Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2016 11:00 Myndin sem vann í fyrra fór á forsíðu Veiðimannsins Það er algjörlega ómissandi að hafa myndavél með sér í veiðiferðina því góð mynd af þeim stóra sem þarf að sleppa er ómetanleg. Það er líka gaman að fanga eftirminnileg atvik til að skoða síðar eða mynda íslenska náttúru í allri sinni dýrð. Veiðimaðurinn – málgagn stangveiðimanna - efnir til myndasamkeppni um bestu veiðimyndina frá ársvæðum SVFR sumarið 2016 líkt og síðasta sumar. Myndin sem verður valin fær 50 þúsund króna inneign upp í veiðileyfi næsta sumars og á möguleika að birtast á forsíðu blaðsins. Veiðimaðurinn hefur komið út frá árinu 1940 og hefur bæði frætt og kætt fjölmagar kynslóðir í meira en 75 ár. Myndir má senda á ritstjóra blaðsins, Hörð Vilberg, á netfangið herrvilberg@gmail.com. Sigurmynd síðasta sumars tók Tryggvi Hilmarsson í Bjargstreng í Langá þann 11. september og prýddi hún forsíðu Veiðimannsins nr. 201 sem kom út í janúar. Þess má geta að sumarblað Veiðimannsins er á leið í prentun, hnausþykkt af spriklandi fersku efni fyrir stangveiðimenn. Mest lesið Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Langá á Mýrum áfram hjá SVFR Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði
Það er algjörlega ómissandi að hafa myndavél með sér í veiðiferðina því góð mynd af þeim stóra sem þarf að sleppa er ómetanleg. Það er líka gaman að fanga eftirminnileg atvik til að skoða síðar eða mynda íslenska náttúru í allri sinni dýrð. Veiðimaðurinn – málgagn stangveiðimanna - efnir til myndasamkeppni um bestu veiðimyndina frá ársvæðum SVFR sumarið 2016 líkt og síðasta sumar. Myndin sem verður valin fær 50 þúsund króna inneign upp í veiðileyfi næsta sumars og á möguleika að birtast á forsíðu blaðsins. Veiðimaðurinn hefur komið út frá árinu 1940 og hefur bæði frætt og kætt fjölmagar kynslóðir í meira en 75 ár. Myndir má senda á ritstjóra blaðsins, Hörð Vilberg, á netfangið herrvilberg@gmail.com. Sigurmynd síðasta sumars tók Tryggvi Hilmarsson í Bjargstreng í Langá þann 11. september og prýddi hún forsíðu Veiðimannsins nr. 201 sem kom út í janúar. Þess má geta að sumarblað Veiðimannsins er á leið í prentun, hnausþykkt af spriklandi fersku efni fyrir stangveiðimenn.
Mest lesið Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Silungurinn er að taka rykmýs lifrur núna Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Langá á Mýrum áfram hjá SVFR Veiði Fréttir héðan og þaðan af veiðisvæðum Lax-Á Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði