Vill lengri opnun sundstaða Snærós Sindradóttir skrifar 8. júní 2016 06:00 Laugardalslaug hefur lengstan opnunartíma sundstaða í Reykjavík en Hildur Sverrisdóttir segir íbúa borgarinnar kvarta yfir því að þar sé ekki pláss fyrir fjölskyldur vegna ferðamannastraums. Fréttablaðið/ernir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram óformlega tillögu á borgarstjórnarfundi í gær þess efnis að opnunartími sundstaða yrði lengdur á ný. Tillagan kom fram við umræður um skýrslu stýrihóps um lýðheilsu og heilsueflingu barna og unglinga í leik- og grunnskólum og frístundastarfi. Hildur kom inn á það í ræðu sinni að ferðamönnum hefði fjölgað mikið í Reykjavík frá þeim tíma sem opnunartími sundstaða var styttur eftir efnahagshrunið 2008. „Hvað svo sem má segja um nauðsyn þess á sínum tíma er allavega hægt að segja að opnunartímunum hafi á sínum tíma verið dreift þannig að Reykvíkingar ættu á hverjum tíma að geta farið í einhverja laug sem væri opin, sem var þá Laugardalslaugin sem er alltaf opin til klukkan 10. Nú er svo komið að við heyrum kvartanir íbúa í öllum hverfum borgarinnar yfir því að það sé ekki lengur hægt að fara með börnin í sund á kvöldin um helgar þar sem Laugardalslaugin er einfaldlega pökkuð af fólki og þá aðallega ferðamönnum,“ sagði Hildur í ræðu sinni. Nýlega var stakt gjald í sund hjá Reykjavíkurborg hækkað í 900 krónur þó enn sé hægt að fara ódýrar í sund með fjölferða kortum. Um helgar í sumar eru laugarnar alla jafna opnar til sex á daginn, fyrir utan Laugardalslaug sem er opin til tíu á kvöldin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016 Sundlaugar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram óformlega tillögu á borgarstjórnarfundi í gær þess efnis að opnunartími sundstaða yrði lengdur á ný. Tillagan kom fram við umræður um skýrslu stýrihóps um lýðheilsu og heilsueflingu barna og unglinga í leik- og grunnskólum og frístundastarfi. Hildur kom inn á það í ræðu sinni að ferðamönnum hefði fjölgað mikið í Reykjavík frá þeim tíma sem opnunartími sundstaða var styttur eftir efnahagshrunið 2008. „Hvað svo sem má segja um nauðsyn þess á sínum tíma er allavega hægt að segja að opnunartímunum hafi á sínum tíma verið dreift þannig að Reykvíkingar ættu á hverjum tíma að geta farið í einhverja laug sem væri opin, sem var þá Laugardalslaugin sem er alltaf opin til klukkan 10. Nú er svo komið að við heyrum kvartanir íbúa í öllum hverfum borgarinnar yfir því að það sé ekki lengur hægt að fara með börnin í sund á kvöldin um helgar þar sem Laugardalslaugin er einfaldlega pökkuð af fólki og þá aðallega ferðamönnum,“ sagði Hildur í ræðu sinni. Nýlega var stakt gjald í sund hjá Reykjavíkurborg hækkað í 900 krónur þó enn sé hægt að fara ódýrar í sund með fjölferða kortum. Um helgar í sumar eru laugarnar alla jafna opnar til sex á daginn, fyrir utan Laugardalslaug sem er opin til tíu á kvöldin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016
Sundlaugar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira