Nauðsynlegt að gera breytingar á búvörusamningum Höskuldur Kári Schram skrifar 7. júní 2016 18:45 Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi landbúnaðarráðherra undirritaði búvörusamninga í febrúarmánuði síðastliðnum með fyrirvara um samþykki Alþingis. Bændur samþykktu samninga fyrir sitt leyti í atkvæðagreiðslu sem lauk í lok marsmánaðar en Alþingi á enn eftir að afgreiða máilð. Samningarnir eru afar umdeildir. Félag atvinnurekenda telur að ráðherra hafi mögulega brotið lög þegar hann undirritaði samningana og Samtök verslunar og þjónustu efast um að þeir standist stjórnarskrá. Samningarnir eru ennfremur sagðir grafa undan samkeppni í mjólkuriðnaði og svínabændur hafa gagnrýnt tollahlutann harðlega. Þrátíu og sjö prósent sauðfjárbænda greiddu atkvæði gegn samningunum. Atvinnuveganefnd fundaði um málið í gær en Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar á sunnudag vonast til þess að hægt verði að skapa sátt um málið og útilokaði ekki breytingar. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður vinstri grænna og varaformaður nefndarinnar segir nauðsynlegt að taka mið af þeirri gagnrýni sem hefur komið fram meðal annars varðandi tollamál. „Og ég tel að þessi búvörusamningur eins og hann liggur fyrir er ekki nógu góður. Og spurning um hvort það mætti fresta sauðfjárhlutanum. Hann rennur ekki úr gildi fyrr en eftir ár og skoða þann hluta betur,“ segir Lilja. Þá vill hún einnig styrkja endurskoðunarákvæði samninganna en nú gert ráð fyrir því að þeir verði endurskoðaðir árið 2019 og aftur árið 2023. „Það verður að vera eitthvað gagna af þeim. Ekki bara að það sé endurskoðað og það sé ekki neinn möguleiki að gera neinar breytingar,“ segir Lilja. Búvörusamningar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi landbúnaðarráðherra undirritaði búvörusamninga í febrúarmánuði síðastliðnum með fyrirvara um samþykki Alþingis. Bændur samþykktu samninga fyrir sitt leyti í atkvæðagreiðslu sem lauk í lok marsmánaðar en Alþingi á enn eftir að afgreiða máilð. Samningarnir eru afar umdeildir. Félag atvinnurekenda telur að ráðherra hafi mögulega brotið lög þegar hann undirritaði samningana og Samtök verslunar og þjónustu efast um að þeir standist stjórnarskrá. Samningarnir eru ennfremur sagðir grafa undan samkeppni í mjólkuriðnaði og svínabændur hafa gagnrýnt tollahlutann harðlega. Þrátíu og sjö prósent sauðfjárbænda greiddu atkvæði gegn samningunum. Atvinnuveganefnd fundaði um málið í gær en Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar á sunnudag vonast til þess að hægt verði að skapa sátt um málið og útilokaði ekki breytingar. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður vinstri grænna og varaformaður nefndarinnar segir nauðsynlegt að taka mið af þeirri gagnrýni sem hefur komið fram meðal annars varðandi tollamál. „Og ég tel að þessi búvörusamningur eins og hann liggur fyrir er ekki nógu góður. Og spurning um hvort það mætti fresta sauðfjárhlutanum. Hann rennur ekki úr gildi fyrr en eftir ár og skoða þann hluta betur,“ segir Lilja. Þá vill hún einnig styrkja endurskoðunarákvæði samninganna en nú gert ráð fyrir því að þeir verði endurskoðaðir árið 2019 og aftur árið 2023. „Það verður að vera eitthvað gagna af þeim. Ekki bara að það sé endurskoðað og það sé ekki neinn möguleiki að gera neinar breytingar,“ segir Lilja.
Búvörusamningar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira