Fast 8 spyrnir retro bílum á Kúbu Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2016 17:14 Nú standa tökur yfir á áttundu mynd Fast and Furious á Kúbu og þar fær tökuliðið aðeins heitara loftslag að vinna í en á síðasta viðkomustað þeirra, Íslandi. Tökurnar á Kúbu marka þau tímamót að vera fyrsta Hollywood mynd sem þar er tekin í áratugi vegna viðskiptabannsins sem Bandaríkjamenn settu fyrir margt löngu en hafa nýverið afnumið. Vin Diesel og félagar njóta þess mjög eins og á myndskeiðinu hér að ofan sést, ekki síst vegna þess ævagamla bílaflota sem þar finnst. Það þykir því kjörið að nota slíka bíla í bílahasarinn og sumir þeirra eru með krafta í kögglum eins og hér sést. Aðdáendur Fast and Furious þurfa að bíða til 14. apríl til að sjá þessar tökur, sem og þær sem teknar voru hér á landi fyrir stuttu. Bílar video Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent
Nú standa tökur yfir á áttundu mynd Fast and Furious á Kúbu og þar fær tökuliðið aðeins heitara loftslag að vinna í en á síðasta viðkomustað þeirra, Íslandi. Tökurnar á Kúbu marka þau tímamót að vera fyrsta Hollywood mynd sem þar er tekin í áratugi vegna viðskiptabannsins sem Bandaríkjamenn settu fyrir margt löngu en hafa nýverið afnumið. Vin Diesel og félagar njóta þess mjög eins og á myndskeiðinu hér að ofan sést, ekki síst vegna þess ævagamla bílaflota sem þar finnst. Það þykir því kjörið að nota slíka bíla í bílahasarinn og sumir þeirra eru með krafta í kögglum eins og hér sést. Aðdáendur Fast and Furious þurfa að bíða til 14. apríl til að sjá þessar tökur, sem og þær sem teknar voru hér á landi fyrir stuttu.
Bílar video Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent