Innlent

Hvassviðri og leysingar

Bjarki Ármannsson skrifar
Vindaspá fyrir klukkan ellefu í dag.
Vindaspá fyrir klukkan ellefu í dag. Mynd/Veðurstofa Íslands
Búist er við hvassviðri eða stormi, átján til 23 metrum á sekúndu, á norðvesturlandi fram eftir degi. Á höfuðborgarsvæðinu verður vindur um átta til þrettán metrar á sekúndu og súld eða rigning.

Veðurstofa vekur athygli á því á vef sínum að búast megi við talsverðri leysingu næstu daga en spáð er hlýjum suðlægum áttum um landið norðan- og austanvert, þar sem enn er þónokkur snjór í fjöllum. Samhliða þessum hlýindum verður áfram drjúg rigning á vesturhelmingi landins.

Af þessum sökum má búast við vexti í ám og lækjum fram á helgina og eru vegfarendur hvattir til að sýna sérstaka gát við ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×