Ford Ka+ á undir 10.000 Evrur Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2016 15:47 Ford Ka+. Ford svifti hulunni af nýrri gerð minnsta bíls síns Ka. Sá heitir Ka+ og er eins og nafnið bendir til stærri gerð þessa snaggaralega bíls. Bíllinn er með nýjan undirvagn en hefðbundinn undirvagn Ka er sá sami og og er undir Fiat 500 og en Ford Ka+ fær sama undirvagn og Fiesta. Með því verði aksturshæfni bílsins aukin stórlega. Bíllinn er 4 metra langur, aðeins styttri en Fiesta en 29 mm hærri. Hann er með 270 lítra skotti sem stækkað hefur verulega frá hefðbundnum Ka. Bíllinn er ætlaður þeim sem kaupa vilja ódýra bíla en ekki á kostnað rýmis. Ford segir að hér sé um að ræða vel búinn bíl á frábæru verði. Ford Ka+ verður í boði með 1,2 lítra bensínvél, annaðhvort 69 eða 84 hestöfl og fæst bæði sjálfskiptur og beinskiptur. Hann er með hitastilltri miðstöð, skriðstilli, hituðum framsætum og nálgunarvara að aftan. Ford segir að höfuðrými og fótarými afturí sé það besta í þessum flokki bíla. Bíllinn fer í sölu í þessum mánði í Evrópu og mun kosta 9.990 Evrur. Sala Ford Ka féll um 8% í fyrra og alls seldust 48.600 bílar og áætlar Ford að þetta útspil muni breyta miklu um sölu sinnar minnstu bílgerðar. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Ford svifti hulunni af nýrri gerð minnsta bíls síns Ka. Sá heitir Ka+ og er eins og nafnið bendir til stærri gerð þessa snaggaralega bíls. Bíllinn er með nýjan undirvagn en hefðbundinn undirvagn Ka er sá sami og og er undir Fiat 500 og en Ford Ka+ fær sama undirvagn og Fiesta. Með því verði aksturshæfni bílsins aukin stórlega. Bíllinn er 4 metra langur, aðeins styttri en Fiesta en 29 mm hærri. Hann er með 270 lítra skotti sem stækkað hefur verulega frá hefðbundnum Ka. Bíllinn er ætlaður þeim sem kaupa vilja ódýra bíla en ekki á kostnað rýmis. Ford segir að hér sé um að ræða vel búinn bíl á frábæru verði. Ford Ka+ verður í boði með 1,2 lítra bensínvél, annaðhvort 69 eða 84 hestöfl og fæst bæði sjálfskiptur og beinskiptur. Hann er með hitastilltri miðstöð, skriðstilli, hituðum framsætum og nálgunarvara að aftan. Ford segir að höfuðrými og fótarými afturí sé það besta í þessum flokki bíla. Bíllinn fer í sölu í þessum mánði í Evrópu og mun kosta 9.990 Evrur. Sala Ford Ka féll um 8% í fyrra og alls seldust 48.600 bílar og áætlar Ford að þetta útspil muni breyta miklu um sölu sinnar minnstu bílgerðar.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent