal þeirra tíu þjóða sem komust áfram í kvöld. „Það er vissulega austurlandasveifla yfir keppninni í ár. En þegar allt kemur til alls eru það bara gæði laganna og hvernig keppendur standa sig á sviðinu sem ræður úrslitum.“Sergey Lazarev flytur lagið You are the Only One í keppninni í ár og styðst við töluverðar myndbrellur.Vísir/GettyGæti hjálpað Svíum að sitja einir í úrslitum Felix segist ekki muna eftir því að sú staða hafi komið upp áður að engin Norðurlandaþjóð hafi verið kosin inn í úrslitin. „Svíarnir eru þarna náttúrulega af því að þeir unnu í fyrra og sitja því einir eftir. Það gæti vel gerst að það hjálpi þeim við að fá fleiri 12 stig frá nágrannaþjóðum sínum en það má ekki gleyma því að lagið þeirra hefur verið mjög vinsælt á útvarpsstöðvum í Skandinavíu. Það telur auðvitað líka.“ Hann bendir þó á að sænskir lagahöfundar og upptökustjórar komi mikið við sögu í keppninni í ár. Til dæmis séu rokklögin tvö, sem koma frá Georgíu og Kýpur, bæði unnin af sænska upptökustjóranum Thomas G:son.Spáir rússum sigriFelix hefur fylgst vel með æfingum síðustu daga og hefur mótað upplýsta skoðun á því hver muni fara með sigur á hólmi í ár. „Ég segi þetta án allrar ábyrgðar en ég held að Rússarnir séu að fara vinna þetta í ár.“ Hluti íslenska hópsins fer frá Stokkhólmi í fyrramálið. Felix verður þá á úrslitakeppninni á laugardag sem og Gréta Salóme sem flýgur svo beint í frí til Ítalíu á sunnudag.
Eurovision Tengdar fréttir Svíþjóð eina Norðurlandaþjóðin sem keppir til úrslita í Eurovision Seinni undankeppni Eurovision var að ljúka. Tíu þjóðir tryggðu sér þátttöku í úrslitunum á laugardag. 12. maí 2016 20:46 Íslendingur syngur bakrödd með Austurríki „Maður segir ekki nei við Eurovision.“ 10. maí 2016 20:03 Eurovision í beinni á Twitter: Tístarar leita að annarri þjóð til að halda með Gallharðir Eurovision-aðdáendur láta ekki deigan síga þó Ísland sé ekki lengur með. 12. maí 2016 18:15 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira
Svíþjóð eina Norðurlandaþjóðin sem keppir til úrslita í Eurovision Seinni undankeppni Eurovision var að ljúka. Tíu þjóðir tryggðu sér þátttöku í úrslitunum á laugardag. 12. maí 2016 20:46
Eurovision í beinni á Twitter: Tístarar leita að annarri þjóð til að halda með Gallharðir Eurovision-aðdáendur láta ekki deigan síga þó Ísland sé ekki lengur með. 12. maí 2016 18:15