Blanda komin í 81 lax á öðrum degi Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2016 09:00 81 lax er komin á land úr Blöndu. Mynd. Lax-Á Opnunin í Blöndu í gær hverfur vafalaust seint úr minni þeirra sem voru við bakkann í gær og veislan heldur bara áfram. Það var ótrúleg opnun í Blöndu í gær þegar 51 laxi var landað á fyrsta degi og aldrei fyrr hefur áin opnað með þvílíkum látum og nú. Aðstæður hafa allar verið hinar bestu og það sem meira er að mikið af laxi er að ganga og hefur takturinn verið líkari því sem menn eiga að venjast um og eftir miðjan júní. Eftir daginn í gær eru komnir 81 lax á land en morgunvaktin í gær gaf 21 lax og síðdegisvaktin 9 laxa. Síðast þegar athugað var með laus leyfi í Blöndu voru örfáar stangir eftir núna í júní og ef þær eru ekki þegar farnar þá verður væntanlega nóg að gera hjá þeim sem svara í símann hjá leigutakanum Lax-Á í dag. Þetta er frábær opnun í alla staði og núna er nokkuð ljóst á öllu að tveggja ára laxinn er líklega að eiga mjög gott ár en aðeins fimm laxar úr Blöndu eru eins árs laxar samkvæmt okkar upplýsingum og restin allt fallegur tveggja ára lax 78 til 100 sm. Ef þetta þýðir að uppeldi seiða í hafinu hafi tekist vel í vetur vona líklega allir að eins árs laxinn skili sér líka í góðu formi en það kemur venjulega í ljós í stóra júní straumnum. Þá koma gjarnan stærstu göngurnar og næstu 2 vikur þar á eftir. Mest lesið Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Veiði 15 dagar eftir af veiðitímanum í Þingvallavatni Veiði
Opnunin í Blöndu í gær hverfur vafalaust seint úr minni þeirra sem voru við bakkann í gær og veislan heldur bara áfram. Það var ótrúleg opnun í Blöndu í gær þegar 51 laxi var landað á fyrsta degi og aldrei fyrr hefur áin opnað með þvílíkum látum og nú. Aðstæður hafa allar verið hinar bestu og það sem meira er að mikið af laxi er að ganga og hefur takturinn verið líkari því sem menn eiga að venjast um og eftir miðjan júní. Eftir daginn í gær eru komnir 81 lax á land en morgunvaktin í gær gaf 21 lax og síðdegisvaktin 9 laxa. Síðast þegar athugað var með laus leyfi í Blöndu voru örfáar stangir eftir núna í júní og ef þær eru ekki þegar farnar þá verður væntanlega nóg að gera hjá þeim sem svara í símann hjá leigutakanum Lax-Á í dag. Þetta er frábær opnun í alla staði og núna er nokkuð ljóst á öllu að tveggja ára laxinn er líklega að eiga mjög gott ár en aðeins fimm laxar úr Blöndu eru eins árs laxar samkvæmt okkar upplýsingum og restin allt fallegur tveggja ára lax 78 til 100 sm. Ef þetta þýðir að uppeldi seiða í hafinu hafi tekist vel í vetur vona líklega allir að eins árs laxinn skili sér líka í góðu formi en það kemur venjulega í ljós í stóra júní straumnum. Þá koma gjarnan stærstu göngurnar og næstu 2 vikur þar á eftir.
Mest lesið Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Veiði 15 dagar eftir af veiðitímanum í Þingvallavatni Veiði