Þakgarða og gróðurveggi í Borgartúnið 25. maí 2016 12:53 Anna Margrét Sigurðardóttir KYNNING: Anna Margrét Sigurðardóttir útskrifast með BS gráðu í umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands í sumar. Í verkefni Önnu Margrétar skoðar hún hvernig hægt er að nýta vatn sem að fellur til jarðar í borgarumhverfinu og nýta það í umhverfinu í staðinn fyrir að það fari í fráveitukerfi neðanjarðar. Hugmyndar hennar eru m.a. að koma fyrir þakgörðum, gróðurveggjum og tjörnum til að gera umhverfi Borgartúns fjölskrúðugt og aðlaðandi. „Verkefnið mitt fólst í því að skoða sérstaklega hvernig hægt er að nýta vatnið, sem fellur til jarðar í borgarumhverfinu, í hönnun með svokölluðum blágrænum ofanvatnslausnum. Blágrænar lausnir eða sjálfbærar ofanvatnslausnir er nýleg aðferð sem að hermir eftir hinu náttúrulega vatnsferli og hefur það markmið að nýta það vatn sem fellur til jarðar og koma því ofan í jarðveginn í stað þess að leiða það í fráveitukerfi og þaðan út í sjó. Nafnið kemur frá því að nýta vatnið „það bláa“ ofanjarðar til að auka gróður „það græna“. Ég vildi skoða hvernig hægt væri að innleiða blágrænar lausnir í borgarumhverfi til að létta á fráveitukerfum og á sama tíma skapa tækifæri til að gera vatnið sýnilegra og þannig styrkja bæði almenna upplifun á svæðinu og stuðla að líffræðilegum fjölbreytileika. Áherslan var að bæta umhverfið í Borgartúninu, á milli Borgartúns 31 og 33 er grassvelgur sem hallar inn á við frá bílastæðum og þar getur vatn safnast saman og síast ofan í jarðveginn. Í þurrki er einnig hægt að nýta svæðið til útivistar. Vatnið rennur frá bílastæðum og götunni í svelginn. Gróðurveggurinn á austurhliðinni hægir á afrennsli vatns og skapar búsvæði fyrir fugla og aðrar lífverur.Anna Margrét valdi að nota Borgartúnið í verkefni sínu því þar hefur verið hröð og mikil uppbygging síðustu áratugi. Hún segir svæðið einkennast af háum byggingum umluktum mikilli umferð og bílastæðum og öðru þéttu yfirborðsefni. Í Borgartúninu er einfalt fráveitukerfi, sem þýðir að skólp og ofanvatn fer í sameiginlegar leiðslur í hreinsistöðvar og þaðan út í sjó. Í miklum rigningum eru meiri líkur á að mengað vatn komist út í sjó þar sem fráveitukerfið ræður ekki við allt vatnið.„Mér finnst lítið um að vatn sé notað í landslagshönnun í Reykjavík og ég ákvað að skoða ofanvatnslausnir á svæði eins og í Borgartúninu, svæði sem hefur þróast í kringum bílinn og er ekkert sérstaklega aðlaðandi fyrir manneskjuna og til útivistar. Ég kom fyrir þakgörðum, gróðurveggi, settjörnum, tjörnum, gosbrunni, grassvelgi, regngarði og öðru ógegndræpu yfirborði. Saman mynduðu blágrænu lausnirnar fjölskrúðugt og fjölbreytt umhverfi með aðlaðandi svæði fyrir framan byggingarnar í staðinn fyrir bílastæði, sem er hvatinn sem þarf til að fá fólk til að ganga.“Ofanvatnslausnir eru mikilvægur þáttur til að koma á sjálfbærum lifnaðarháttum og er græn þök hluti af því. Loftmynd frá Alta ehf, útfærsla Önnu Margrétar.Svíþjóð var fyrst norðurlandanna til að innleiða blágrænar ofanvatnslausnir og skoðaði Anna útfærslur á þeim sem hún studdist svo við í hönnunartillögu fyrir blágrænar lausnir í Borgartúninu. Anna lagði áherslu á að sýna hvar lausnirnar passa inn og hvernig þær gætu bætt umhverfið í Borgartúni. Hún segir að fólk sé almennt að verða meðvitaðra um hvað umhverfið getur haft mikil áhrif á þætti daglegs lífs, t.d á sjálfbærni og lýðheilsu. Í flestum sveitarfélögum eru ríkjandi stefnur um skipulag með sjálfbærni að leiðarljósi og er Anna viss um að það verði nóg af verkefnum í framtíðinni í tengslum við að styrkja það sem fyrir er í átt að sjálfbærari lifnaðarháttum.„Ég bý vel að náminu mínu á Hvanneyri en það er mjög góð blanda af fræðilegum og skapandi verkefnum. Námið er þverfaglegt og með breiða nálgun á viðfangsefnin. Ég er núna að vinna að verkefni í tengslum við námið og það hefur verið mjög gaman að koma ferskur úr námi og sjá hvað ég hef lært á síðustu þremur árum. Hvanneyri er lítill og fallegur bær og mér fannst æðislegt að fá að upplifa að búa þar, ég fékk aldrei nóg af umhverfinu og sótti innblástur í kyrrðina og fallega náttúruna. Það er svo margt í umhverfinu við skólann sem nýtist í náminu og forréttindi hvað það er stutt í náttúruna. Það tók mig aðeins tvær mínútur að ganga í skólann, mjög gott að vera laus við allt umferðarstress. Ég bjó á Hvanneyri fyrstu tvö árin í náminu en á lokaárinu mínu keyrðum við nokkrir nemendur saman í skólann frá Reykjavík.“ Í haust stefnir Anna Margrét á að fara í starfsnám sem umhverfisskipulagsfræðingur og fá þannig að kynnast starfinu og fá reynslu sem hún ætlar að nýtist sér í áframhaldandi námi erlendis til meistaragráðu í landslagsarkitektúr.Í staðinn fyrir að rigningin fari ofan í ræsi og út í sjó er hægt að nýta hana t.d fyrir tjörn. Á milli Borgartúns 21 og 21A er lítið sólríkt og skjólsætt torg þar sem gróður er ráðandi og tjörn sem getur tekið við vatni í miklum rigningum. Bláu örvarnar á ofanmyndinni sýna hvert vatnið rennur, frá byggingum og götum í torgið þar sem það endar í tjörninni. Torgið býður upp á það að setjast niður, þar eru bekkir, hóll og grassvæði ásamt göngustígi yfir tjörnina.Nám í umhverfisskipulagsfræði er góð blanda af fræðilegum fögum og skapandi verkefnum. Það er mjög þverfaglegt og fjölbreytt þar sem lagðar eru áherslur á mismunandi hluti á hverju ári. Á fyrsta ári er lögð áhersla á garðsögu, formfræði, litafræði, jarðfræði, vistfræði, landslags- og byggingarfræði ásamt inngangi að landslagsarkitektúr. Á öðru ári er áherslan lögð á plöntunotkun, skissu- og hugmyndavinnu, líkanagerð, landslagsgreiningu og skipulagsfræði og svo á þriðja ári er lögð áhersla á mannvirki í landslagi, arkitektúr, umhverfisskipulag og lýðheilsu.Tækifæri útskrifaðra umhverfisskipulagsfræðinga eru víða. Störf að loknu BS- námi geta verið margvísleg t.d á teiknistofum landslagsarkitekta, skipulagsfræðinga, verkfræðinga og arkitekta, störf hjá opinberum aðilum, sveitarfélögum og ráðgjafafyrirtækjum og einnig umsjón með náttúruverndar- og útivistarsvæðum. Kennsla fer fram á Hvanneyri í Borgarfirði sem er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Kynntu þér allt um umhverfisskipulagsfræði á www.umhverfisskipulag.com Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Sjá meira
KYNNING: Anna Margrét Sigurðardóttir útskrifast með BS gráðu í umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands í sumar. Í verkefni Önnu Margrétar skoðar hún hvernig hægt er að nýta vatn sem að fellur til jarðar í borgarumhverfinu og nýta það í umhverfinu í staðinn fyrir að það fari í fráveitukerfi neðanjarðar. Hugmyndar hennar eru m.a. að koma fyrir þakgörðum, gróðurveggjum og tjörnum til að gera umhverfi Borgartúns fjölskrúðugt og aðlaðandi. „Verkefnið mitt fólst í því að skoða sérstaklega hvernig hægt er að nýta vatnið, sem fellur til jarðar í borgarumhverfinu, í hönnun með svokölluðum blágrænum ofanvatnslausnum. Blágrænar lausnir eða sjálfbærar ofanvatnslausnir er nýleg aðferð sem að hermir eftir hinu náttúrulega vatnsferli og hefur það markmið að nýta það vatn sem fellur til jarðar og koma því ofan í jarðveginn í stað þess að leiða það í fráveitukerfi og þaðan út í sjó. Nafnið kemur frá því að nýta vatnið „það bláa“ ofanjarðar til að auka gróður „það græna“. Ég vildi skoða hvernig hægt væri að innleiða blágrænar lausnir í borgarumhverfi til að létta á fráveitukerfum og á sama tíma skapa tækifæri til að gera vatnið sýnilegra og þannig styrkja bæði almenna upplifun á svæðinu og stuðla að líffræðilegum fjölbreytileika. Áherslan var að bæta umhverfið í Borgartúninu, á milli Borgartúns 31 og 33 er grassvelgur sem hallar inn á við frá bílastæðum og þar getur vatn safnast saman og síast ofan í jarðveginn. Í þurrki er einnig hægt að nýta svæðið til útivistar. Vatnið rennur frá bílastæðum og götunni í svelginn. Gróðurveggurinn á austurhliðinni hægir á afrennsli vatns og skapar búsvæði fyrir fugla og aðrar lífverur.Anna Margrét valdi að nota Borgartúnið í verkefni sínu því þar hefur verið hröð og mikil uppbygging síðustu áratugi. Hún segir svæðið einkennast af háum byggingum umluktum mikilli umferð og bílastæðum og öðru þéttu yfirborðsefni. Í Borgartúninu er einfalt fráveitukerfi, sem þýðir að skólp og ofanvatn fer í sameiginlegar leiðslur í hreinsistöðvar og þaðan út í sjó. Í miklum rigningum eru meiri líkur á að mengað vatn komist út í sjó þar sem fráveitukerfið ræður ekki við allt vatnið.„Mér finnst lítið um að vatn sé notað í landslagshönnun í Reykjavík og ég ákvað að skoða ofanvatnslausnir á svæði eins og í Borgartúninu, svæði sem hefur þróast í kringum bílinn og er ekkert sérstaklega aðlaðandi fyrir manneskjuna og til útivistar. Ég kom fyrir þakgörðum, gróðurveggi, settjörnum, tjörnum, gosbrunni, grassvelgi, regngarði og öðru ógegndræpu yfirborði. Saman mynduðu blágrænu lausnirnar fjölskrúðugt og fjölbreytt umhverfi með aðlaðandi svæði fyrir framan byggingarnar í staðinn fyrir bílastæði, sem er hvatinn sem þarf til að fá fólk til að ganga.“Ofanvatnslausnir eru mikilvægur þáttur til að koma á sjálfbærum lifnaðarháttum og er græn þök hluti af því. Loftmynd frá Alta ehf, útfærsla Önnu Margrétar.Svíþjóð var fyrst norðurlandanna til að innleiða blágrænar ofanvatnslausnir og skoðaði Anna útfærslur á þeim sem hún studdist svo við í hönnunartillögu fyrir blágrænar lausnir í Borgartúninu. Anna lagði áherslu á að sýna hvar lausnirnar passa inn og hvernig þær gætu bætt umhverfið í Borgartúni. Hún segir að fólk sé almennt að verða meðvitaðra um hvað umhverfið getur haft mikil áhrif á þætti daglegs lífs, t.d á sjálfbærni og lýðheilsu. Í flestum sveitarfélögum eru ríkjandi stefnur um skipulag með sjálfbærni að leiðarljósi og er Anna viss um að það verði nóg af verkefnum í framtíðinni í tengslum við að styrkja það sem fyrir er í átt að sjálfbærari lifnaðarháttum.„Ég bý vel að náminu mínu á Hvanneyri en það er mjög góð blanda af fræðilegum og skapandi verkefnum. Námið er þverfaglegt og með breiða nálgun á viðfangsefnin. Ég er núna að vinna að verkefni í tengslum við námið og það hefur verið mjög gaman að koma ferskur úr námi og sjá hvað ég hef lært á síðustu þremur árum. Hvanneyri er lítill og fallegur bær og mér fannst æðislegt að fá að upplifa að búa þar, ég fékk aldrei nóg af umhverfinu og sótti innblástur í kyrrðina og fallega náttúruna. Það er svo margt í umhverfinu við skólann sem nýtist í náminu og forréttindi hvað það er stutt í náttúruna. Það tók mig aðeins tvær mínútur að ganga í skólann, mjög gott að vera laus við allt umferðarstress. Ég bjó á Hvanneyri fyrstu tvö árin í náminu en á lokaárinu mínu keyrðum við nokkrir nemendur saman í skólann frá Reykjavík.“ Í haust stefnir Anna Margrét á að fara í starfsnám sem umhverfisskipulagsfræðingur og fá þannig að kynnast starfinu og fá reynslu sem hún ætlar að nýtist sér í áframhaldandi námi erlendis til meistaragráðu í landslagsarkitektúr.Í staðinn fyrir að rigningin fari ofan í ræsi og út í sjó er hægt að nýta hana t.d fyrir tjörn. Á milli Borgartúns 21 og 21A er lítið sólríkt og skjólsætt torg þar sem gróður er ráðandi og tjörn sem getur tekið við vatni í miklum rigningum. Bláu örvarnar á ofanmyndinni sýna hvert vatnið rennur, frá byggingum og götum í torgið þar sem það endar í tjörninni. Torgið býður upp á það að setjast niður, þar eru bekkir, hóll og grassvæði ásamt göngustígi yfir tjörnina.Nám í umhverfisskipulagsfræði er góð blanda af fræðilegum fögum og skapandi verkefnum. Það er mjög þverfaglegt og fjölbreytt þar sem lagðar eru áherslur á mismunandi hluti á hverju ári. Á fyrsta ári er lögð áhersla á garðsögu, formfræði, litafræði, jarðfræði, vistfræði, landslags- og byggingarfræði ásamt inngangi að landslagsarkitektúr. Á öðru ári er áherslan lögð á plöntunotkun, skissu- og hugmyndavinnu, líkanagerð, landslagsgreiningu og skipulagsfræði og svo á þriðja ári er lögð áhersla á mannvirki í landslagi, arkitektúr, umhverfisskipulag og lýðheilsu.Tækifæri útskrifaðra umhverfisskipulagsfræðinga eru víða. Störf að loknu BS- námi geta verið margvísleg t.d á teiknistofum landslagsarkitekta, skipulagsfræðinga, verkfræðinga og arkitekta, störf hjá opinberum aðilum, sveitarfélögum og ráðgjafafyrirtækjum og einnig umsjón með náttúruverndar- og útivistarsvæðum. Kennsla fer fram á Hvanneyri í Borgarfirði sem er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Kynntu þér allt um umhverfisskipulagsfræði á www.umhverfisskipulag.com
Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Sjá meira