Banna ætti bruna svartolíu við Ísland Svavar Hávarðsson skrifar 30. maí 2016 07:00 Háspennutengingum þarf að koma upp í stærstu höfnum sem taka á móti skemmtiferðaskipum – ríkið þarf að koma að slíku verkefni. vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld ættu í ljósi skuldbindinga samkvæmt nýjum loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna að taka alvarlega til skoðunar að lögfesta sjötta viðauka við Marpol-samninginn – alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum. Þar er fjallað um takmörkun á útblæstri, losun á sorpi og efnaúrgangi í sjó. Þetta kemur meðal annars fram í minnisblaði Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, um útblástur og landtengingar skipa sem hann kynnti á fundi stjórnar 13. maí. Í ljósi samningsins verða Íslendingar að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis um 350 til 400 þúsund tonn á næstu fimmtán árum en þetta verður ekki gert nema með verulegum fjárfestingum í rafmagni. Í þessu samhengi rekur Gísli tæknilegar lausnir við að koma á landtengingum skipa sem hægt er að koma á nú þegar og getur minnkað notkun á jarðefnaeldsneyti og dregið úr útblæstri.Gísli GíslasonÍ víðara samhengi segir Gísli að stærsta aðgerðin við að draga úr útblæstri skipa sé sjötti viðauki Marpol-samningsins – sem hefur skilað markverðum árangri innan sérstakra svæða (ECA) þar sem takmarkanir á útblæstri eru í gildi. Sífellt fleiri lönd hafa skoðað lögfestingu viðaukans og fyrir liggja hugmyndir um útvíkkun svæðanna með því að ný hafsvæði falli undir ákvæði hans. En hugmyndir um að ákvæðin gildi á hafsvæðinu við Ísland hafa ekki verið viðraðar, þó Ísland sé aðili Marpol-samningsins síðan 1985. Allir viðaukar samningsins utan þess sjötta hafa öðlast gildi hér. Gísli gerir að tillögu sinni að umhverfislögsaga Íslands verði gerð að ECA-svæði, þannig að skip sem sigla innan efnahagslögsögu Íslands verði að uppfylla strangar reglur um efnainnihald eldsneytis. „Verndun umhverfislögsögu Íslands er gríðarlega mikilvægt verkefni til verndunar á lífríki sjávar við Ísland. Ferillinn er sá að Viðauki VI er fyrst innleiddur en hann leyfir í dag 3,5 prósent brennistein þ.e. svartolíu eins og hann er í dag. Um leið og hann hefur verið innleiddur er hægt að taka næsta skref, sem er að fá umhverfislögsögu Íslands (200 mílur) samþykkta sem ECA-svæði þar sem hæsta leyfilega magn brennisteins í eldsneyti er 0,1% (það sama og er leyfilegt í höfnum). Þetta þýðir að einungis megi nota skipagasolíu (Marine Gas Oil) eða vistvænt eldsneyti á svæðinu,“ skrifar Gísli og áréttar að verið sé að vinna gegn súrnun sjávar og að efnaúrgangur frá óhreinum eldsneytisbruna fari í hafið – sem er risavaxið hagsmunamál fyrir Ísland. „Lítil almenn umræða hefur átt sér stað um aðkomu Íslands að regluverki viðaukans sem myndi takmarka verulega eða banna notkun á svartolíu sem eldsneyti á skip, en áskilja að nota hreinna eldsneyti,“ bætir Gísli við. Minnisblaðið hefur verið sent Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, með fullum stuðningi stjórnar Faxaflóahafna.Auðvelt að uppfylla ströng skilyrði? Eimskip og Samskip uppfylla Viðauka VI við Marpol-samninginn, enda sigla skip félaganna innan ECA-svæða í Norður Evrópu að stórum hluta – en brenna svartolíu utan þeirra. Sama gildir um stór skemmtiferðaskip sem sigla frá Ameríku og Evrópu. Íslenski fiskiskipaflotinn brennir að mestu léttari skipaolíu (Marine diesel oil) þó einhver skip brenni svartolíu enn þá. Með endurnýjun skipaflotans er mjög horft til að skipin brenni eldsneyti sem uppfyllir Viðauka VI – t.d. á það við um öll nýjustu skip HB Granda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ættu í ljósi skuldbindinga samkvæmt nýjum loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna að taka alvarlega til skoðunar að lögfesta sjötta viðauka við Marpol-samninginn – alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum. Þar er fjallað um takmörkun á útblæstri, losun á sorpi og efnaúrgangi í sjó. Þetta kemur meðal annars fram í minnisblaði Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, um útblástur og landtengingar skipa sem hann kynnti á fundi stjórnar 13. maí. Í ljósi samningsins verða Íslendingar að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis um 350 til 400 þúsund tonn á næstu fimmtán árum en þetta verður ekki gert nema með verulegum fjárfestingum í rafmagni. Í þessu samhengi rekur Gísli tæknilegar lausnir við að koma á landtengingum skipa sem hægt er að koma á nú þegar og getur minnkað notkun á jarðefnaeldsneyti og dregið úr útblæstri.Gísli GíslasonÍ víðara samhengi segir Gísli að stærsta aðgerðin við að draga úr útblæstri skipa sé sjötti viðauki Marpol-samningsins – sem hefur skilað markverðum árangri innan sérstakra svæða (ECA) þar sem takmarkanir á útblæstri eru í gildi. Sífellt fleiri lönd hafa skoðað lögfestingu viðaukans og fyrir liggja hugmyndir um útvíkkun svæðanna með því að ný hafsvæði falli undir ákvæði hans. En hugmyndir um að ákvæðin gildi á hafsvæðinu við Ísland hafa ekki verið viðraðar, þó Ísland sé aðili Marpol-samningsins síðan 1985. Allir viðaukar samningsins utan þess sjötta hafa öðlast gildi hér. Gísli gerir að tillögu sinni að umhverfislögsaga Íslands verði gerð að ECA-svæði, þannig að skip sem sigla innan efnahagslögsögu Íslands verði að uppfylla strangar reglur um efnainnihald eldsneytis. „Verndun umhverfislögsögu Íslands er gríðarlega mikilvægt verkefni til verndunar á lífríki sjávar við Ísland. Ferillinn er sá að Viðauki VI er fyrst innleiddur en hann leyfir í dag 3,5 prósent brennistein þ.e. svartolíu eins og hann er í dag. Um leið og hann hefur verið innleiddur er hægt að taka næsta skref, sem er að fá umhverfislögsögu Íslands (200 mílur) samþykkta sem ECA-svæði þar sem hæsta leyfilega magn brennisteins í eldsneyti er 0,1% (það sama og er leyfilegt í höfnum). Þetta þýðir að einungis megi nota skipagasolíu (Marine Gas Oil) eða vistvænt eldsneyti á svæðinu,“ skrifar Gísli og áréttar að verið sé að vinna gegn súrnun sjávar og að efnaúrgangur frá óhreinum eldsneytisbruna fari í hafið – sem er risavaxið hagsmunamál fyrir Ísland. „Lítil almenn umræða hefur átt sér stað um aðkomu Íslands að regluverki viðaukans sem myndi takmarka verulega eða banna notkun á svartolíu sem eldsneyti á skip, en áskilja að nota hreinna eldsneyti,“ bætir Gísli við. Minnisblaðið hefur verið sent Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, með fullum stuðningi stjórnar Faxaflóahafna.Auðvelt að uppfylla ströng skilyrði? Eimskip og Samskip uppfylla Viðauka VI við Marpol-samninginn, enda sigla skip félaganna innan ECA-svæða í Norður Evrópu að stórum hluta – en brenna svartolíu utan þeirra. Sama gildir um stór skemmtiferðaskip sem sigla frá Ameríku og Evrópu. Íslenski fiskiskipaflotinn brennir að mestu léttari skipaolíu (Marine diesel oil) þó einhver skip brenni svartolíu enn þá. Með endurnýjun skipaflotans er mjög horft til að skipin brenni eldsneyti sem uppfyllir Viðauka VI – t.d. á það við um öll nýjustu skip HB Granda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira