Næsti Tesla Roadster árið 2019 Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 11:00 Flestir héldu að Tesla myndi ekki koma með nýja kynslóð' Roadster, en hann var fyrsti framleiðslubíll Tesla. Tesla Motors er nú um stundir að glíma við gríðarlega eftirspurn eftir Model 3 bílnum sem meira en 400.000 kaupendur hafa skrifað sig fyrir og greitt hver um sig 1.000 dollara inná. Engu að síður er Tesla nú þegar farið að vinna að næstu kynslóð Tesla Roadster bílsins þó lítið hafi borist af upplýsingum frá Tesla um þann bíl. Þó var haft eftir Peter Bardenfleth-Hansen sem fer fyrir Tesla á Norðurlöndunum að bíllinn verði breyttur í útliti, hann muni stækka og verða talsvert sneggri en forverinn. Margir stóðu reyndar í þeirri trú að Tesla myndi hætta framleiðslu Roadster bílsins nú þegar þrjár aðrar gerðir eru í framleiðslu eða munu brátt koma á markað, þ.e. Model S, Model X og Model 3. Tesla Roadster mun fá sama undirvagn og Model 3, öflugri rafhlöður og öflugri rafmótora, en meira var ekki látið uppi. Núverandi eigendum Tesla Roadster mun einnig standa til boða að fá nýjar rafhlöður í bíla sína, nýjar felgur og dekk með minni mótstöðu og vindkljúfa sem minnka mun loftmótsstöðu bílsins. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent
Tesla Motors er nú um stundir að glíma við gríðarlega eftirspurn eftir Model 3 bílnum sem meira en 400.000 kaupendur hafa skrifað sig fyrir og greitt hver um sig 1.000 dollara inná. Engu að síður er Tesla nú þegar farið að vinna að næstu kynslóð Tesla Roadster bílsins þó lítið hafi borist af upplýsingum frá Tesla um þann bíl. Þó var haft eftir Peter Bardenfleth-Hansen sem fer fyrir Tesla á Norðurlöndunum að bíllinn verði breyttur í útliti, hann muni stækka og verða talsvert sneggri en forverinn. Margir stóðu reyndar í þeirri trú að Tesla myndi hætta framleiðslu Roadster bílsins nú þegar þrjár aðrar gerðir eru í framleiðslu eða munu brátt koma á markað, þ.e. Model S, Model X og Model 3. Tesla Roadster mun fá sama undirvagn og Model 3, öflugri rafhlöður og öflugri rafmótora, en meira var ekki látið uppi. Núverandi eigendum Tesla Roadster mun einnig standa til boða að fá nýjar rafhlöður í bíla sína, nýjar felgur og dekk með minni mótstöðu og vindkljúfa sem minnka mun loftmótsstöðu bílsins.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent