Hagnaður Volkswagen eykst Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2016 09:38 Frá höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg. Fyrsti ársfjórðungur þessa árs skilaði Volkswagen 482 milljarða króna hagnaði og jókst hagnaðurinn um 3,4% á milli ára. Er þetta uppgjör allrar bílasamstæðu Volkswagen sem telur ein 12 vörumerki. Kemur þessi niðurstaða ef til vill á óvart þar sem Volkswagen hefur glímt við afleyðingar dísilvélasvindlsins frá síðasta hausti. Það hefur þó ekki áhrif á hagnaðinn nú að Volkswagen setti ekki til hliðar neina fjármuni af honum til að mæta kostnaði við dísilvélasvindlið. Þó svo að hagnaður hafi aukist á milli ára minnkaði velta fyrirtækisins milli ára um 3,4% og nam 7.140 milljörðum króna. Volkswagen áætlar áfram að velta fyrirtæisins muni minnka í heild um 5% á árinu og að hagnaður af rekstri verði á bilinu 5-6%, en hann var 6% í fyrra. Eftir að Volkswagen greindi frá þessum ársfjórðungshagnaði hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu um 0,8% og hafa bréf í VW hækkað um 4% síðasta mánuðinn. Volkswagen seldi alls 2,5 milljónir bíla á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins og heldur toppsætinu í heiminum á undan Toyota sem seldi 2,46 milljón bíla. Þegar hvert og eitt bílamerki Volkswagen samstæðunnar er skoðuð kemur í ljós að aðalmerkið Volkswagen skilar samstæðunni afar litlum hagnaði og nemur hann aðeins 0,3% af veltu og féll úr 514 milljón evrum í 73 milljón evrur. Mikill kostnaður féll til hjá Volkswagen á ársfjórðungnum vegna innkallana bíla sem varða dísilvélasvindlið og skýrir það hagnaðarminnkunina og tekur Volkswagen allan þann kostnað af sölu Volkswagen bíla. Porsche og Skoda skiluðu auknum hagnaði en Audi svo til jöfnum hagnaði frá fyrra ári en Bentley skilaði tapi. Hagnaður Porsche jókst úr 765 í 895 milljónir evra á milli ára og hagnaður af sölu jókst úr 15,1% í 16,6%. Hagnaður Skoda af sölu jókst úr 7,6% í 9,3%. Audi skilaði 1,3 milljarði evra í hagnað og því er framlag Audi mest í hagnaði samstæðunnar. Hagnaður af rekstri þar minnkaði þó úr 9,7% í 9,0%. Hagnaður Seat jókst úr 33 milljörðum evra í 54. Bentley tapaði hinsvegar 54 milljónum evra en hagnaðist um 49 milljónir evra í fyrra. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Fyrsti ársfjórðungur þessa árs skilaði Volkswagen 482 milljarða króna hagnaði og jókst hagnaðurinn um 3,4% á milli ára. Er þetta uppgjör allrar bílasamstæðu Volkswagen sem telur ein 12 vörumerki. Kemur þessi niðurstaða ef til vill á óvart þar sem Volkswagen hefur glímt við afleyðingar dísilvélasvindlsins frá síðasta hausti. Það hefur þó ekki áhrif á hagnaðinn nú að Volkswagen setti ekki til hliðar neina fjármuni af honum til að mæta kostnaði við dísilvélasvindlið. Þó svo að hagnaður hafi aukist á milli ára minnkaði velta fyrirtækisins milli ára um 3,4% og nam 7.140 milljörðum króna. Volkswagen áætlar áfram að velta fyrirtæisins muni minnka í heild um 5% á árinu og að hagnaður af rekstri verði á bilinu 5-6%, en hann var 6% í fyrra. Eftir að Volkswagen greindi frá þessum ársfjórðungshagnaði hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu um 0,8% og hafa bréf í VW hækkað um 4% síðasta mánuðinn. Volkswagen seldi alls 2,5 milljónir bíla á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins og heldur toppsætinu í heiminum á undan Toyota sem seldi 2,46 milljón bíla. Þegar hvert og eitt bílamerki Volkswagen samstæðunnar er skoðuð kemur í ljós að aðalmerkið Volkswagen skilar samstæðunni afar litlum hagnaði og nemur hann aðeins 0,3% af veltu og féll úr 514 milljón evrum í 73 milljón evrur. Mikill kostnaður féll til hjá Volkswagen á ársfjórðungnum vegna innkallana bíla sem varða dísilvélasvindlið og skýrir það hagnaðarminnkunina og tekur Volkswagen allan þann kostnað af sölu Volkswagen bíla. Porsche og Skoda skiluðu auknum hagnaði en Audi svo til jöfnum hagnaði frá fyrra ári en Bentley skilaði tapi. Hagnaður Porsche jókst úr 765 í 895 milljónir evra á milli ára og hagnaður af sölu jókst úr 15,1% í 16,6%. Hagnaður Skoda af sölu jókst úr 7,6% í 9,3%. Audi skilaði 1,3 milljarði evra í hagnað og því er framlag Audi mest í hagnaði samstæðunnar. Hagnaður af rekstri þar minnkaði þó úr 9,7% í 9,0%. Hagnaður Seat jókst úr 33 milljörðum evra í 54. Bentley tapaði hinsvegar 54 milljónum evra en hagnaðist um 49 milljónir evra í fyrra.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent