Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Svan Pálsson sem þjáist af sjaldgæfri tegund krabbameins. Hann treystir ekki íslenska heilbrigðiskerfinu eftir röð mistaka og flytur brátt með fjölskyldu sína til Svíþjóðar.

Þá verður fjallað um umræður á Alþingi um innviði ferðaþjónustunnar en þingmenn úr öllum flokkum lýstu áhyggjum sínum af stöðu mála í dag. Innviðirnir séu við það að bresta og mannslífum sé stefnt í hættu.

Einnig verður rætt við hagfræðing ASÍ um afnám tolla á skóm og fatnaði sem virðist ekki skila sér að fullu í buddu neytenda. Þá lýsa bæjaryfirvöld í Hafnarfirði miklum áhyggjum af stöðu mála við Lónsbraut.

Ömurleg umgengni við þennan friðlýsta fólkvang sé hrópandi lítilsvirðing við samfélagið. Í fréttunum verðum við einnig í beinni frá Bíó Paradís þar sem fyrra undankvöld Eurovision verður sýnt og fylgjumst stærsta sjófæra víkingaskipi veraldar sigla inn í gömlu höfnina í Reykjavík.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×