Nítján ár frá því að Páll Óskar steig á sviðið á Írlandi: „Sjö bestu dagar lífs míns“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2016 12:30 Íslenska framlagið fer vel í Palla. vísir „Það eru liðin tuttugu ár á næsta ári síðan ég fór út í Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem fór út fyrir Íslands hönd árið 1997 og söng lagið Minn hinsti dans og vakti gríðarlega athygli í keppninni. Þá fór keppnin fram í Írlandi. „Þá vorum við bara úti í sjö daga og þetta voru sjö bestu dagar lífs míns í röð. Hver einasti dagur var eins og lítil sprenging og að fara inn í Eurovision land er alveg einstakt og ótrúleg stemning á svæðinu. Það er í raun enginn leið að útskýra þetta beint, nema þú hafir farið þangað. Þarna er ofsalega falleg og mögnuð orka sem ég get vel skilið að þú verður háður.“ Páll segist skilja þá aðdáendur sem fríki út og elta keppnina út um allt. „Við Íslendingar eigum alveg jafn mikinn séns á því að vinna Eurovision eins og hver önnur þjóð. Það er bara verið að biðja um þessar þrjár mínútur af fullkomnun. Ég hef ekki uppskriftina af hinu fullkomna popplagi, ef ég hefði þá uppskrift þá væri ég grilljónamæringur í dag.“Frábært viðhorf hjá íslenska hópnum Palli segir að íslenska lagið í ár sé svakalega flott og vel samið. „Ég er svo feginn því að viðhorf hópsins er pínulítið öðruvísi en það hefur verið hingað til. Þau eru að fara út með heildarpakka. Ekki bara fókus á lagið, standa kyrr og syngja það eins og lenskan hjá Íslendingum hefur verið. Um leið og Íslendingar fara að gera kröfur eða rugga bátnum eitthvað, þá verður fólk bara hissa þarna úti. Hér er kominn hópur sem er með tilbúinn pakka, ákveðið atriði, þar sem allt þarf að dansa saman. Allt er jafn mikilvægt, líka grafíkin, líka myndavélaskotin. Það er búið að negla þetta allt niður í öreindir.“ Greta stígur á sviðið í kvöld og syngur lagið Hear Them Calling í Globen-höllinni í fyrra undanúrslitakvöldinu. Í kvöld kemur í ljós hvort við Íslendingar munum eiga lag í lokakeppninni á laugardaginn. Eurovision Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
„Það eru liðin tuttugu ár á næsta ári síðan ég fór út í Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem fór út fyrir Íslands hönd árið 1997 og söng lagið Minn hinsti dans og vakti gríðarlega athygli í keppninni. Þá fór keppnin fram í Írlandi. „Þá vorum við bara úti í sjö daga og þetta voru sjö bestu dagar lífs míns í röð. Hver einasti dagur var eins og lítil sprenging og að fara inn í Eurovision land er alveg einstakt og ótrúleg stemning á svæðinu. Það er í raun enginn leið að útskýra þetta beint, nema þú hafir farið þangað. Þarna er ofsalega falleg og mögnuð orka sem ég get vel skilið að þú verður háður.“ Páll segist skilja þá aðdáendur sem fríki út og elta keppnina út um allt. „Við Íslendingar eigum alveg jafn mikinn séns á því að vinna Eurovision eins og hver önnur þjóð. Það er bara verið að biðja um þessar þrjár mínútur af fullkomnun. Ég hef ekki uppskriftina af hinu fullkomna popplagi, ef ég hefði þá uppskrift þá væri ég grilljónamæringur í dag.“Frábært viðhorf hjá íslenska hópnum Palli segir að íslenska lagið í ár sé svakalega flott og vel samið. „Ég er svo feginn því að viðhorf hópsins er pínulítið öðruvísi en það hefur verið hingað til. Þau eru að fara út með heildarpakka. Ekki bara fókus á lagið, standa kyrr og syngja það eins og lenskan hjá Íslendingum hefur verið. Um leið og Íslendingar fara að gera kröfur eða rugga bátnum eitthvað, þá verður fólk bara hissa þarna úti. Hér er kominn hópur sem er með tilbúinn pakka, ákveðið atriði, þar sem allt þarf að dansa saman. Allt er jafn mikilvægt, líka grafíkin, líka myndavélaskotin. Það er búið að negla þetta allt niður í öreindir.“ Greta stígur á sviðið í kvöld og syngur lagið Hear Them Calling í Globen-höllinni í fyrra undanúrslitakvöldinu. Í kvöld kemur í ljós hvort við Íslendingar munum eiga lag í lokakeppninni á laugardaginn.
Eurovision Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira