Tvö dauðsföll í viðbót tengd við Takata öryggispúða Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2016 09:25 Sprunginn öryggispúði. Takata öryggispúðaframleiðandinn er í vandræðum þessa dagana og tilkynnti í dag um rekstrartap annan ársfjórðunginn í röð. Einnig var tilkynnt um tvö dauðsföll til viðbótar fyrri dauðsföllum sem kunnugt er um vegna öryggispúðanna en þau voru í Malasíu og í báðum tilvikum var um Honda bíla að ræða. Svo virðist sem að hættan sé mest þar sem raki er mikill ásamt hita en gashylkin rifna og springa svo að þeir virka eins og handsprengja í andlitið. Samkvæmt Umferðaröryggismálastofnun Bandaríkjanna, NHTSA eru niðurstöðu rannsóknar á hvað nákvæmlega gerist við öryggispúðana að vænta á næstunni. H. R. Blomquist er iðnaðarefnafræðingur og sérfræðingur í drifefnum eins og notuð eru í sprengihylkin fyrir púðana. Hann segir að gallinn sé tvíþættur, annars vegar er drifefnið of rakadrægt og dregur í sig rakamettað loft sem veldur því að sprengingin verður öflugri en ella. Eins er hylkið sjálft gallað því það springur en ætti að þola meiri þrýsting. Billinn.is greinir frá þessu. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Takata öryggispúðaframleiðandinn er í vandræðum þessa dagana og tilkynnti í dag um rekstrartap annan ársfjórðunginn í röð. Einnig var tilkynnt um tvö dauðsföll til viðbótar fyrri dauðsföllum sem kunnugt er um vegna öryggispúðanna en þau voru í Malasíu og í báðum tilvikum var um Honda bíla að ræða. Svo virðist sem að hættan sé mest þar sem raki er mikill ásamt hita en gashylkin rifna og springa svo að þeir virka eins og handsprengja í andlitið. Samkvæmt Umferðaröryggismálastofnun Bandaríkjanna, NHTSA eru niðurstöðu rannsóknar á hvað nákvæmlega gerist við öryggispúðana að vænta á næstunni. H. R. Blomquist er iðnaðarefnafræðingur og sérfræðingur í drifefnum eins og notuð eru í sprengihylkin fyrir púðana. Hann segir að gallinn sé tvíþættur, annars vegar er drifefnið of rakadrægt og dregur í sig rakamettað loft sem veldur því að sprengingin verður öflugri en ella. Eins er hylkið sjálft gallað því það springur en ætti að þola meiri þrýsting. Billinn.is greinir frá þessu.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent